Vikan


Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 38
margir hafi nú ekki verið hrifnir af því til að byija með. Við byijuðum að setja bætiefni i bensín. Nú, það var hafist handa við að auka vöruúrvalið á bensínstöðvunum. Forstjóri Olíufélagsins skrifaði eitt sinn grein í Morgun- blaðið og gagnrýndi mjög þetta aukna vöruúrval á bensínstöðvum okkar. Honunr fannst raunar steininn alveg taka úr þegar við byrjuðum að selja sígarettur, sælgæti og gos- drykki. En það leið ekki á löngu þangað til keppinautamir höfðu fetað í fótspor okkar í þessum efnum. Ég held að fólki myndi finnast ansi fátæklegt í dag ef það gæti ekki keypt þessa hluti á bensínstöðvum. Við vomm mjög smáir í sölu á eldsneyti til erlendra flugvéla en málum hagaði þannig til, áður en Flugstöð Leifs Eiríkssonar var tekin i notkun, að Oliufélagið hf. átti af- greiðslukerfið og með því kerfi voru allar fiugvélar í Keflavík afgreiddar. Olíufélagið neitaði hreinlega að afgreiða erlenda viðskipta- menn Olís, alveg þangað til 1984 að mér tókst að semja við það. En sá samningur var svo takmarkaður að hann var harla lítils virði. í honum var sem sagt sá fyrirvari að þeir af- greiddu ekki þá viðskiptavini sem einhvem tímann höfðu verið viðskiptavinir Esso eða Skeljungs. Það má því segja að þessi fyrirtæki hafi skipt þessum viðskiptum bróðurlega á milli sin. En upp úr sölu á eldsneyti til er- lendra flugvéla er mikið að hafa. Það var ekki það að við vildum ekki komast inn á þennan markað heldur var okkur hreinlega haldið utan hans. Þetta breytist vonandi með tilkomu nýju flugstöðvarinnar því þar eiga flugfélögin birgðageymslumar sameiginlega og afgreiðslukerfið sjálft tilheyrir fiugstöðinni. Svo nú fyrst er kominn gmndvöllur fyrir Olis að keppa á þessum markaði. Ég reyndi gjaman að koma á samkeppni á milli olíufélaganna. Almennur neytandi verður ekki mikið var við samkeppni olíufé- laganna. Það er helst að það sé samkeppni í því að veita sem besta þjónustu á bensínstöðv- unum. Það sem menn eiga oftast við með samkeppni er verðið en hér hefur ekki verið neinni samkeppni um það til að dreifa. Olíufé- lögin kaupa sameiginlega inn olíuvörur, annaðhvort frá Rússum eða öðrum. Bensinið er að mestu leyti keypt af Rússum og það er eðlilegt að það sé ekki hægt að hafa verð- samkeppni þegar allir kaupa inn á sama verði - eða í fljótu bragði virðist það vera svo. Ég held hins vegar að það sé hægt að koma á verðsamkeppni þó að allir kaupi inn á sama verði, með því einfaldlega að gefa álagninguna fijálsa. Félögin geta gert ýmislegt með því að halda innanlandskostnaði niðri og verðsam- keppni eða fijáls álagning ætti að vera hvatning til að gera svo. Þegar Olis byijaði með súperbensínið var ákveðið að hafa. fijálsa verðlagningu á því. En súperbensínið kaupa félögin inn sitt í hvetju lagi frá Vestur-Evr- ópu. Um tíma var mismunandi verð á þessari vöru en nú selja allir á sama verði. Það kann að stafa af því að það félag sem nær hagstæð- ustu samningunum selur á lægsta verðinu, en um leið hefur það þau áhrif að hin félögin vilja ekki selja á hærra verði og lækka sitt verð því til samræmis við keppinautana. Þann- ig er hugsanlegt að samkeppnin sé til staðar án þess að hún sjáist.“ Peningalykt - Svo er Olís selt án þinnar vitundar og án vitundar Landsbankans. Surnir hafa haft á orði að salan hafi verið lúaleg aðför að þér. En þú hefur ekkert látið hafa eftir þér varðandi það mál. „Ég vil nú sem minnst segja um málið. En það er kannski von að spurt sé hvers vegna menn selja fyrirtæki sem stendur vel. Það má líka spyija hvort jíetta hafi verið jafnmikil reyfarakaup fyrir Ola Kr. Sigurðsson eins og haldið var fram í fréttum á sínum tíma. Út af fyrir sig er það ekki mitt að svara því af hveiju menn vilja selja hlutabréf á einhveiju verði sem telst vera reyfarakaup fyrir þann sem kaupir. En til að víkja mér ekki alveg undan spurningunni vil ég segja þetta: Skuldir Olís í Landsbankanum höfðu til langs tíma verið mjög miklar, óeðlilega miklar ef miðað er við hin olíufélögin, hvort sem það er nú rétt eða rangt að miða alltaf við þau. Landsbankinn var aldrei tilbúinn að taka á þessu máli á þann hátt að hægt væri að leysa það. Bankinn kaus heldur að halda félaginu í stöðugri úlfakreppu með því að hafa okkur i stöðugum vanskilum. Þar bar tvennt til. í fyrsta lagi hafði Olís lengi neitað að verða við þeim tilmælum bankans að auka hlutafé með útgáfu nýrra hlutabréfa og bæta á þann hátt eiginfjárstöðuna. í annan stað ficddist sú hugmynd í bankanum að best væri að halda félaginu í úlfakreppu til þcss að knýja fram sameiningu á OIís og Skeljungi. Eftir því sem Skeljungur sóttist meira eftir að komst úr við- skiptum við Útvegsbankann og inn í Lands- bankann urðu þeir ákafari í að þvinga okkur til samninga. Samningaviðræðum var komið á milli félaganna fyrir milligöngu Lands- bankans og þær viðræður stóðu á annað ár eða uns þcim var slitið 21. nóvember 1986. Meðan á viðræðunum stóð hal'ði þróast sú hugmynd að Skeljungur keypti hlutabréf af stjórnarmönnum í Olís. Sumum stjórnar- mönnum líkaði hugmyndin mjög vcl en hún varð síðan að engu því að Skeljungur prútt- aði verðið svo langt niður að viðræðuin var hætt. Sumir stjómarmenn hjá Olíuversluninni hafa liklega verið orðnir svo þyrstir í pcninga eða búnir að finna svo mikla peningalykt að þeir ákváðu að selja sín bréf, jafnvcl á því lága verði sem í boði var og með þeim hætti sem raunin varð á. Það var ekki einhugur um málið og því fór það svo leynt.“ - Nú veit Landsbankinn ekki al’ því þegar bréfin eru seld, voru þctta ekki óheiðarleg viðskipti? „Ég tel að það hafi verið meirihluta stjómar- innar til lítils sóma hvemig var staðið að málum. Það er rétt að taka það fram að stjómarformaðurinn var erlendis þegar bréfin voru seld. Svo vom þarna stjómarmenn sem vissu ekki af málinu, ásamt öðrum hluthöfum. Ég frétti af sölunni á laugardegi ásamt þeim tveimur stjómanuönnum sem ekki seldu. Þá var þegar búið að ákveða að ég færi til London á mánudeginum til þess að sitja fund. Ég ræddi við Óla um helgina og það var afráðið að ég færi, hann raunar óskaði eftir því að ég yrði áfram forstjóri og við sætum þama hlið við hlið og á þann hátt var málið tilkynnt fjölmiðlum og starfsmönnum félags- ins. Það var sameiginlegt álit okkar Óla að ferðin til London væri það mikilvæg fyrir fé- lagið að það væri rétt að ég færi. Ég var í London í fimm daga og á rneðan gafst okkur báðum tími til að meta stöðuna og hugsa okkar mál. Ég hygg að við höfum báðir kom- ist að þcirri niðurstöðu að það gætu ekki verið tveir skipstjórar á sama skipinu og ég held að það hafi verið Ijóst frá þcirri stundu sem að ég kom heim að svo yrði ekki. Því hætti ég. En eins og ég sagði áðan vil ég ekki tjá mig mikið um söluna á Olis eða viðskilnað þeirra sem seldu við inig og þá sem ekki seldu en sá viðskilnaður var þeim til lítils sóma." Banla hf. Skömmu eftir að Þórður var hættur hjá Olís var Baula hf. stofnuð. Að henni standa, auk Þórðar, Örn Vigfússon, Jón og Vilhjálm- ur Ingvarssynir og Jón Asgeirsson. Baula á að framleiða og selja matvörur og í upphali er fyrirUekið stofnað um framleiðslu á jógúrt. Eins og nærri má geta er nýtt fyrirtæki ekki hrist fram úrcrminni og mikla skipulagsvinnu þarf að inna af hendi áður cn framlciðslan getur hafist. Ganga þarf frá allri fjánuögnun, það er dýrt að starta þcssu fyrirtæki. Forsaga málsins cr sú að Örn og Þórð hefur lengi dreymt um að stofna fyrirtæki á borð við Baulu en Mjólkursamsalan ein hefur lil margra ára haft leyli til að sclja mjólkurvörur á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir tveimur árum var lögunum breytt og þá opnaðist möguleiki fyrir fyrirtæki á borð við Baulu. „Örn Vigfússon er mjólkurfræðingur, er upphafsmaður jógúrtframlciðslu hér á landi. Hann starfaði við jógúrtframlciðslu Mjólkur- bús Flóamanna í mörg ár. Þarna er þvi á ferðinni maður sem kann til verka. Við erum komnir vel á veg, búnir að kaupa allar vélar, kcyptum vélasamstæðu frá Alfa Laval í Sví- þjóð. Þetta cru fullkomnustu og bcstu vélar scm hægt cr að fá. Við erum búnir að taka nýtt húsnæði á leigu suður í Bæjarhrauni í Hafnarfirði og þessa dagana er unnið að þvi að innrétta það. Vélarnar vcrða alhcntar í júlí. Það tekur um það bil mánuð að setja þær upp svo að um miðjan ágúst ættum við að geta hafið tilraunaframleiðslu. í dag er 38 VIKAN 21. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.