Vikan


Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 18

Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 18
Lesendur skrifa: Smásaga eftir Magnús Einarsson Það var laugardagskvöld og vor í lofti. Maður gat skynjað grósku gróðursins og heyrt fjölbreytilegt fuglatístið. Göturnar voru þurrar og hann keyrði um bæinn. Sólin var að setjast. Það var næstum heitt úti og ein- staka elskhugar spókuðu sig í blíðunni. Hann horfði á elskhugana og öfundaði þá af að geta hlegið upp í opið geðið hver á öðrum án þess að fyrirverða sig. Hann keyrði hægt framhjá bílakös við skemmtistað þar sem hlæjandi fólk stóð í langri biðröð. Það var drukkið fólk. Hann fór að fikra sig út úr borginni; það var logn og hann hlaut að enda á sama stað og venjulega. Hann gaf í og þaut út úr bænum. Hann keyrði mjög hratt því hann ímyndaði sér að ekkert gæti stöðvað ökumann á meira en hundrað. Hann varð öruggari og honum fannst hann allt í einu sterkari og fumlausari. Hann beygði út á holóttan malarveginn, sem lá heim að húsinu, og stöðvaði bílinn á ó- snyrtilegu planinu við húsið. Hann drap á bílnum, kveikti í sígarettu og fór í úlpuna, leit í spegilinn og sá að hann var venjulegur dökk- hærður strákur með blá augu. Síðan fór hann út og gekk af stað niður í fjöru. Sólin var sem hálfur rauður bolti við enda heimsins og hann hugsaði, sér til von- brigða, hvað leiðinieg kvöld væru oft falleg. Svo heyrðust fuglar tísta og hann aulaðist til að hugsa hvað fuglar væru saklausir og hjarta- hreinir, sem er auðvitað kjaftæði því hvernig ættu heimskir fuglar að hafa vit á því? Hann varð aftur einmana og gekk hægar niður í fjöru. Grasið í kringum hann var ekki orðið grænt og hann gekk alveg niður að sjáv- armálinu. Sjórinn kurraði við steinana og hann greip stein og kastaði honum með of- forsi út í sjóinn. Fyrst kom skvetta og síðan þungt skvamphljóð og hann horfði á hring- laga gárurnar dreifa sér eins og heimurinn hafði gert í upphafi. 18 VIKAN 13. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.