Vikan


Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 42

Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 42
Draumar RÆNULAUS Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir nokkru og hefur valdið mér hálfgerðum kvíða og vanlíð- an. Hér kemur svo draumurinn: Ég var á ferli á einhverju svæði sem ég gerði mér ekki grein fyrir hvað var og þá sá ég X. Hann var eitthvað veikur, ég veit ekki hvern- ig þessi veiki var en hann horfði bara út í loftið og sá hvorki né heyrði, sat bara rænu- laus á stól. Mér fannst eitthvert skyldfólk hans vera í herberginu en það náði ekki sam- bandi við hann. Þá fannst mér ég verða að gera eitthvað því mér fannst ég hljóta að geta læknað hann. Fólk reyndi að hindra það í fyrstu að ég kæmist til hans en ég komst ein- hverra hluta vegna í gegn og þegar ég gekk til hans stóð hann upp (fólkið í kring varð TALA VIÐ STRÁK Hæ, hæ, kæri draumráðandi. Mig dreymdi þennan draum í nótt og vona að þú getir ráðið hann fyrir mig. Ég var að koma frá stelpu og fór niður í sjoppu áður en ég fór heim svo að ég stytti mér leið heim. Ég átti að fara yfir götu svo að ég leit til beggja hliða og hægra megin sá ég jeppa og eigandann og fleiri stráka en þeir voru að fara í símaklefann. Ég vildi ekki að þeir sæju mig svo að ég flýtti mér yfir. Ég var að fara upp stíg og var komin fimm sex skref þegar ég heyrði að einhver sagði nafnið mitt. Ég stoppa og þá sé ég strák sem ég hef ekki séð í ár og segir hann mér að koma. Ég vildi það ekki en ég man ekki hvort hann var að reyna að láta mig koma til hans eða hvort við töluðum svona lengi saman, en á endanum spyr hann mig hvort ég vilji ekki koma á rúntinn. Ég man ekki hvort ég sagði seinna eða þá að ég vildi það ekki því að ég vissi hvað myndi ske. Svona endaði draumurinn. Ég var hrifin af þessu stráki í fyrra þegar hann var hérna í skóla og hann vissi það því að systir mín sagði honum það og hann sagðist líka vera hrifinn af mér. Hinir strákarnir, sem voru í draumnum, eru núna hérna á vistinni. Takk fyrir. Ég Upplýsingarnar, sem þú gefur skilmerkilega, hafa úrslitaáhrif á merkingu draumsins. Ef undrandi) og kom til mín. Svo sló hann til mín en ég man ekki hvort hann hitti mig. Ég horfði undrandi á hann og bað hann að láta ekki svona því hann var farinn að svívirða mig og rífast. Mér fannst ég vera grátklökk en tókst þó að harka af mér. Svo gargaði ég bara og sagði honum að hætta þessum látum og segja mér hvað hefði skeð. Þá hætti hann og horfði á mig, gekk nokkur skref aftur á bak og sagði svo: Nú man ég, nú veit ég hvað hefur skeð. Þá hljóp hann til mín, faðmaði mig og sagðist hafa vitað að ég gæti hjálpað. Þá varð mér svo bilt við að ég vaknaði. Mér var þungt um andardráttinn, líkt og ég væri grátklökk, og lá andvaka nokkra stund áður en ég gat sofnað aftur. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein forvitin. nafn stráksins xœri ekki mjög dœmigert tákn- nafn í draumi hefói draumráðandi freistast til aó halda að þú vterir í undirmeðvitundinni að hugsa mikið um strákinn og draumurinn hefði ekkert táknrœnt gildi, en nafnið (sem aó sjálf- sögðu er ekki birt hér) breytir málinu. Draumurinn bendir til þess að þú munir Jljót- lega verða vör við einhvern mjrkisviðburð, hátíðlega atliöfn af einhverju tagi, og einhverra hluta vegna mun þér bjóðast eitthvað mjög sér- stakt þar, ef til vill vegna þess að þú hittir fólk (ef til vill æltingja) sem þú hittir sjaldan. Þú munt vera hikandi en (ólíkt því sem er í draumn- um) miklar líkur eru á aó þú sláir til og það verði þér til góðs. Hvað strákinn varðar er ósennilegt að draum- urinn eigi beint við liann, en ef hann bkmdast einhvern veginn inn í málið þá eru reyndar tákn í draumnum hagstæð ykkur, af því þú neitaðir honum. EJ'þió liittist aftur er að minnsta kosti ekki þvertekið fyrir samband. KÓNGULÓ Kæri draumráðandi. Þú verður endilega að liðsinna mér núna, ég verð að fá að vita hvað þetta þýðir. Mig dreymdi í nótt stóra kónguló, eiginlega alveg risastóra, og ég var ekkert hrædd við hana. I alvörunni er ég hrikalega hrædd við kóngu- P.S. Afsakaðu párið því ég skrifa illa. P.S.S. Hvað lestu úr skriftinni? P.S.S.S. Ég hef aldrei skrifað áður; hentu ekki þessu bréfi. í fyrsta lagi les draumráðandi ekki úr skrift, það er allt annað fag og fáir sem það stunda. En rithöndin er ágæt og alveg óþarfi fyrir þig að vera að afsaka hana. Draumurinn er að öllum líkindum ekki mjög táknrænn og rná fremur rekja hann til þess að þú hugsir inikið um strákinn og þessa sveiilukenndu framkomu hans í þinn garð. Nafn hans í draumi táknar trygglyndi og vin- áttu og er vonandi að það gangi eftir. Reyndar er ýmislegt í þessum draumi sem bendir til þess og hver veit nema strákurinn taki sönsum og þið verðið góðir vinir í framtíðinni þótt svona gangi núna. lær. Hún var hér um bil eins og manneskja og talaði, held ég, eitthvað við mig en ég rnan ekkert hvað hún sagði. Svo fór hún allt í einu í vefinn sinn og hann var svona eins og vefur úr teiknimyndum, ekki eins og venjulegur kóngulóarvefur. Hvað merkir þessi draumur, draumráðandi minn? Hrædd. Kóngulær þykju ufar góðar i draumum, eink- um á sviði viðskipta og peningamála. Hins vegar er mikið hugrekki í draumi vísbending um kjarkleysi og því sýnist mér að draumurinn sé þér visbending wn að gripa ómetanlegt tæki- færi og láta það ekki ganga úr greipum þér. 42 VIKAN 13. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.