Vikan


Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 6

Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 6
„Þetta er rmnn stfll“ - segir Guðrún Sigurðardóttir Urup listakona sem hélt sína fyrstu einkasýningu á íslandi nú í maí Það eru fjörutíu ár síðan Guðrún Sigurðardóttir myndlistarmaður og teiknikennari fluttist til Kaup- mannahafnar og hóf nám i Kúnstakademíunni, þá tvitug. Hún stundaði nám í málaralist í fimm ár. Þó Guðrún hafi eitthvað fengist við list sína síðan var hún með sína fyrstu einkasýningu núna í maí og var sú sýning í Gallerí Gangskör sem er til húsa í Torfunni. Sýningin vakti mikla athygli enda eru myndir Guð- rúnar hennar eigin stíll, eins og hún orðar það sjálf, og kannski ekki beint í líkingu við þær mynd- ir sem ungir myndlistarmenn í dag eru að sýna. „Þetta eru svokallaðar klippi- myndir,“ sagði Guðrún er hún sýndi blaðamanni Vikunnar verk sín. „Það sem er svolítið sérstakt við þær er að ég lita allt efni áður en ég vinn úr því og þannig fæ ég mína eigin liti. Einnig vil ég passa upp á að myndirnar haldi sínum litum en það gera þær með þessari aðferð,“ hélt hún áfram. Það eru þó ekki einungis klippi- myndir sem Guðrún sýnir heldur einnig ntjög skemmtilegar silki- þrykktar myndir og gvassmyndir. Alls voru þrjátíu og sex myndir á sýningunni. En hvað kemitr til að listakonan er nú komin til íslands til að halda sýningu? „Það hafa margir kunningjar mínir hvatt mig til að sýna verk mín og mig langaði mikið til að sýna þau hér heima. Fyrir unt tveimur árum var ég hér á ferð og skoðaði þá nokkur gallerí. Ég varð mjög hrifin af þessu vegna þess hve húsin eru falleg og um- hverfið allt. Svo fannst mér kostur að vera í miðbænum. Ég óskaði því eftir því við konurnar að fá að halda sýningu hér. Það leið síðan ekki langur tími þar til ég fékk bréf frá þeim um að mér væri velkomið að halda sýningu í Guðrún Sigurðardóttir Urup listakona hefur búið i Kaupmannahöfn fjörutiu ár og heldur nú sína fyrstu einkasýningu. galleríinu. Síðan tók mig nokkuð heimalandi sínu, Danmörku, og langan tíma að koma mér af stað hér heima. Hann hefur unnið til þess,“ segir Guðrún. mörg stór verk og haldið margar Hún er gift Jens Urup listmál- sýningar. Jens hefur skreytt tólf ara sem er vel þekktur bæði í kirkjur og þar á meðal er Sauðár- krókskirkja, þar sem öll glugga- skreyting er eftir þau hjónin en Guðrún hefur verið manni sínum hjálparhella í nrörgum verkum hans. Tvo síðustu gluggana, sem hefur vantað í kirkjuna, komu þau hjónin með núna og var það Guðrún sem vann þá. Reyndar er Guðrún ættuð úr Skagafirðin- um og á tvo þekkta listamenn fyrir bræður, þá Sigurð og Hrólf. Þérhefurekki fundist þú falla í skuggann öll þessi ár með svo marga listamenn í kringum þig? „Nei, alls ekki," svarar Guð- rún. „Ég hef aldrei haft neina minnimáttarkennd gagnvart þeim enda er mín list svo ólík þeirra." Áður en Guðrún hélt til Dan- merkur hafði hún verið tvö ár í Handíða- og myndlistarskóla ís- lands, þar sem hún lærði hjá Þorvaldi Skúlasyni og Kurt Zier, og auk þess verið teiknikennari í Austurbæjar- og Miðbæjarskól- unum, silt árið i hvorum skóla. Þú hefur kannski kynnst manni þínum í Akademíunni? „Það vildi nú svo skemmtilega til að þegar ég kom út þá kynnti prófessorinn okkur með þeim orðum að_ hér væri komin litil stúlka frá íslandi og hann ætti að passa hana. Það má segja að hann hafi staðið viö það allur götur síð- an,“ segir Guðrún og hlær. „Við giflum okkur að nánii loknu og héldum þá lil ýmissa landa lil að kynna okkur list. Við bjuggum aldrei lengi á sama stað, aðcins í nokkra mánuði. En við höl'um alllaf ferðast mikið til að kynna okkur list í öðrum löndum. Síðan eignuðumst við Ijögur börn og það má segja að ég hafi helgað mig húsmóöurhlutvcrkinu í þrjá- tíu ár. Mér lánnsl ég hvorki hal'a tíma né frið til að mála meðan ég var að koma börnunum mínum upp. Það eru því ekki nema um átta til tiu ár síðan ég fór að mála fyrir sjálfa mig. Síðan hef ég tekið Viðtal: Elín Albertsdóttir Myndir: Valdís Óskarsdóttir 6 VI KAN 21. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.