Vikan


Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 26

Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 26
Akureyri Ekki var margt um manninn í göngugötunni árla á laugardagsmorgni. En á virkum dögum er þar aú öllu jöfnu margt um manninn, sérstak lega síðdegis á föstudögum. því bærinn er talandi dæmi um mismunandi stíl og mismunandi byggingartíma. Akureyrarkirkja er eins konar tákn bæjar- ins. Hún var byggð í upphafi síðari heimsstyrj- aldarinnar og vígð árið 1940. Það sama ár hófu Þjóðverjar loftárásir á ensku borgina Coventry í Englandi. Dómkirkja borgarinnar var að mestu lögð í rúst en steindum gluggum kirkjunnar hafði verið komið undan. Þrír þessara glugga voru keyptir á fornsölu í Eng- landi og fluttir til íslands. Einn þeirra var gefinn Akureyrarkirkju. Síðar voru gerðir fleiri gluggar í sama stíl. Á Minjasafni Akureyrar er mikið af alls kyns munum sem varpa ljósi á verkmenningu og atvinnusögu liðinna ára. í bænum er einn- ig náttúrugripasafn sem gaman er að bregða sér á. r AAkureyri hefur á undanförnum árum ris- ið mikið Ijölmiðlaveldi. Þar er DV með útibú, Morgunblaðið sömuleiðis. Þar er gefið út eina landsbyggðardagblaðið, Dagur, og í hann er sjálfsagt að kíkja til að sjá hvað er að gerast í bænum og nágrenni hans. Sömu- leiðis er ágætt að kveikja á svæðisútvarpi Akureyrar og nágrennis þegar fólk fær sér eftirmiðdagshvíldina og fá fréttir. Talandi um fjölmiðla er heldur ekki úr vegi að skoða dagskrá Eyfnska sjónvarpsfélagsins. Akureyringar hafa á undanförnum árum byggt upp góða aðstöðu fyrir ferðamenn. Þar eru starfandi tvær bílaleigur, Bila- leiga Akureyrar og Bílaleigan Örn. Báðar hafa á sínum snærum margar tegundir bíla, stórra jafnt sem smárra, en áður en haldið er norður er sjálfsagt að hringja á flugvöllinn og tryggja sér bíl. Þá er ekki annað að gera er. halda í bæinn. Á Akureyri eru fjögur hót- el. Skal þar fyrst nefnt Hótel K.EÁ sem er í hjarta bæjarins, Hafnarstræti, afskaplega huggulegt enda nýuppgert. í Hafnarstræti er og Hótel Stefanía, hlýlegt hótel sem býður af sér góðan þokka. Hótel Akureyri er í göngugötu þeirra Akureyringa, eitt sinn hét nú göngugatan raunar Hafnarstræti en eftir að hluta þess var breytt í göngugötu varð mönnum tamara að kalla þennan hluta Hafn- arstrætisins Göngugötu með stórum staf. Hótel Akureyri er í gömlu húsi sem smám saman er verið að endurnýja. Að lokum má minnast á Hótel Varðborg, sem templara- hreyfmgin á og rekur í Geislagötu 7, steinsnar frá Sjallanum. Göngugatan er helsta verslunargata bæjar- ins og þar er oft mikið líf og fjör, sérstaklega síðdegis á föstudögum. Þá er líka gaman að rölta niður á Ráðhústorg og skoða umferðina í kringum torgið. Hún er sérstök að því leyti að þar stoppa menn og rabba saman í gegnum bílgluggana án þess að nokkur sé að æsa sig. Slíkt tilheyrir ekki á Akureyri. Matsölustaðir á Akureyri eru nokkrir og bjóða upp á fjölbreyttan mat í öllum verðflokkum. Þeir sem vilja borða með glæsibrag eiga um þrjá staði að velja, Smiðj- una, Kaupvangsstræti 3, Fiðlarann sem er á fimmtu hæð í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 15, og matsal KEA hótelsins. Að hinum tveimur stöðunum ólöstuðum er Fiðlarinn skemmti- legastur því þaðan er útsýnið yfir bæinn með ólíkindum fagurt. Á Hótel Akureyri er á matmálstímum hægt að velja um fjóra hrað- rétti. Kaffiteria Hótel KEA, Stuðlaberg, og Bautinn hafa á boðstólum allan algengan grillmat, salatbar, súpur og ýmsa hraðrétti. Síðan er um einn kjúklingabitastað að ræða og nokkrar sjoppur sem selja hamborgara, franskar og pylsur en þess skal getið sérstak- lega að ein með öllu á Akureyri er með kokkteilsósu auk alls annars. 26 VIKAN 13. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.