Vikan


Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 62

Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 62
hljómsveitar en um leið og hún tekur til við að leika að nýju er tíminn liðinn. Og það er forsetinn sem stjórnar tímasetningunni með leik hljómsveitarinnar og notar til þess hvíta klútinn. Nautaatið Nautaat hefst á því að nautabanarnir, að- stoðarmenn þeirra, „Los bandarillos“, en hver nautabani hefur þrjá slíka, og allir starfs- menn atsins ganga í fylkingu inn á völlinn og heilsa. Síðan hefst fyrsta atið af sex. Það hefst með því að hljómsveitin leikur lagstúf. Þegar því er lokið er fyrsta nautinu hleypt inn á völlinn. Aðstoðarmenn nautabanans standa við neyðarútgangana af vellinum en þrir slík- ir eru á girðingunni umhverfis völlinn. Þegar nautið hefur áttað sig á birtunni og sér aðstoð- armennina tekur það á rás að einum þeirra. Hann víkur sér undan en sveiflar um leið „La cabote“. Nautið heldur þá áfram að þeim næsta og svona koll af kolli í eina tvo til þrjá hringi. A meðan þessu fer fram stendur nauta- baninn á bak við grindverkið og skoðar nautið. Hann reynir að lesa úr hreyfmgum þess hvort það er grimmt, sterkt eða við- bragðsfljótt. Hann sér hvernig horn þess eru, en þau eru hvort um sig um fimmtíu sentí- metra löng, með hvössum oddi. Hann skoðar hvort nautið er hálsstutt eða hálslangt, en það hefur mikið að segja. Þau hálsstuttu eru miklu sneggri að snúa sér við en hin, eftir að þau hafa farið fram hjá nautabananum í atinu sjálfu. Þegar þessu er lokið koma „Picadores“ inn á völlinn, en það eru menn á stórum hestum og eru bæði menn og hestar brynjaðir fyrir hornum nautsins. Það koma tveir „Picador- es“ inn á og stilla sér upp sinn hvorum megin á vellinum. Þegar nautið rýkur að öðrum hvorum hafa þeir spjót í höndum sem stungið er grunnt í herðakamb nautsins. Afl nautsins er í herðakambi og framfótum. Til þess að hægt sé að drepa nautið að lokum verður að lama örlítið aðalaflvöðva þess í herðakambin- um. Þegar að dauðastungunni kemur verður haus nautsins að vera mjög neðarlega svo að opnist leið í gegnum herðakamb þess niður í hjarta. Nautabaninn ræður hversu mikið hann lætur lama vöðva nautsins. Það þykir hetju- legt að láta smásæra nautið og það gera flestir þeir bestu. Síðan koma aðstoðarmenn nauta- banans og stundum hann sjálfur, en aðeins þrír koma inn í hringinn með pilur, „Las bandarillas", sem líka er stungið í herðakamb nautsins. Til þess er gefinn mjög stuttur tími og þykir glæsilegt að ná að festa allar pílurn- ar sex en tekst það þó hvergi nærri alltaf. Að þessu loknu hefst svo barátta nautsins og nautabanans. Ef naut þykir afburða gott getur nautabani beðið því lífs og þá eru það áhorfendur sem ráða því hvort nautið lifir. Ástæða fyrir því að þetta er hægt er sú að nautabaninn telur nautið það gott að það eigi að lifa til undaneldis. Sé þetta leyfi veitt er alltaf til staðar dýralæknir sem gerir að sárum nautsins. Naut, sem einu sinni hefur farið í nautaatshringinn, má aldrei fara þangað aft- ur. Það myndi á svipstundu drepa nautaban- ann. Tveir krítaðir hringir eru á yfirborði vallar- ins. Hinar ýmsu æfingar og þrautir, sem nautabananum ber að leysa, fara fram ýmist fyrir innan hringina, á milli þeirra eða fyrir utan þá. Allt hefur sinn stað og sinn tíma. Þegar líður á tímann fer nautið að hætta að horfa á rauðu duluna. Það horfir í augu nautabanans. Það ermerki um að dýrið skynj- ar að nautabaninn er óvinurinn en ekki dulan. Næsta árás þess gæti þvi orðið beint á nauta- banann. Þá á hann sér engrar undankomu auðið og myndi nautabaninn láta lífið ef hann ekki flýði af hólmi. Þegar svona er komið biður hann forsetann leyfis að mega drepa nautið. Næstum alltaf er það veitt. Þá skiptir hann um sverð. Fram til þess hefur hann ver- ið með bitlaust sverð til að spenna út rauðu duluna. Nú fær hann alvöru bitsverð i hend- ur. Og þá er komið að hættulegustu stund nautaatsins. Við það að drepa naut verða flest banaslysin og alvarlegustu slysin i nautaati. Nautabaninn verður að stinga sverðinu niður um herðakamb nautsins. Bletturinn sem hann hefur til að koma sverðinu niður í hjarta er lófastór og hann verður að fara alveg að horn- um nautsins sem kemur æðandi á móti honum. Mjög oft mistekst drápið í fyrstu eða annarri tilraun. Stundum mistekst þessi aðferð með öllu og er þá nautið mænustungið. Það þykir skammarlegt fyrir nautabanann. Glæsi- legt dráp í fyrstu tilraun þykir eitt það fegursta sem nautabani getur sýnt og þeir hafa margir hlotið sérstök eyrnaverðlaun fyrir það. Standi nautabani sig vel hlýtur hann tak- markalaust hrós, klapp og,, 01é“-hróp frá áhorfendum. Ef allt er i lagi, en ekkert sér- stakt, fær hann látlaust kurteisisklapp. Standi hann sig illa er hann hrópaður og púaður niður. Þess eru mörg dæmi að púað sé á nautabanann en klappað fyrir nautinu dauðu þegar það er dregið í sláturhús nautaats- hringsins. Hér áður fyrr var kjötið af atnaut- um gefið fátækum, sem komu í sláturhúsið. Kjötið þykir mjög vont vegna adrenalíns sem í því er eftir átökin og núorðið er það notað í dýrafóður. Svo fátækur maður er varla til á Spani að hann biðji um kjöt af atnauti. í stuttu máli er þetta gangurinn í nautaati. Reglurnar, sem hver nautabani verður að fara eftir, „hinar tíu gullnu reglur", er ekki hægt að útskýra fyrir þeim er ekki þekkir nautaat, nema horfa á það um leið. Hver sá sem kem- ur til Spánar ætti að reyna að komast á nautaat en kynna sér áður leikreglur svo hann viti hvað er um að vera. Ég þekki það af eig- in raun hversu margir hafa hrifist af þessari glæsilegu listgrein þegar þeir vita hvað á sér stað á vellinum. „El Cordobes“, langfrægasti nautabani Spánar sem enn er að. Hann hefur mótaö nýjan stíl í nautaati, sem gjarnan er kallaður „Cordobes-stíllinn" og byggist á djarfari atriðum en í klass- iska nautaatinu. Hann er eini nautabaninn sem hefur i einu nautaati barist við sex naut og sett allar bandarillurnar í sjálfur, auk alls annars sem aöstoðarmenn gera. Menn sögðu hann geggjaðan að reyna þetta, en það tókst og hann hlaut heimsfrægð fyrir. 62 VIKAN 21. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.