Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 20
E L D H U S
Gestur í Viku-eldhúsinu er Halldóra Teitsdóttir
Unghæna í ostasósu
Við höfðum frétt að Hall-
dóra Teitsdóttir væri lista-
kokkur og því var leitað til
hennar í þeirri vón að fá
spennandi uppskrift. Hún
brást vel við og matreiddi
frábærlega góðan rétt. Flest-
um finnst nauðsynlegt að
prófa eitthvað nýtt og séuð
þið í þeim hugleiðingum
mælum við hiklaust með
þessum hænsnarétti.
Sjóðið unghænu í einn og
hálfan til tvo tíma með ein-
um lauk, einni gulrót, einni
matskeið af steinselju, einu
lárviðarlaufi, salti og einum
kjúklingateningi.
Sósa:
30 grömm smjör
hálfdós ananas
3 matskeiðar hveiti
Fjölskylda Halldóru bragðar hér á gómsætum réttinum. Eiginmaður
Halldóru, Jónas Haraldsson fréttastjóri, þjónar til borðs.
2-3 desílítrar soð (má vera sterkur)
1 desílítrar rjómi 2 eggjarauður
100 grömm rifinn ostur
Bræðið smjörið og hrærið
út með hveiti, um það bil 2
desílítrum af soði og um það
bil 2 desílítrum af ananas-
safa. Hrærið stöðugt í. Bætið
út í 1 desílítra af rjóma og
þeytið þar til osturinn bráðn-
ar og sósan verður mjúk og
gljáandi. Takið sósuna af
hitanum og bætið eggjarauð-
unum út í.
Takið hænuna úr hamn-
um, skerið hana í stykki og
raðið á botninn á eldföstu
formi. Stráið einni matskeið
af rifnum osti yfir, raðið
ananas þar ofan á og hellið
síðan sósunni yfir. Hyljið
með rifnum osti.
Bakið þetta í ofni við 200
gráða hita í 20 mínútur.
Berið þennan rétt fram
með hrísgrjónum.
Umsjórt: Esther Steinsson
Ljósmyndir: Ragnar Sigurjónsson
20 VIKAN 13. TBL