Vikan


Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 14

Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 14
STJÖRNUSPÁ VIK A FYRIR VIKUNA SPÁIN GILDIR 24.-30. MAÍ HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Þér lánast fjárfestingar venju fremur vel í vikunni og sé eitthvað slíkt á döfinni hjá þér ættirðu að notfæra þérþennan byr. Þú geturjafnvel átt von á ágóða senr byggist á heppni eða slembilukku. Helgin verður ánægjuleg hvort sem þú kýst róleg- heit eða ferð út á milli nranna. TVÍBURARNIR22.maí-21.júní Þú finnur sennilega til einmanaleika en þarft að læra að njóta einverunn- ar og bera þig eftir félagsskap þegar við á. Varastu að vorkenna sjálfum þér, það leiðir ævinlega til ills eins. Líttu í kringum þig og þú munt finna þann sem þarf sannarlega á félags- skap þínum og uppörvun að halda. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Reyndu að láta af sjálfselskunni þótt það kosti nokkrar fórnir. Þér hættir til að gleyma að í kringum þig er fólk senr treystir þér og vænt- ir liðveislu þinnar. Gættu þess að eyða ekki um efni frarn, að því kem- ur fyrr en þig grunar að þú þarft nauðsynlega á peningum að halda. VOGIN24.sept.-23.okt. Þú verður önnum kafinn, hætt við að þú gætir ekki hófs og vanrækir það sem meira er um vert en að vinna sér inn peninga. Sannleikanunr verður hver sárreiðastur en þú skalt reyna að taka ekki illa upp þegar þú verður minntur á þetta - þótt þú vitir upp á þig skömmina. BOGMAÐURINN 24. nóv.-2I. des. Þú verður beðinn um viðvik sem sumum finnst aðeins smágreiði en er í þínum augurn töluvert rneira mál. Sínum augum lítur hver á silfr- ið og þú skalt útskýra þín sjónarmið til að komast hjá eftirmálum og misskilningi. Mismunandi skoðanir eiga fyllilega rétt á sér. VATNSBERINN21.jan.-19.febr. Veikindi eða ófyrirsjáanlegir við- burðir setja strik í reikninginn hjá þér. Við þessu er ekkert að gera og sá kostur vænstur að taka því sem að höndum bermeð þolinmæði. Unr miðja vikuna breytist staðan og þá fer að hilla undir að þú getir látið gamlan draum rætast. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Þú verður í skapi til að gera ýmis- legt sem þú nennir ekki að öðru jöfnu og dugnaðurinn í þér kemur ýmsum á óvart. Þú skalt ekki reikna nreð að allir deili áhuganum með þér og verði fúsir að fylgja þér eftir en svo lengi sem þú lætur það ekki ergja þig kemur það ekkert að sök. KRABBINN 22. júní—23. júlí Það verður svo mikið líf og fjör í kringum þig að þú hefur tæplega tima til að sinna daglegu amstri. Þú mátt þó til nreð að koma því nauð- synlegasta af og verður að rneta hvað helst má sitja á hakanum. Þetta stúss kann að baka þér óvinsældir um skeið en það lagast fljótt. MEYJ AN 24. ágúst-23. sept. Láttu ekki trúgirnina leiða þig í ógöngur. Þér verður sennilega lofað einhverju sem sá hinn sami hugsar sér ekki að standa við og því varleg- ast fyrir þig að treysta því mátulega. Það besta í stöðunni er að láta krók koma á móti bragði og launa við- komandi lambið gráa. SPORDDREKINN 24. okt.-23. nóv. Einhver sem þú hefur þekkt lengi en haft fremur lítið samneyti við upp á síðkastið kemur þér rnjög á óvart og í Ijós kemur að hann er ekki allur þar sem hann er séður. Þú verður í fyrstu í vafa unr hvernig bregðast skuli við en heilbrigð skynsenri þín verður þér til bjargar. STEINGEITIN 22.des.-20. jan. Málin snúast heldur betur í höndun- urn á þér og til að byrja með veldur það þér gremju. Fljótlega kemstu að raun um að þú hagnast á breyting- unum og losnar auk þess við ýmis- legt sem þú hafðir kviðið. Leitaðu ráða ef þú ert í vafa um að þú stand- ir rétt að því sem þú þarft að gera. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Gamalt deilumál rifjast upp. Gættu þín því að svo virðist sem ýmsum sé þetta ennþá viðkvæmt. Fæst orð bera minnsta ábyrgð og heillavæn- legast að láta málið niður falla. H vort sem er stendur staðhæfing gegn staðhæfingu og tilgangslaust að karpa um löngu liðna atburði. Tvíburarnir fá að þcssu sinni einkaspá fyrir hvern dag kom- andi viku. Sunnudagur24. ntaí: Þótt ekki standi allt sent þér er lofað eins og stafur á bók skaltu ekki líta á það sern neinar ofsóknir. Fólk á einfaldlega misjafnlega gott með að standa við gefin loforð og leggur líka mismikla áherslu á það. Mánudagur25. maí: Láttu ekki hugfallast þótt að þér sæki eftirsjá. Ekki getur allt orðið sem áður var og þótt þér þyki það ef til vill ótrúlegt núna kemurðu til með að draga mikilsverðan lærdóm af því sem angrar þig þessa stundina. Þriðjudagur 26. maí: Treystu ekki á að aðrirhafi ofan affyrirþér. Stundum er happadrýgst að vera sjálfum sér nægur og það getur þú sann- reynt ef þú hefur áhuga á því. Miðvikudagur27. maí: Sveltursitjandi kráka en fljúgandi fær. Notaðu tækifæri sem þér gefst. Það er ekki við þig að sakast þótt þeir seni mesta möguleika áttu hafi ekki haft vit á að nota þá. Fimmtudagur 28. maí: Til þín kann að verða leitað og ástæðulaust annað en taka því vel. Þú getur miðlað öðrum af reynslu þinni og góðvild er venjulega endurgoldin. Föstudagur29. maí: Einhver reynir að fá þig til að breyta fyrirætlunum þínum. Ef þetta kernur sér illa fyrir þig skaltu standa á rétti þínum og gera þeim hinum sama ljóst að hann getur ekki ráðskast nteð þigað vild sinni. Laugardagur 30. maí: Gerðu þér eitthvað til tilbreytingar. þú átt það margfaldlega skilið. Ef þig langar ættirðu að bursta spariskóna og bregða þér á ball. Þar gætirðu hitt einhvern sem gaman væri að rifja upp kunningsskap við. 14 VIKAN 21. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.