Vikan


Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 55
sem heitir Isobel Snare, hvarf frá heimili sínu í San Angeló fyrir tveimur vikum. Hún býr hjá ömmusystur sinni, indælli gamalli konu í gráum silkikjól, konu sem lætur ekki gabba sig. Stelpan hefur sést með skuggalegu liði í næturkúbbum og spilavítum. Sú gamla fann að það var hneyksli í uppsiglingu og fór ekki til lögg- unnar. Hún varð engu nær fyrr en vinkona Snarestelpunnar sá hundinn af tilviljun hjá þér. Hún kjaftaði i frænk- una. Frænkan réð mig - af því að þegar stelpan keyrði burt og kom ekki aftur var hún með hundinn með sér. Ég kramdi sígarettuna undir fætinum og kveikti mér í annarri. Andlitið á Sharp litla lækni var hvítt eins og franskbrauðs- deig. Svitinn perlaði á litla, krúttlega yfipskegginu á honum. Ég bætti vingjarnlega við: Þetta er ekki lögreglumál ennþá. Ég var að grín- ast með Fulwider lögregluforingja. Hvernig væri nú að við, þú og ég, héldum þessu fyrir okkur? Hvað. .. viltu að ég geri? stamaði litli maðurinn. Heldurðu að þú heyrir eitthvað meira um hundinn? Já, sagði hann. Manninum virtist þykja vænt um hundinn. Einlægur hundavinur. Hundurinn var góður hjá honum. Þá heyrirðu frá honum, sagði ég. Þegar það verður vil ég að þú látir mig vita. Hvernig leit þessi náungi út? Hann var hár og grannur, með hvöss, svört augu. Konan hans var líka há og grönn. Vcl klætt, rólegt fólk. Snarcstelpan cr pínupeð, sagði ég. Hvað kom þér til að fara að þcgja um þetta? Hann glápti á fæturna á sér og sagði ckki orð. Ókei, sagði ég. Bisness er bisness. Ef þú spilar mín megin þá verður ckkert vcscn út af þessu. Samþykkt? Ég rétti honum höndina. Ég skal standa með þér, sagði hann ljúflcga og rétti mér raka og slepjulega loppuna. Eg hristi hana varlega cins og til að kengbeygja hana ekki. Ég sagði honum livar ég héldi til, fór aftur út á sólríkt slrætið og gckk eina húsalcngd niður cftir, þangað sem ég hafði skilið Chryslcrinn minn eftir. Ég fór inn í hann og hökti á honum áfram og fyrir hornið, nógu langt til að ég gæti séð DcSótóinn og frarnan á húsið þar sem Sharp var. Ég sat þarna í um það bil hálftíma. Þá korn Sharp læknir út. klæddur venju- legum jakkafötum, og fór inn í DeSótó- inn. Hann ók honum fyrir hornið og sveigði inn í öngstræti sem lá aftur fyrir garðinn hjá honum. Ég dreif Chryslerinn af stað og fór hin- um megin við húsaröðina, kom mér fyrir við hinn endann á öngstrætinu. Um það bil þriðjungi húsaraðar frá mér heyrði ég urr, gelt og skrölt. Það gekk á því í smátíma. Svo bakkaði De- Sótóinn úr steinsteyptu portinu og kom í áttina til mín. Ég hörfaði undan fyrir næsta horn. DeSótóinn fór suður eftir Arguello breiðgötu, síðan í austurátt. Stór lög- regluhundur með munnkörfu á sér var hlekkjaður aftur í fólksbílnum. Ég sá glögglega hvað hann reyndi á keðjuna. Ég elti DeSótóinn. 2 Carolinestræti var langt í burtu, í út- jaðri lítils strandbæjar. Við endann á því voru aflóga brautarteinar og handan við þá teygði sig yfirgefin, japönsk gróðrar- stöð. Það voru ekki nema tvö hús í seinustu húsaröðinni svo ég skýldi mér bak við það fyrra, sem var á horninu. Þar var túnbleðill þakinn illgresi og upp við framhliðina á húsinu slógust rykugar gular og rauðar luktir við vínviðinn. Þar fyrir handan voru þrjár eða fjórar sviðnar flatir með nokkrum illgresisstilk- um á stangli upp úr skrælnuðu grasinu og svo hrörlegt, leirlitað hús með vírnets- girðingu. DeSótóinn nam staðar framan við það. Dyrunum var skcllt aftur og Sharp læknir dró múlbundinn hundinn út úr aftursætinu á bílnum og tróð honum inn um hliðið og upp stéttina. Stórt, klunna- lcgt pálmatré byrgði mér sýn þegar hann var við framdyrnar á húsinu. Ég bakkaði Chryslcrnum mínum og sncri honum lil baka í hvarfii við hornhúsið, fór fram eftir þrem húsaröðum og beygði svo inn götu sem lá samsíða Carolinestræti. Sú gata cndaði líka við aflóga brautarteina. Teinarnir höfðu tyðgað og voru þaktir illgresi, en lágu niður eftir hinni hliðinni á götunni að moldarslóð og byrjuðu svo aftur hinum mcgin, álciðis að Caroline- stræti. Ég fór niður moldarslóðann þar lil ég sá ekki lcngur í vegarbrúnina. Þeg- ar ég var kominn á að giska þrjár húslengdir nam ég staðar og fór út, upp eftir vegkantinum og kikti upp fyrir hann svo lítið bar á. Húsið með vírgirðingunni var hálfa húslengd frá mér. DeSótoinn var ennþá fyrir framan það. I síðdegishúminu buldi við djúpt og úlfslegt gelt í lögregluhund- inurn. Ég lagðist á magann í illgresið, hafði auga með húsinu og beið. Ekkert gerðist í fimmtán mínútur eða svo nema hvað hundurinn hélt áfram að gelta. Skyndilega varð geltið æstara og háværara. Siðan hrópaði einhver. Þá kvað við óp sem kom greinilega úr mannsbarka. Ég kom mér á fætur og tók á rás til hægri, yfir götuna og í hinn endann á götunni. Þegar ég nálgaðist húsið heyrði ég lágt ýlfur í hundinum eins og hann hefði áhyggjur af einhverju, slitróttan óm kvenraddar með greinilegum reiðihljómi fremur en ótta. Bak við vírnetshliðið var túnbleðill sem var aðallega vaxinn fiflum og skollarót. Papparæfill hékk úr tunnulaga pálmatré, hafði einhvern tíma verið skilti. Ræturnar á trénu höfðu skemmt vegginn, sprengt hann upp í tætingslegan tröppugang. Ég fór inn um hliðið, hlunkaðist upp timburstiga og kom á signa, yfirbyggða verönd. Ég barði að dyrum. Enn heyrðist ýlfur að innan en reiðilega röddin var þögnuð. Enginn kom til dyra. Ég reyndi húninn, opnaði og fór inn. Þar var stæk klóróformlykt. Á miðju gólfi lá Sharp læknir á krumpinni gólf- ábreiðu með handleggi og fætur út- glennta, blóðið fossaði út um gat á hálsinum á honum. Blóðpollurinn í kringum höfuðið á honum var spegilgljá- andi. Hundurinn reyndi að halla sér frá honum, hann kúrði með hausinn milli framlappanna, eyrun lágu fiöt og tægjur af sundurtættum múlnum voru um háls- inn á honum. Hann var úfinn um hálsinn og hárin risu á bakinu á honum. Djúpt úr barka hans mátti hcyra niðurbælt ýlf- ur. Bak við hundinn var skáphurð sem hafði verið skellt svo harkalega í vegginn að hún var í maski. Á gólfinu fyrir fram- an hurðina var stór bómullarvöndull sem sendi eitraðar klóróformgufur út í loftið. Hávaxin kona, dökk á brún og brá, í mynstruðum morgunkjól, beindi stórri, sjálfvirkri skammbyssu á hundinn en hleypti ekki af. Hún leit örsnöggt á mig yfir öxlina og sneri sér hægt við. Hundurinn fylgdist með henni i gegnum rifur sem sýndu dökkyrjótt augun. Ég tók Lúgerinn minn og hélt honum niður með síðunni. Það marraði í einhverju og stór, svart- eygur maður í upplituðum, bláum samfestingi og blárri vinnuskyrtu kom inn um vendidyrnar á bak við. Hann var 21. TBL VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.