Vikan


Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 31

Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 31
Ekki höfum við íslendingar heldur alveg farið varhluta af Öllu því komið hefur fyrir að plötur hennar hafi heyrst hér á öldum ljósvakans. Hún syngur mest á móðurmáli sínu, rússnesku, en tónlistin sjálf er mjög keimlík venjulegu Vesturlandapoppi. Alla Pugatjova er aldeilis alsæl með þá stefnu Gorbatsjovs að opna hið sov- éska þjóðfélag og hún dáist að hugrekki hans. Stefna Gorbatsjovs felur meðal annars í sér að gera hinn almenna borg- ara sjálfstæðari og að hann fái notið frumkvæðis síns á ýmsum sviðum þjóð- lífsins. Þess gætir nú þegar, segir Alla, þvi í dag er auðveldara fyrir hvern sem er að stofna lítið fyrirtæki, eins og saumastofu, bifreiðaverkstæði eða kaffi- hús. Áður þurfti langa bið eftir leyfum. Hún segir einnig að þegar sé áberandi meira frelsi í menningarmálum almennt og til dæmis miklu auðveldara en áður að koma tónleikum á laggirnar. Og þetta er bara byrjunin, segir Alla. En hún vonar að fólk hafi ekki óraunhæfar væntingar því jafnviðamiklar breytingar og fyrirhugaðar séu taki sinn tíma, það sé ekki bara tímafrekt að gera breyting- ar á kerfmu heldur líka að fá fólkið í landinu til að skilja og meðtaka þær breytingar. Alla býr í stórri íbúð á Gorkígötu í miðborg Moskvu. Og eins og margar aðrar stjörnur vill hún halda einkalífinu utan við sviðsljósið. Hún er fráskilin og á fimmtán ára dóttur, Kristinu, sem hefur leikið í þónokkrum sovéskum kvikmyndum. En þó hin rússneska Gróa sé búin að spyrða söngstjörnuna saman við flesta samstarfsmenn hennar í tónlistinni hefur henni tekist að halda leyndu hver nýi kærastinn er. Þegar Alla er á tónleikaferðum hefur hún vinnukonu til að hugsa um dótturina og halda reglu á heimilinu og ekki veit- ir af því íjarlægðir eru miklar þó hún ferðist bara innanlands. Aðaltekjur Öllu Pugatjovu eru ekki af plötusölu, eins og algengt er á Vest- urlöndum, heldur af tónleikum og þó þeir séu yfir eitt hundrað á ári þénar hún engin ósköp. Til eru verkamenn sem hafa hærri tekjur en Alla og það finnst henni ekkert óeðlilegt. Hún segist ekki þurfa að kvarta þvi hún hafi starf sem hún elskar og nóg til að sjá sér og dótt- ur sinni farborða. Þar að auki getur hún látið eftir sér að vera svolítið pjöttuð, keypt föt og annað glingur þegar hana langar til. Uppáhaldið þessa stundina er leðurfatnaður, grófir skartgripir og fín, frönsk ilmvötn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.