Vikan


Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 56

Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 56
Maðurinn sem kunni vel við hunda með afsagaða tvíhleypu í hendinni. Hann beindi henni að mér. - Hæ, þú! Hentu þessum hólki! sagði hann reiðilega. Ég hreyfði kjálkana til að reyna að segja eitthvað. Maðurinn herti takið á gikknum. Skot hljóp úr byssunni minni án þess ég hefði mikið með það að gera. Skotið hæfði byssuna hans og keyrði hana bókstaflega úr höndunum á honum. Hún lenti á gólfinu og hundurinn hófst þrefalda hæð sína í loft upp og lenti því næst i hnipri aftur. Maðurinn rétti upp hendur með ólýs- anlegum svip. Ég átti ekki að geta tapað þessu. Ég sagði: - Niður með þína líka, frú. Hún sleikti varirnar, lét byssuna síga og gekk áleiðis frá skrokknum á gólfínu. Maðurinn sagði: - Fjandakornið, skjpttu ekki á hann, ég skal sjá um hann. Ég bliknaði, svo fékk ég hugmynd. Hann hafði verið hræddur um að ég myndi skjóta hundinn, hann hafði ekki verið hræddur um sjálfan sig. Ég beindi Lúgernum örlítið meira nið- ur á við. - Hvað gerðist? - Þetta reyndi að svæfa hann með klóróformi - hann, bardagahundinn! Ég sagði: - Jamm. Ef þú þarft að hringja er best að þú kallir á sjúkrabíl. Sharp endist ekki lengi með þennan leka úr hálsinum. Konan sagði hljómlausri röddu: Ég hélt að þú-værir löggan. Ég sagði ekkert. Hún fór meðfram veggnum, að gluggakistu sem var full af krumpuðum dagblöðum, teygði sig eftir símanum sem var þar öðrum megin. Ég leit niður á litla dýralækninn. Blóð- straumurinn úr hálsinum á honum hafði stöðvast. Hann var með hvitasta andlit sem ég hafði nokkru sinni séð. - Hafðu ekki áhyggjur af sjúkrabíln- um, sagði ég við konuna. - Hafðu bara samband við lögregluna. Maðurinn í samfestingnum lét hend- urnar síga, kraup á annað hnéð og fór að klappa í gólfið og tala sefandi við hundinn. Rólegur, gamli, rólegur. Við erum öllvinirnúna- allirvinir. Rólegur, Voss. Hundurinn ýlfraði og dillaði afturend- anum aðeins. Maðurinn hélt áfram að tala við hann. Þá hætti hundurinn að ýlfra og úfið hárið á bakinu á honum jafnaðist. Maðurinn í samfestingnum hélt áfram að tala við hann. Konan á sólbekknum lagði símann frá sér og sagði: - A leiðinni. Heldurðu að þú ráðir við þetta, Jerry? - Öruggt mál! sagði maðurinn án þess að hafa augun af hundinum. Hundurinn lagðist á kviðinn á gólfið, opnaði kjaftinn og lét tunguna lafa. Það vessaði úr tung- unni, bleikur vökvi með blóði í. Hárið í öðru munnvikinu á hundinum var blóð- ugt. 3 Maðurinn, sem var kallaður Jerry, sagði: - Hæ, Voss, hæ, Voss, gamli vin- ur. Þú ert finn núna. Þú ert finn! Hundurinn másaði en hreyfði sig ekki. Maðurinn rétti úr sér, þokaði sér nær hundinum og togaði í annað eyrað á honum. Hundurinn sneri sér til hliðar og lét sér það vel líka. Maðurinn strauk honum um höfuðið og losaði sundurnag- aðan múlinn af honum. Hann stóð upp með endann af slitinni keðju og hundurinn kom sér hlýðinn á fætur og gekk með manninum út um vendidyrnar og bakatil í húsið. Ég hreyfði mig úr stað, úr sjónlínu frá hverfidyrunum. Jerry gæti átt fleiri byss- ur. Það var eitthvað við andlitið á Jerry sem ég hafði áhyggjur af - eins og ég hefði séð hann áður en ekki nýlega eða þá á mynd í dagblaði. Ég leit á konuna. Hún var myndarleg, dökkhærð og liðiega þrítug. Mynstraði morgunkjóllinn virðist ekki eiga vel við fallega bogadregnar augabrýnnar og grannar, mjúkar hendurnar. Hvernig gerðist þetta? spurði ég kæruleysislega, eins og það skipti ekki miklu máli. Hún svaraði hvellum rómi, eins og hún væri komin á fremsta hlunn með að öskra. Við höfum verið hérna í húsinu í um það bil viku, tókum það á leigu með húsmunum. Ég var inni í eldhúsi og Jerry í garðinum. Bíllinn nam staðar fyrir framan húsið og sá litli þrammaði inn eins og hann ætti heima hérna. Dyrn- ar voru af lilviljun ólæstar, geri ég ráð fyrir. Ég opnaði vendidyrnar örlítið og sá hann ýta hundinum inn í skáp. Síðan fann ég klóróformlyktina. Svo gerðist allt í sömu andrá, ég fór eftir byssu og kallaði á Jerry út um gluggann. Ég kom hingað að i þann mund sem þú braust inn. Hver ert þú? Það var allt afstaðið þá? sagði ég. Var hann búinn að ganga frá Sharp í gólfið? Já ef hann heitir Sharp. Þekkið þið Jerry hann ekki? Höfum hvorki séð hann áður né hundinn. Jerry clskar hunda. Þú þarft að endurskoða þetta, sagði ég. Jerry vissi hvað hundurinn heitir, Voss. Hún varð þrjóskuleg til augnanna og munnsvipurinn þvermóðskulegur. - Ég held að þú hljótir að vera á villi- götum, herra minn, sagði hún önug. - Ég var að spyrja hver þú værir, herra minn. Það heyrðist ekki múkk í þeim, hvor- ugu þeirra. Þau störðu bara á mig. Ókei, sagði ég og fór út í horn á herberginu! Eg held að þið séuð svika- hrappar. Ef sá sem er að koma er ekki löggan byrja ég strax að skjóta. Látið ykkur ekki detta í hug að ég geri það ekki. Konan sagði sallaróleg: Hafðu það eins og þú vilt, slettireka. Bíll kom á harðaspani og nam staðar á punktinum fyrir framan húsið. Ég leit í fiýti út um gluggann og sá í blikkljós og lögregluskilti á dyrunum. Tveir stóri rumar í venjulegum fötum hentust út, hentu hliðinu upp og trömpuðu upp stéttina og síðan upp stigann. Hnefi barði á dyrnar. Það er opið, hrópaði ég. Hurðinni var hrint upp á gátt og tveir lögregluþjónar komu inn með byssurnar í skotstöðu. Þeir snarstönsuðu og störðu á það sem lá á gólfinu, beindu byssunum að Jerry og mér. Sá sem sá um mig var stór ná- ungi, rjóður í framan og í allt of stórum, gráum búningi. Upp með hendur, hrópaði hann, og leggið frá ykkur vopn. Ég rétti upp hendur en hélt cnn á Lúgarnum mínum. Rólegir, sagði ég. Hundur drap hann, ekki byssan. Ég er einkaleynilög- reglumaður frá San Angeló. Ég er með þetta mál hérna. Jæja? Hann nálgaðist mig allhrika- lega og boraði byssunni i magann á mér. Kannski það, vinur. Við komumst að því öllu scinna. Hann tcygði sig upp og losaöi byssuna úr hendinni á mcr, þcfaði af henni, alltaf með byssuna á mér. Búið að skjóta, ha? Indælt! Snúðu þér við. Heyrðu.. . Snúðu þér við, vinur. Ég sneri mér hægt. A meðan ég sncri mér slakk hann byssunni í slíðrið og var kominn mcð hönd á mjöðm. Það hefði átt að vara mig við en gcrði það ekki. Ég hcf kannski hcyrt þylinn í kylfunni, allavega fundið fyrir henni. Svo varð allt í einu allt svart. Ég stakk mcr niður í myrkrið og fcll.. .og féll.. .og féll. . . Framhald i mi'sla blaði. 56 VIKAN 21. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.