Vikan


Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 52

Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 52
Daninn raunamæddi Smásaga eftir Damon Runyon að er eitt kvöld á Broadway fyrir svo sem tveimur árum að ég rekst á blaða- manninn Ambrose Hammer og hann biður mig að fara með sér í leikhús því Ambrose er það sem kallað er leiklistargagn- rýnandi og það er starfi hans að fylgjast með öllum nýjum leiksýningum og skrifa um það í einn morgunbleðilinn hvað honum hafi fundist um þær. Ég heyri oft leikarana og náungana sem skrifa leikritin vera að ræða um Ambrose inni á veitingastað Mindys þegar þeir eru búnir að ná sér í dagblöðin og lesa það sem hann hefur til málanna að leggja. Eftir því sem ég kemst næst finnst þeim hann ekki vera annað en lítilfjörlegur krimmi því svo virðist sem Ambrose svo gott sem myrði hvern þann sem nálægt nýrri sýningu kemur. Því segi ég við hann sem svo: Nei, Ambrose, hugsanlegt er að ég þekki náungann sem skrifar leikritið sem þú ætlar að fara að sjá eða einhvern af leikurunum og þar sem mér skilst að líkurnar séu ávallt níu á móti fimm að þú sendir nýju leikriti tóninn þá myndi ég eiga á hættu að skaða samskipti mín við Broadwaybúa. Og þar að auki, segi ég, hvar er ungfrú Channella Cooper sem hefur fylgt þér á allar leiksýningar síðustu sex mánuðina samfleytt? - Ó, segir Ambrose. - Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessum höfundi þar sem hann heitir Shakespeare og hefur verið dauð- ur nú um allnokkra hríð. Og hvað leikarana snertir þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim því þetta eru eintómir busar sem eng- inn hefur heyrt nefnda nema ef vera skyldi aðalleikarann sem kvað hafa á sér allnokkurt rykti. Hvað ungfrú Channelle snertir veit ég ekki hvað hún aðhefst þessa stundina og til að gera langa sögu stutta þá er mér A og N og D og S og K sama. - Hvað nú, Ambrose? segi ég. - Síðast þeg- ar við hittumst sagðir þú mér að þú logaðir af ást til hennar en auðvitað ertu búinn að loga af ást til svo margra stelpna frá því ég kynntist þér að það er mesta furða að þú skulir ekki fyrir löngu vera brunninn til ösku. Heyrðu mig nú, segir Ambrose. - Við skulum ekki ræða svo viðkvæmt mál sem ungfrú Cooper að svo stöddu því að þá kynni ég að bresta í grát og verða með öllu ófær um að rækja hina óvægnu skyldu mína gagn- vart þessu leikriti. Ég veit ekki annað en það að í morgun sendi hún mér skilaboð þess efn- is að ömmu hennar hefði elnað sykursýkin og hún yrði að fara til Yonkers til að hitta hana. Og, heldur Ambrose áfram, það vill svo til að í fyrsta lagi veit ég að amma hennar er með æxli en ekki sykursýki, í öðru lagi býr hún ekki í Yonkers heldur í Greenwich Vil- lage hér í New York og í þriðja lagi sást til ungfrú Cooper nú síðdegis að tedrykkju með uppstríluðum spjátrungi sem heitir Mansfield Sothern. Mér er spurn, segir Ambrose, hvort sú pía sé fædd sem kann að segja sannleikann. - Nei, Ambrose, segi ég, að minnsta kosti ekki ennþá. En, segi ég, mig undrar að heyra að ungfrú Cooper skuli hafa reynst óábyggi- leg því mér hefur alltaf virst hún vera sú manngerð sem hægt væri að reiða sig á og þér ákaflega trygg, eða að minnsta kosti eins trygglynd og búast má við á þessum síðustu tímum. Raunar, segi ég, hef ég það eftir áreið- anlegum heimildum að hún hafi hafnað Rasshandar-Lyons, spilakassakónginum, sem hafði boðist til að ábyrgjast frama hennar og kaupa undir hana næturklúbb. En auðvitað er Mansfield Sothern allt önnur Ella. Mér hefur oft fundist gaman að honum á sviðinu í ýmsum grínstykkjum. Hann er fiottræfill frá Smithfield sem hefur stolið nöfnum af tveim stórleikurum í eitt handa sér, segir Ambrose. - Ég skal viður- kenna að hann er stundum þolanlegur í söng- og gamanleikjum ef maður lokar augunum þegar hann er á sviðinu og ímyndar sér að hann sé einhver annar. Hann er eins og allir leikarar nógu drjúgur með sig til að halda að hann geti leikið Hamlet. Og tilfellið er, segir Ambrose, að hann ætlar einmitt að gera það í kvöld og ég get varla beðið. Nú, jæja. Að endingu fer ég með Ambrose í leikhúsið og það kemur á daginn að þetta þykir merkisviðburður og allir i kjól og hvítu því að Mansfield Sothern hefur hlotið mikla hylli fyrir hlutverk sín í söngleikjum og svo er að sjá sem sú ákvörðun hans að leika Hamlet hafi valdið töluverðu írafári þó Am- brose haldi því fram að fiestir viðstaddra séu úr kaffihúsakliku Mansfields sjálfs og hann heldur því einnig fram að allt sé þetta ekki annað en samantekin ráð til að gera mikið úr Mansfield. Sjálfur er ég ekkert gefinn fyrir Shakespeare þó svo ég hafi séð mörg leikrita hans áður og ef frómt skal frá segja hef ég aldrei kunn- að að meta þau þó ég viðurkenni ekki slíkt opinberlega því ég vil ekki vera talinn illa gefinn. Ég held út fyrsta þáttinn ásamt Am- brose og ég tek eftir að sem Hamlet er Mansfield Sothern að minnsta kosti vel við vöxt og hefur rödd sem hljómar eins og hún komi djúpt neðan úr námagöngum. Það er hins vegar ekki ljóst hvað hann er að tala um og vekur það þar af leiðandi ekki áhuga manns. Þar eð Ambrose virðist þungt hugsi og sinnulaus um mig hef ég mig hljóðlega á brott og held til Mindys. í bítið næsta morgun veiti ég þar eftirtekt ungfrú Channelle Cooper og Mansfield Sothern að lesa pistil Ambrosar og Mansfield úthellir tárum sínuni yfir blaðið svo prentsvertan lekur ofan í fieskið hans og eggin. Ég fer auðvitað umsvifalaust út og kaupi blað til að sjá hvað veldur hugarangri hans og ég kemst að því að Ambrose hefur skrifað eftirfarandi um leiksýninguna: „Eftir túlkun Mansfields Sothern á Ham- let í Todd leikhúsinu i gærkvöldi er hægt að útkljá allan ágreining varðandi höfund hins ódauðlega leikverks. Menn þurfa ekki annað en aðgæta legstaði þeirra Shake- speares og Bacons. Sá sem hefur snúið sér við í gröfinni hlýtur að vera höfundurinn." Nú atvikast það svo að ég rekst ekki á Ambrose Hammer aftur fyrr en nú um daginn að hann kemur inn til Mindys á kvöldmatar- tíma, stingur dálítið við og gengur við staf. Auk þess er hann ekki lengur bústinn heldur allur orðinn næsta magur. Hann heilsar mér stórkallalega, sest við borðið mitt og mælir við mig eftirfarandi: Ja hérna hér! Þvílik tilviljun! Síðast þegar við hittumst fór ég með þig í leikhúsið og nú ætla ég að gera slíkt hið sarna fyrsta daginn sem ég kemst á ról. Hvernig bragðast krásirn- ar sem þú ert að háma í þig? - Upp og ofan, segi ég. - Ástandið er orð- ið þannig vegna stríðsins að maður verður að láta sér nægja það sem býðst. En ég hef ekkert séð til þín í háa herrans tíð, Ambrose. Heldurðu þig fjarri borginni? Og því ertu að frílysta þig með þennan staf? Ég hef, segir Ambrose, haldið mig handan hafsins og er búinn að særast í stríðinu í Norður-Afríku. Ætlarðu að segja rnér að ntín hafi ekki verið saknað hér um slóðir? 52 VIKAN 13. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.