Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 7
•:
Sigurður, Asta, Sigurður, Judy og Nína skemmtu með söng.
lítið umburðarlyndi af hálfu
þeirra sem ekki eru vanir lyktinni
af hákarli, harðfiski og öðru slíku.
Meðan setið var undir borðum
fóru fram skemmtiatriði sem voru
ýmist í höndunr námsmanna eða
Islendinga sem eru búsettir hér í
borginni. Tónlistarnemarnir Sig-
urður Þorbergsson, Judy Toby,
Ása Richardsdóttir, Nína Gríms-
dóttir og Sigurður Halldórsson
sungu negrasálma og þjóðlög,
Theódór Júlíusson leikari flutti
skemmtiþátt og túlkaði einn allan
karlakórinn Vísi og einsöngvara,
Guðrún Sveinbjarnardóttir og
Ásgeir Friðgeirsson fluttu minni
karla og kvenna og þess á milli
stjórnaði séra Jón íjöldasöng af
miklum myndarbrag. Gestum var
ennfremur gert kleift að kaupa
miða í happdrætti sem dregið var
í seinna urn kvöldið.
Nú var kominn danskláði í fæt-
ur sumra enda Stuðmenn mættir
á staðinn. Stuðið lét heldur ekki
biða eftir sér, gólfið fylltist á svip-
stundu og menn dönsuðu eins og
þeir ættu lífið að leysa. Eftir svo
sem klukkutíma var gert hlé á
dansinum rétt til að kasta mæð-
inni og þá fór frant danssýning -
það var dansflokkurinn Body
Electric sem sýndi. Síðan var
dregið í happdrættinu en Álafoss,
Ásgeir Friðgeirsson flutti minni
kvenna.
Egill og Ragnhildur í stuði.
Sambandið, Iceland Review og
Morgunblaðið höfðu gefið vinn-
ingana. Stuðmenn tóku síðan við
Ijörinu aftur og það var tjúttað
og trallað og tvistað og vangað
til klukkan eitt. Þá neituðu menn
að fara heim svo að ballið var
framlengt til klukkan hálftvö, en
þá voru flestir orðnir fótalausir
og raddlausir og samþykktu að
ef til vill væri bara best að fara
nú heim.
Voru flestir sammála um að
þorri karlinn mætti vel við una,
honum yrðu ekki gerð öllu betri
skil á einu kvöldi. Veislugestir
voru almennt mjög ánægðir með
skemmtunina - nema helst einn
einmana axlapúði sem varð við-
skila við eigandi sinn á dansgólf-
inu og var, síðast þegar sást til
hans, á ferð milli manna í leit að
siginni öxl, öllum til ómældrar
kátínu...
13. TBL VIKAN 7