Vikan


Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 24
AKUREYRI ÚTIVERA - SKEMMTANIR - HVÍLD Hefur þig einhvern tímann langað að skreppa í helgarferð til Akureyrar en ekki látið verða af því? Þú ættir ekki að bíða lengur heldur drífa þig af stað. Akureyri hefur upp á ótrúlega margt að bjóða, hvort sem ferðamaðurinn hyggur á lengri eða skemmri dvöl. Flugleiðir sjá um að ferja fólk norður í sam- vinnu við Ferðaskrifstofu Akureyrar. Þessir aðilar ganga einnig frá hótelpöntunum. láta taka frá borð á matsölustöðum, Ieikhúsmiða, bílaleigubíl, panta borð á skemmtistöðunum eða í sem stystu máli sagt reyna þeir að upp- fylla allar óskir gestsins og gera dvöl hans á staðnum sem ánægjulegasta. Rætur Akureyrar má rekja til eins af myrk- ustu tímabilum íslandssögunnar. Staðar- ins er ekki getið í heimildum sem verslunarstaðar fyrr en 1602, þegar danskir einokunarkaupmenn fá verslunarleyfi á „Akkeroen". Á árunum 1777-78 er fyrsta íbúðarhúsið byggt. Og á næstu árum fjölgar ibúðarhúsunum á Akureyri þótt hægt fari og eitt af elstu húsunum stendur raunar enn þann dag í dag, Laxdalshús, byggt 1795. Framan af voru íbúar Akureyrar fáir, til dæmis eru þeir einungis tólf á eyrinni 1805 og báru allir dönsk nöfn. 1787 var einokunarversluninni aflétt hér á landi. Þá fékk Akureyri réttindi sem „löggiltur verslunarstaður". Þegar Akur- eyri fær kaupstaðarréttindi, 1862, eru íbúarnir orðnir tvö hundruð fimmtíu og sex. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og íbúar Akureyrar eru í dag tæp fjórtán þúsund. Stað- urinn hefur eflst sem helsta menntasetur Norðurlands og nú vonast menn til að þar rísi útibú frá Háskóla íslands. Akureyri gegn- ir einnig forustuhlutverki norðanlands á sviði heilbrigðismála, verslunar og iðnaðar. Elstu kjarnar Akureyrar eru Oddeyrin og Akureyrin (innbærinn). Á milli þessara bæjarhluta ríkti allnokkur rígur þegar þeir voru að byggjast. Um síðustu aldamót var ákveðið að byggja nýjan barnaskóla á Akureyri en menn gátu ómögulega komið sér saman urn hvar hann ætti að rísa, þrátt fyrir langar fundarsetur. Því var brugðið á það ráð að byggja hann í brekkunni miðja vega milli eyrarinnar og innbæjarins. En svo nákvæm- lega var hann staðsettur að börnin þurftu að ganga jafnlanga leið í skólann og voru þá allir ánægðir. Þessum fannst ofsagaman að vera komnar upp i fjall. Næstum því á toppnum. Útsýnið efst ofan úr Hlíðar- fjalli ergeipifagurt. Og það eru engar ýkjuraðþargeti hverogeinnfundið brekkur við sitt hæfi. Texti og myndir: Jóhanna Margrét Einarsdóttir 24 VIKAN 13. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.