Vikan


Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 19

Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 19
Þeir komu hver af öðrum og marg- ir símuðu. Strax fyrsta daginn eftir að auglýsingin birtist fóru tilboðin að streyma að og síminn þagnaði ekki. Ameríkumaður óskar að kaupa ís- lenska tveggjeyringa á eina krónu og tuttugu aura stykkið. Kaupir ótakmarkað magn, en aðeins Þeggjeyringa. Menn komu fullir lotningar með fáeina tveggjeyringa sem þeir höfðu kannski skrapað saman hjá kunn- ingjunum og heilsuðu honum eins og þráðuin vini sem lengi hafði verið beðið eftir og væri nú loksins kominn heim, gamlar konur og sjálfumglaðir bisnessmenn, sem sögðu honum nafnið sitt eins og þeir gerðu ráð fyr- ir að hann mundi leggja það á minnið og láta það sig einhverju varða. Þetta var í júlímánuði og það var sannar- lega af sú tíð þcgar neitað var að tala við farandsala um sláttinn því það var annað að sýsla. Þeir sem ekki voru enskumælandi gerðu út kunningjana ef þeir kunnu málið og þannig urðu ýmsir umboðsmenn myntsafnarans áður en þeir vissu af. Hann hefði getað verið sjálfur spá- maðurinn og gert kraftaverk ef einhver hefði trúað á hann og hann heilsaði öllum af sömu fláttskapar- hæverskunni og brosti út í bæði munnvikin sem náðu út að eyrum og tennurnar hvítar eins og í rán- dýri. Og allir voru stoltir af að eiga viðskipti við þennan ágæta mann, sem var kominn alla leið frá Ameríku til að kaupa íslenska tveggjeyringa á eina krónu og tuttugu aura stykkið og ætlaði að varðveita þá í fallegum öskjum og silkipappír, hafa þá til sölu og útbreiða þekkingu á íslensk- um smápeningum meðal amerískra ungmenna, sem eru fallegustu og gáfuðustu ungmenni í heimi. Og hann stóð við það sem hann sagði í auglýsingunni, hann keypti ótak- markað magn og borgaði út í hönd, eina krónu og tuttugu aura fyrir stykkið. Sumir komu með varninginn í pok- um, sem þeir afhentu með innihald- inu, en aðrir höfðu meira við og voru með hann í dósum, allavega köntótt- um og með skemmtilegum myndum á lokinu og eins og eingöngu eru notaðar til að safna í dýrgripum sem fólk skilur ekki við sig fyrr en í fulla hnefana. Á þriðja degi var hann kom- inn með fjóra stóra poka sem hann læsti inni í klæðaskápnum og tók ekki fram og sýndi ekki nýjum við- skiptavinum en lét þá hella varningn- um á skrifborðið, þar sem hann taldi vandlega en án gagnrýni á útlit hvers penings. Það var að vísu undarlegt því allir myntsafnarar vita að verð- gildi peninga, sem eru ekki lengur gjaldgengir, fer eftir útlitinu og ártal- inu sem á þeim er, en það gildir víst annað í Ameríku og hann hlaut að vita hvað hann söng því hann var frá Ijölmennasta ríki Nýja-Englands, sem var byggt indíánum í sautján þúsund ár áður en Leifur heppni, sem var norrænn víkingur og göfugmenni og bjargaði mönnum úr sjávarháska, kom að ströndum Ameríku til að henda börn á spjótsoddum. Kannski var alveg sama eftir allt saman hvernig peningarnir litu út og hvaða ártöl voru á þeim eða jafnvel þó ártölin sæjust ekki fyrir spansk- grænu eða sliti eða hvorutveggja. Hann lét færa sér allt upp á herberg- ið en kom aldrei í veitingasalinn og við héldum að vaxtarlagið gæti átt einhvern þátt i því og hvað hann átti erfitt með að hreyfa sig og væri þar að auki hneigður fyrir hóglífi og mjög værukær. En það skýrðist þegar hann fór til Keflavíkur. Hann bar alla pok- ana með tveggjeyringunum út í fólksvagninn og ætlaði auðsjáanlega ekki að láta ræna sig aleigunni á meðan hann væri í burtu. Hann var allan daginn á ferðinni og bauð með sér léttadrengnum af hótelinu og notaði hann sem túlk við bændur á annesjum. Hann bætti við sig mörgum pokum og mér var sagt seinna að sumt hefði hann fengið ókeypis og þar að auki kaffiveitingar. Gamlir sparibaukar, sem voru uppi á háalofti síðan ein- hvern tíma, voru leitaðir uppi - og suma sem ekki var hægt að opna því lykillinn fannst ekki eða lásinn var ryðgaður fékk hann með öllu saman. Og fólk baðst afsökunar á þessum klaufaskap, að ekki skyldi vera hægt að opna baukinn, og sagði að auðvit- að mætti hann hafa hann líka ef hann vildi. Síðasta morguninn, sem hann dvaldi á hótelinu, byrjuðu viðskiptin um hálfáttaleytið með því að maður stóð úti fyrir og vildi fá að tala við hann. Þetta var að vísu fyrir þann tíma sem skrifstofur verslunarfélaga eru almennt opnaðar en maðurinn benti dyraverðinum á að verkamenn væru farnir til vinnu sinnar og það væri kominn dagur raunverulega. Hann sagðist vera með dálítið af tveggjeyringum og þyrfti nauðsyn- lega að koma þeim til Mr. Morrey. Hann var með þá í dós utan af smygluðu konfekti og sagðist hafa tint þetta saman hjá kunningjunum, þetta voru á milli níutíu og hundrað stykki. Hann tvísteig dálítið á gang- stéttinni og sagðist ekki hafa aðstöðu til að koma á öðrum tíma og þetta væri sem sagt mjög áríðandi. Mr. Morrey tók á móti honum brosandi en bauð honum ekki inn í herbergið heldur talaði við hann á ganginum. Mr. Morrey var afar þakklátur og það kom upp úr dúrn- um að hann var búinn að fá sér umboðsmann hér á landi og mundi koma aftur bráðlega svo það reynd- ist með öllu óþarfi að gefa upp heimilisfang og svoleiðis, bara snúa sér til umboðsmannsins með tveggj- eyringana og hann mundi borga eina krónu og tuttugu aura fyrir stykkið, ótakmarkað magn. Þennan dag fór hann svo af hótel- inu. Og hann kom ekki aftur og vitjaði ekki um það sem hann átti hjá umboðsmanninum og var búinn að borga á eina krónu og tuttugu aura stykkið. Og við fréttum aldrei hvers vegna. Kannski hann hafi verið gripinn eða kannski þeir hafi bara skipt um mynt í sjálfsölunum fyrir vestan. Eitt er víst, Mr. Morrey sást aldrei framar, þessi ágæti myntsafn- ari frá Massachusetts. 21. TBL VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.