Vikan


Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 24
NAFN VIKUNNAR: KORNELÍUS SIGMUNDSSON StórveldatengDiður í Höfða Kornelíus Sigmundsson, nýráðinn for- setaritari, er í leyfi úr utanríkisþjónustunni til að sinna liinu nýja starfi. Nafn hans hefur fram að þessu ekki verið ýkja þekkt í íslensku þjóðlifl enda hefur maðurinn að mestu búið erlendis síðastliðin fimmtán ár. Kornelíus féllst á, í stuttu spjalli, að segja frá ferli sínum hér heima ogerlendis. „Ég er vesturbæingur í húð og hár og ólst fyrst upp á Bárugötunni en síðar um tvö hundruð metrum vestar, á Bræðra- borgarstíg. Eftir landspróf í Hagaskóla fór ég í Menntaskólann í Reykjavík og út- skrifaðist úr máladeild 1967. Það var, að mér skilst, næststærsti stúdentaárgangur sem þá hafði útskrifast. Og nú er einmitt í vændum að halda upp á tuttugu ára stúd- entsafmæli. Síðan lá leiðin til Englands þar sem ég lærði hagfræði við háskólann í York. York var skemmtileg og róleg próvinsborg þar sem aðaliðnaðurinn var súkkulaðigerð, enda má segja að stórfyrir- tækið Rowntree/Mackintosh, háskólinn og járribrautirnar hafi sett mestan svip á bæinn. Nú hefur hins vegar orðið mikil breyting því búið er að gera York að mik- illi ferðamannaborg og er mjög áhugavert að sjá hvernig það hefur tekist. Byrjað var á að auglýsa það sem borgin hefur upp á að bjóða, bæði hina frægu dómkirkju og sögu borgarinnar sem teng- ist mjög víkingatímanum. Síðan var ákveðið að ráðast í miklar framkvæmdir við safn eitt mikið, sem nánast er sam- bland af víkingasafni og tímavél. Safnið er neðanjarðar og þar ferðast menn um í litlum járnbrautarvögnum afturábak. Menn aka sem sagt til baka í tímann i eiginlegri merkingu. Þarna eru ýmsar minjar um víkingatímabilið og allt ákaf- lega eðlilega gert, maður fær jafnvel að finna ákveðna lykt eins og hún tíðkaðist á ýmsum stöðum. Þetta safn hefur ekki síst orðið lil að koma borginni á landa- kort ferðamanna og ekki má gleyma að Magnús Magnússon, hinn þekkti útvarps- maður, var einn aðalhvatamaður þess að koma því á laggirnar. í York var ég í fjög- ur ár og líkaði mjög vel. Síðan hcf cg oft komið þangað enda eignaðist ég marga góða vini sem ég held enn sambandi við. Er heim kom bauðst mér starf hjá Ala- fossi, með það fyrir augum að starfa hjá dótturfyrirtæki Alafoss í Bandaríkjunum, Icelandic Imports. Um það leyti sem ég byrjaði þar úti voru miklir breytingatimar hjá fyrirtækinu, deilur á milli eigenda og ýmsir aðrir erfiðleikar. Þetta varð þess valdandi að sölustarfsemi dróst mjög sam- an og von bráðar kom ég heim og fór aftur að vinna hjá Álafossi. En hauslið 1972 fékk ég styrk frá Sameinuðu þjóðun- um til að kynna mér útllutning á íslensk- um ullarvörum. Fyrst sótti ég námskcið á vegum SÞ í Genl' og ferðaðist svo vitt og breitt um Evrópu og gcrði markaðskönn- un fyrir lopa. Það var ákafiega lærdóms- ríkt því íljótt kom í Ijós að meðal annarra þjóða tíðkuðust allt aðrar söluaðferðir cn hér höfðu verið viðhafðar. Eitt aðajsöluat- riðið var það að framleiðandi lét i té úrval uppskrifta til að sýna mögulcika sinnar vöru en slíkt hal'ði næstum alvcg láðst hér heima. Hér heima keyptu konur lopa og prjónuðu hinar hefðbundnu lopapeysur. Að visu voru til einstaka uppskriftir á frcmur óskiljanlegri ensku, en lcngra náði það ekki á erlendum markaði. Svo var lopinn fiuttur út til fyrirtækja víðsvegar um heiminn. Ég bcnti mcðal annars á þetta atriði þegar ég kom hcim en það var ekki fyrr en talsvcrt löngu seinna að mcnn fóru að huga að þcssum þætti; að rcyna að^ selja vöruna." I desember þctta sama ár kvæntist Kornelíus skólasystur sinni oggamalli vin- konu, Ingu Hcrstcinsdóttur, sem cr verkfræðingur að mcnnt. Síðan starfaði hann í tæpt ár hjá Útfiutningsmiðstöð iðnaðarins eða þar lil hann var ráðinn lil starfa í utanríkisþjónustunni. „Eins og fiestir nýliðar byrjaði ég fyrst í svokallaðri almennri deild ráðuneytisins sem fæst við hin fjölbreyttustu mál. í þá daga var ekki síst mikið að gera varðandi aðstoð við íslendinga erlendis; þrengra var um gjaldeyri en nú er og greiðslukortin ekki komin til sögunnar þannig að oft varð að hlaupa undir bagga með fólki. Þetta var mjög áhugavert starf og ég man að mín fyrsta reynsla var að liðsinna manni sem lent hafði í fangelsi í Portúgal. í þessari deild fær maður þversnið af því sem utanríkisþjónustan fæst við í daglcg- um önnum, má segja, ekki pólitískum málum. Síðsumars 1974 var ég svo sendur lil starl'a við fastanefnd Islands í Gcnf. Þar vorum við í Ijögur ár og kunnum alveg sérstaklega vel við okkur. Sviss er eitt af fáum löndum, fyrir utan Island, scm eg gæti hugsað mér að búa í til æviloka. Ég starfaði þar lyrir Einar Bcncdiktsson sendihcrra og við fcngumst aðallcga við ýmis viðskiptamál, cinkum EFTA-mál- efni. Einnig voru nýbyrjaðar viðræður í GAT, svokallaðar Tókýóviðræður um Iækkun tolla og afnám ýmissa viðskipta- hafta, og öryggisráðslefna Evrópu var þarna í sinni fyrslu fundalotu. Þarna kynntisl ég þvi ansi mörgum hliðum Ijöl- þjóðasamslarfs. Nú, í Genl' Ijölgaði í Ijölskyldunni er við cignuðumst dótlur í ágúsl 1976. Hún ficddist upp á frönsku því læknir og hjúkr- unarlið töluðu ekki annað mál og viö urðum að bjarga okkur i þvi. Við hjónin höfum alla tíð vcrið mikið lyrir að lcrðasl og gcrðum mikið að þvi hér hcima á sínum tíma. Úti notuðum við tækifærið og l'erð- uðumst mikið um Sviss og öll nágrannn- löndin, cnda er landið vel i sveit sett að því lcyti. Við vorum svo hcppin að dóttir- in var mjög góður lérðafélagi og mólmælli lítið löngum bílfcrðum eða lcstarferðum." Mynd: Valdís Óskarsdóttir Viðtal: Guðrún Alfreðsdóttir 24 VIKAN 21. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.