Vikan


Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 19

Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 19
Þessi fjara var alltof stór, einungis víðátta til beggja handa úr grjóti, svo kom sjórinn. Hann sneri við og gekk niðurlútur að steini og settist. Sorg þess manns, sem situr í fjöru og horfir á sólarlagið, verður næstum falleg í angurværðinni og allar hugsanir snúast um eintal sálarinnar og enda i einhvers konar hellislifnaðarniðurstöðum. Hann langaði ofan í sjóinn því að sjórinn er svo óendanlegur svona við fjöruborðið. Núna kemur skrímslið! Hugsuninni sló nið- ur í huga hans. Skrímslið kemur svona rennblautt, stórt og lúmskt og svo yrði farið í gátukeppni og hann yrði annaðhvort étinn eða fengi kóngsdóttur og ríkidæmi. ímyndun- araflið dró hann inn í þennan forna heim ævintýranna sem honum voru sögð litlum. Tiltölulega sléttur sjórinn gáraðist við fjöru- borðið. Heimurinn náði að sól og heimurinn var fjara, sól og sjór. Úti á sjónum mátti sjá eina öldu talsvert stærri en aðrar. Aldan færð- ist nær og honum fannst eins og þetta hlyti að vera hafmey í dulargervi. Eftir því sem aldan færðist nær æstist ímyndunaraflið og þegar hún tók að brotna voru hafmeyjarnar orðnar átta og ein óskadís í fylgd með þeim. Hann ákvað að óska sér hamingju en ekki ástar eins og Ásta Sóllilja. Aldan brotnaði og flattist út í fjörunni og varð bara hluti af hafinu. Engar hafmeyjar iðuðu í sporðaköst- um í fjöruborðinu. Enginn bauð honum að óska sér neins. Hann sat einn á steini í tjör- unni og horfði á sólina næstum hverfa. Hann heyrði fótatak fyrir aftan sig og leit snöggt við. Það gekk stelpa eftir göngustígn- um og horfði á sólarlagið. Honum brá, hélt ef til vill að óskadísin væri þarna en það gæti engin óskadís verið í svona venjulegri kápu. Hún var dökkhærð, soldið falleg og gekk hægt en ákveðið. Hann leit undan; það er vandræðalegt að horfa of lengi á stelpu sem gengur ein í fjöru. Hún gekk alveg niður að sjávarmáli og virtist ekki feimin. Þar sem hún stóð og sjórinn sleikti tærnar á skónum henn- ar gat hann ekki komist hjá því að horfa með undrun, jafnvel aðdáun, á þessa stelpu. Hún horfði út á sjóinn og var ekki feimin þó að strákur horfði á hana standa í fjöruborði og láta sjóinn gæla við tærnar á skónum sínum. í einu augnabliki sameinuðust fegurstu tónar lífsins. Maður veit að það kemur ekki aftur og öll ósköpin, sem maður hafði búist við að myndu rætast á þessu augnabliki, verða eins og impressjónískt málverk. Hún stóð þarna stolt eins og styttan af Ingólfi og horfði á rauðan bolta sem fjarlægðist óðum fáránlega langt í burtu. Síðan settist hún á stein, rótaði ráðleysislega upp steinum og henti einum og einum í sjóinn. Sumir þeirra fleyttu kerlingar en þó ekki margar. Hún lagði hendurnar fram á fæturna og höfuðið á hnén. Hann horfði á aðfarirnar með sívaxandi undrun en horfði síðan aftur á sólina síga lengra niður. Svo horfði hann aftur á stelpuna sitjandi þarna í hnipri í flæðarmálinu. „Hvað ertu að gera hérna?“ spurði hún skyndilega og sneri sér við. „Þetta er fallegur staður,“ sagði hann. „Nei, það er ekkert fallegt við svona stað nema maður sé einn og hafi sína sorg fyrir sig,“ sagði hún bitur út af ónæðinu. „Eg vissi ekki að til væru staðir þar sem maður hefði ekki sína sorg fyrir sig en hérna fmnst mér hún verða falleg,“ sagði hann af- sakandi. „Já, ég var bara að þykjast vera skáldleg," sagði hún og brosti og bætti svo við: „Það kemur fyrir að ég finni sjálfa mig þegar ég kem hingað. Þá er ég svo djúpt inni í hjartanu mínu og ég verð svo verðmæt og brothætt og þá vil ég heldur vera soldið þung- Iynd,“ sagði hún og horfði hugsandi á margfætlu skjótast undan steini. Hann leit á hana og sagði: „Já, stundum verður öll sorgin inni í mér svo falleg." Þau þögðu og horfðu hugsandi út í loftið og þeim var órótt því þau höfðu sagt alltof mikið. „Kemurðu hingað oft?“ „Já, alltof oft,“ svaraði hann skömmustu- lega. „Skrítið að við höfum ekki sést fyrr, ég kem hingað líka stundum,“ sagði hún og horfði niður í grjótið. „Maður hittist svo sjaldan þegar maður er einn,“ sagði hann. „Ertu svona skáldfrík, hálfdauður úr róm- antík og þunglyndi?" spurði hún án þess að gefa hið minnsta til kynna hvað henni fyndist um fyrirbærið. „Nei, ég er bara maður með sektarkennd,“ svaraði hann með tómu augnaráði. „Af hverju?" „Eg veit ekki hvort það er þess háttar sem maður segir einhverjum niðri í fjöru en kannski er það einmitt það sem maður segir; ég hef svikið draumana mína og ég vil ekki fyrirgefa sjálfum mér það,“ svaraði hann og horfði nú niður í grjótið. „Ég er stundum ekki viss hvað ég er og þá fer ég ofan í fjöru til að finna sjálfa mig. Kannski er ég klikk,“ sagði hún og horfði á síðustu geisla sólarinnar sleikja yfirborð sjáv- arins langt í burtu. „Er þér sama þó að ég setjist hjá þér?“ spurði hann hikandi. „Nei, ég ætla að setjast hjá þér, það er miklu betra að sitja á stórum steini heldur en að húka hérna í fjörunni, og svo verðurðu að lofa að reyna ekki við mig með smeðjulát- um,“ sagði hún og stóð upp. „Ég lofa því.“ Hann brosti og horfði í fyrsta skipti beint í augu hennar, svo litu þau bæði undan og hún settist. „Um hvað varstu að hugsa þegar þú grúfð- ir höfuðið svona niður?“ spurði hann og lýsti með látbragði við hvað hann átti. „Eitthvað dapurt, sjálfsagt; hvað ég var ein,“ sagði hún og dæsti. „Af hverju ertu ekki að djamma einhvers staðar?“ spurði hann forvitinn. „Það er svo leiðinlegt að vakna þunn og með móral út af engu, finnst þér það ekki?“ Hún horfði hreinskilnislega á hann. Hann kímdi: „Jú, maður fær nóg af því helvíti.“ „Maður fer á fyllirí um helgar, sefur hjá einhverjum í blakkáti og vaknar síðan til þess að jafna sig fyrir næstu vinnuviku.“ Svipur hennar lýsti viðbjóði og vonleysi þar sem hún horfði út á sjóinn. „ Og þegar maður er fimmtugur fer maður út í ísbúð til að kaupa ís handa barni laus- lætiskrakkans manns,“ bætti hann við og hló við. Hún leit á hann undrandi: „Trúir þú ekki einu sinni á himnaríki um þrítugt?" Hann hló. „Stundum," viðurkenndi hann. „Eigum við að ganga aðeins?“ spurði hann viðkvæmnislega. „Já, hérna eftir fjörunni, ef þér er sama?“ Þau stóðu upp og gengu rólega eftir fjör- unni. Hún læddi hendinni undir handlegg hans og sagði lævíslega og kankvíst: „Má ég?“ Hún leit á hann með glettni í augunum. Þau héldu áfram að ganga, bæði niðurlút með dulið bros. „Heyrðu,“ hann færðist í aukana, „held- urðu að þetta haldi áfram að vera svona?“ „Já.“ Hún hvíslaði næstum. Glampi kom í augu hans og hann sagði: „Og þótt það rigni og það sé hvasst þá munum við samt eftir þessu augnabliki og ef okkur líður illa förum við bara hingað og göngum í fjörunni." Hún herti takið um hand- legg hans og hann fann hvernig hún hjúfraði sig upp að honum í huganum. „ Og svo verðum við ekki fúl og ef við verð- um fúl þá höfum við hvort annað og við ætlum alltaf að vera saman, er það ekki?“ Þetta var ekki spurning en þau héldu nú hvort utan um annað og gengu áfram og hann hvíslaði: „Já.“ „Heyrðu, heldurðu að forlögin hafi látið okkur hittast hérna - eða kannski guð?“ sagði hún hugsandi. „Já, örugglega bæði guð og forlögin," sagði hann og þrýsti henni að sér. „Heyrðu," sagði hún, „tölum ekki meira um allt sem gerir okkur þunglynd, tölum held- ur um eitthvað fallegt, þó að maður eigi aldrei að segja svona.“ Hann horfði á hana. „Það er samt stundum gott að segja svona,“ sagði hann, „allavega fannst mér það gott þegar þú sagðir svona en kannski gleymum við því og förum aftur að tala um hvað okk- ur finnst allt tómt inni í okkur.“ Þau þögðu og gengu rólega í fjöruborðinu. Sólin sást ekki lengur og þau héldu þétt hvort utan um annað. Stundum stönsuðu þau og hún beygði sig eftir steini sem hún síðan kast- aði í sjóinn. Einu sinni beygði hann sig líka eftir steini og kastaði á eftir hennar og reyndi að hitta hann. Smásmellur heyrðist þegar steinarnir skullu saman og sukku í sjóinn. 13. TBL VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.