Vikan


Vikan - 26.03.1987, Side 24

Vikan - 26.03.1987, Side 24
AKUREYRI ÚTIVERA - SKEMMTANIR - HVÍLD Hefur þig einhvern tímann langað að skreppa í helgarferð til Akureyrar en ekki látið verða af því? Þú ættir ekki að bíða lengur heldur drífa þig af stað. Akureyri hefur upp á ótrúlega margt að bjóða, hvort sem ferðamaðurinn hyggur á lengri eða skemmri dvöl. Flugleiðir sjá um að ferja fólk norður í sam- vinnu við Ferðaskrifstofu Akureyrar. Þessir aðilar ganga einnig frá hótelpöntunum. láta taka frá borð á matsölustöðum, Ieikhúsmiða, bílaleigubíl, panta borð á skemmtistöðunum eða í sem stystu máli sagt reyna þeir að upp- fylla allar óskir gestsins og gera dvöl hans á staðnum sem ánægjulegasta. Rætur Akureyrar má rekja til eins af myrk- ustu tímabilum íslandssögunnar. Staðar- ins er ekki getið í heimildum sem verslunarstaðar fyrr en 1602, þegar danskir einokunarkaupmenn fá verslunarleyfi á „Akkeroen". Á árunum 1777-78 er fyrsta íbúðarhúsið byggt. Og á næstu árum fjölgar ibúðarhúsunum á Akureyri þótt hægt fari og eitt af elstu húsunum stendur raunar enn þann dag í dag, Laxdalshús, byggt 1795. Framan af voru íbúar Akureyrar fáir, til dæmis eru þeir einungis tólf á eyrinni 1805 og báru allir dönsk nöfn. 1787 var einokunarversluninni aflétt hér á landi. Þá fékk Akureyri réttindi sem „löggiltur verslunarstaður". Þegar Akur- eyri fær kaupstaðarréttindi, 1862, eru íbúarnir orðnir tvö hundruð fimmtíu og sex. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og íbúar Akureyrar eru í dag tæp fjórtán þúsund. Stað- urinn hefur eflst sem helsta menntasetur Norðurlands og nú vonast menn til að þar rísi útibú frá Háskóla íslands. Akureyri gegn- ir einnig forustuhlutverki norðanlands á sviði heilbrigðismála, verslunar og iðnaðar. Elstu kjarnar Akureyrar eru Oddeyrin og Akureyrin (innbærinn). Á milli þessara bæjarhluta ríkti allnokkur rígur þegar þeir voru að byggjast. Um síðustu aldamót var ákveðið að byggja nýjan barnaskóla á Akureyri en menn gátu ómögulega komið sér saman urn hvar hann ætti að rísa, þrátt fyrir langar fundarsetur. Því var brugðið á það ráð að byggja hann í brekkunni miðja vega milli eyrarinnar og innbæjarins. En svo nákvæm- lega var hann staðsettur að börnin þurftu að ganga jafnlanga leið í skólann og voru þá allir ánægðir. Þessum fannst ofsagaman að vera komnar upp i fjall. Næstum því á toppnum. Útsýnið efst ofan úr Hlíðar- fjalli ergeipifagurt. Og það eru engar ýkjuraðþargeti hverogeinnfundið brekkur við sitt hæfi. Texti og myndir: Jóhanna Margrét Einarsdóttir 24 VIKAN 13. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.