Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 43
Pósturinn
EG RUGLUÐ?
Hæ, elsku Póstur!
Ég hef skrifað þér áður en ekki fengið svar.
Því vonast égeftirsvari núna. Þettaerkannski
fáránlegt en gerðu það, svaraðu mér.
Ég er fjórtán ára og er með fimmtán ára
strák. Hann hefur fjórum sinnum beðið mig
um að sofa hjá sér en ég er svo hrædd um
að hann komi honunt ekki inn. Er ég rugluð?
Er vont að láta afmeyja sig? Ég hef alltaf log-
ið einhverju að honum, að ég geti ekki komið
til hans út af hinu og þessu. Eg þarfnast hjálp-
ar en ég get ekki talað við neinn nema þig.
Vonast eftir hjálp.
Grámygla.
Þú mirmist ekki á þad hvort þig sjálfa kmgi
til að sofa hjá stráhmm. Ut úr bréfinu má
auðveldlegá lesa að þú ætlir að sofa hjá strákn-
um fyrir hann en ekki fyrir sjálfa þig. Þaó er
röng afstaða. Fyrsta kynlífsréynslan getur verið
afskaplega viðkvœm og hún getur, ef hún er
ekki ánœjuleg, mótað afstöðu fólks til kynlífs
um alla framtið. Þú minnist á að þú sért hrœdd
við að sofa hjá ífyrsta skipti, það er mjög eðli-
legt, en strákurinn, sem þú ert með, er það ef
til vill líka. Þið hafið greinilega ekki rætt þessi
mál ykkar á milli en þaó ættuð þió skilyrðis-
laust aó gera. Að vísu getur verið erfitt að
brydda upp á svona málum, það er best að
g°fa sér tíma og gott næði og vera viss um að
enginn trufli. Með því aó ræða málin er hægt
aó komast að því hvaóa væntingar þið liafið
hvort um sig gagnvart kynlíft og við hverju þió
búist ef þió hafið samfarir. Það þarf líka aó
ræða mál eins og getnaðarvarnir því ef þið
stefnið ekki að því að eignast barn, sem Póstur-
inn telur raunar ólíklegt, þurfið þið að verða
ykkur úti um þær.
Þegar stúlka eða kona hefur samfarir opnast
leggöngin en að öllu jöfnu liggja gangaveggirn-
ir þétt saman. Leggöngin geta þanist geysilega
út (til aó mynda við barnsburð) og eru þess
vegna aldrei of þröng fyrir samfarir. Ef koitu
Jinnast samfarir sársaukafullar stafar það ekki
afþröngum leggöngum heldur dragast vöðvarn-
ir í kringum þau saman og tippið kemst ekki
inn. Þetta getur stafað af því að konan sé
hrædd, kvíðafull eða blygðist sín á einhvern
hátt. Sársauki við samfarir getur líka stafað
af því aó leggöng konunnar séu ekki orðin nógu
rök þegar samfarir hefjast. Hægt er að koma
í veg fyrir þetta ef karlmaðurinn fylgist nógu
vel með þvi hvernig konunni líður áður en sam-
farir hefjast.
Þú spyró að því hvort það sé sárt að láta
afmeyja sig. Það er mjög einstaklingsbundið
og því ekki hægt að gefa einhlítt svar við því.
Meyjarhaftið liggur utan um leggangaopið og
er þunn húðfelling. Það er mjög mismunandi
að stærð og teygjanleika og á því eru eitt eða
Jleiri göt. Þegar stúlka hefur samfarir i fyrsta
skipti teygist meyjarhaftið eða rifnar dálítið.
Við það getur blætt dálítió en það er ekki neitt
liættulegt.
Það er dálítið erfitt aó gefa einhlít svör við
vandamálum þínum en þú verður fyrst ogfremst
að gera þér grein fyrir því að þú berð ábyrgð
á sjálfri þér og áður en þú ferð að stunda kyn-
líf ættir þú aö verða þér úti um fræðslurit um
þau efni. Hér á landi hafa þónokkur rit verið
gefin út af sliku tagi. Það er ekki annað en
labba á bókasafnió og fá þau lánuð.
FER HANN
ILLA
MEÐ MIG?
Heill og sæll, kæri Póstur!
Ég er með strák sem ég er mjög hrifin af,
við erum hálfvegis á föstu. Við erum saman
á böllum en stundun hittumst við þó ekki
fyrr en langt er liðið á ballið. Hann segir mér
að hann sé hrifinn af mér en vinkona mín
segir að hann fari illa með mig. Hann dansar
stundum við aðrar stelpur á böllum, áður en
hann fer að tala við mig. Stundum lætur hann
raunar eins og ég sé ekki til. Vinkona mín
segir líka að það tali allir um það hversu illa,
hann fari með mig og ég ætti að hætta að spá
í hann.
Ég get ekki lifað án hans og hann segir að
hann láti svona af því hann sé feiminn og
þegar hann sé fullur. Þegar hann er mjög full-
ur er hann alltaf með stæla svo ég þori ekki
að tala við hann. Ég hef ekki hleypt honurn
upp á mig því ég vil ekki gera það strax.
Heldur þú að hann láti svona af því? Ég hef
ekki séð hann með öðrum stelpum og held
að hann hafi ekki verið með neinni síðan við
fórum að vera saman. Vinkona mín veit held-
ur ekkert fyrir víst. Elsku Póstur, segðu mér
hvað ég á að gera? Hvað heldur þú að ég sé
gömul?
Ein illa farin.
Það er erfitt að ráða það af bréfi þínu hvern-
ig raunverulega liggur í málunum. Þú veist það
í rauninni langbest sjálf. Spyrðu sjálfa þig hrein-
skilnislega hvort þér finnist hann fara illa með
þig. Ef þér finnst það ekki skaltu hætta að
hlusta á hana vinkonu þína. Það getur vel ver-
ió að hann sé feiminn og feimni hjá strákum
lýsir sér í ýmsu af því sem þú sérð hjá honum.
Þaó eitt að hann skuli hafa sagt þér að hann
sé feiminn bendir til þess að hann treysti þér
vel. Það er fátt i bréfinu sem bendir til þess
aö hann hafi áhuga á annarri stelpu en þér og
þú átt ekki að hafa áhyggjur þó svo þú hafir
ekki ,,hleypt honum upp á þig“ eins og þú seg-
ir. Þið virðist bæði vera ung og þaó er bæði
kjánalegt og óþarft af unglingum að byrja kyn-
lif áður en þeir eru tilbúnir til þess. Pósturinn
skilur vel aó þér leiðist þegar hann er mjög
fullur, fæstir verða skemmtilegir meó mikilli
vindrykkju.
Þú ert varla meira en þrettán eða fjórtán ára
gömul og liklegast er strákurinn á sama aldri,
eða það sýnist Póstinum á bréfinu þínu. Fólk
breytist ört á þessum aldri og áhugamálin með
en ef þú ert mjög skotin í stráknum ættir þú
að segja honum aó það sé altalað að hann fari
illa með þig. Þú tapar engu á því ef eitthvað
er varið í strákinn, en þú ert sú eina sem getur
dæmt um það.
PENNAVINIR í
DANMÖRKU
Kæri Póstur!
Getur þú nokkuð bent mér á leið til að eign-
ast danska pennavini.
Kveðjur.
Rósa.
Þú getur prófað aó skrifa til unglingablaðsins
Vi Unge. Heimilisfang þess er:
VI UNGE, Redaktion
Ravnsborgsgade 14
2200 Kobenhavn N
Danmark
13. TBL VIKAN 43