Vikan


Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 26

Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 26
NAFN VIKUNNAR: KORNELÍUS SIGMUNDSSON Snemma árs 1978 fékk Kornelíus boð um að það ætti að flytja hann til SÞ í New York þá um sumarið. Hann segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að þau myndu verða flutt um set fyrr eða síðar og var ágætlega sáttur við að flytjast vest- ur um haf. „Ég var varafastafulltrúi íslands hjá SÞ. Starfið fólst að mestu í að halda áfram þvi alþjóðlega samstarfi sem ég hafði tek- ið þátt í í Genf. Þar var það að mestu efnahagslegs eðlis en nú var það meira pólitískt. Þetta var mjög spennandi starf þar sem ég hafði tækifæri til að kynnast fjölda fólks. Helsti annatíminn var frá því snemma að hausti, meðan allsherjarþingið stóð yfir og fram undir jól. Eftir það fór síðan talsverður tími í að skrifa bók um störf þingsins. Við kynntumst þarna mörgum Islendingum og tókum þátt i starfsemi íslendingafélagsins og var ég raunar formaður þess í eitt ár. Við fengum hús til umráða í ágætu út- hverfi um fjörutíu kílómetra frá vinnustað og ég reiknaði það einhvern tíma út að í og úr vinnu væru um átján þúsund kíló- metrar árlega. Þetta er ofur eðlilegt á þessum stað og við vorum ekkert óánægð með það. Ég tók lest í vinnuna og tók sú ferð um það bil klukkutíma, en það kom ekki að sök því ég notaði tímann lil að lesa New York Times og kom því vel upplýstur á vinnustað klukkan níu. Oneitanlega vorum við í fyrstu dálítið hissa á hvernig lífið og þjóðfélagið var þarna vestra. Við höfðum víst gert okkur í hugarlund að þar eð mikill hluti Banda- ríkjamanna á ættir að rekja til Evrópu hefðu þeir flutt með sér siði og venjur þaðan. Fljótlega komumst við þó að raun um að svo var ekki en það tók okkur ekki langan tíma að aðlagast hinum ólíka lífsstíl. Fólk í Bandaríkjunum er miklu opnara en í Sviss og var okkur strax tekið opnum örmum af nágrönnunum. Sviss- lendingar eru að því leyti kannski svolítið líkir okkur íslendingum að þeir eru ekkert að bjóða ókunnugum góðan daginn. En það reyndist bæði auðvelt og þægilegt að búa þarna. Húsið okkar stóð við endann á blindgötu og garðurinn sneri að hluta til út að friðuðu svæði þar sem var geysi- mikið dýralíf. Það var því lítil hætta að láta börn vera úti að leika sér. í garðinum okkar hoppuðu hérar, kanínur og íkornar en síðan áttum við eftir að kynnast þvotta- björnum talsvert náið. Þeir eru afskaplega falleg og góð dýr en hafa þann fremur leiðinlega sið að vilja helst búa í húsum á veturna. Fyrst í stað urðum við logandi hrædd við að heyra fótatak uppi á þaki á nóttunni og vorum sannfærð um að nú fengjum við að upplifa allar helstu inn- brota- og glæpasögur New Yorkborgar. En fljótlega kom i Ijós að þarna voru þvottabirnir á ferð, en þeir iðka það gjarn- an að klifra upp á þak, setjast á reykháfinn og ylja sér þar við útblásturinn. Fyrr en varði færðu þeir sig svo upp á skaftið og fjölskylda ein tók sér bólfestu á smásyllu i einum ónotuðum hluta skorsteinsins. Það uppgötvaðist er við ætluðum eitt sinn sem oftar að halda boð og rétt áður en gestirnir komu gaus upp þessi hryllilega hlandlykt í stofunni. Veðurlag var þá þannig að lofti sló niður í skorsteininn og flutti með sér inn í húsið ilminn úr vistar- verum Ijölskyldunnar þarna efra. Það varð talsvert basl að losna við blessuð dýrin og þurftum við að lokum að Iáta setja net yfir skorsteininn. I New York vorum við í sjö ár og eins og fyrri daginn ferðuðumst við mikið. Við ókum um landið þvert og endilangt og höfðum, er yfir lauk, komið í fjörutíu og eitt af fimmtíu fylkjum. Anna Margrét, dóttir okkar, var enn sem fyrr mjög sam- vinnuþýður ferðafélagi, undi sér vel í bílstól aftur í við að lesa bækur og hest- húsa óteljandi hamborgara. Reyndar fór hún smám saman að gera meiri kröfur. Fyrsta árið var krafan sú að gista á hótel- um þar sem væri sundlaug og árið eftir þurfti sundlaugin að hafa rennibraut. En með loforð um það gerði hún sig ánægða með allan þennan þvæling. Það fjölgaði enn í fjölskyldunni meðan við bjuggum í New York því árið 1983 eignuðumst við soninn Sigmund. En þá brá svo við að hann reyndist heldur lélegur ferðalangur, lítið fyrir veitingahús og hanrborgara og enn ekki kominn á sundlaugaaldurinn.“ Þegar hér er komið sögu voru heldur ekki mörg ferðalög fram undan í bráð hjá þeim stutta. Útivistin var orðin nokkuð löng hjá tveggja manna fjölskyldunni sem orðin var fjögurra manna og fyrirsjáanlegt að þau flyttu bráðlega heim til Islands. „Vorið 1984 bauðst konunni minni vinna hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen og þar eð erfitt var með vinnu hjá verkfræðingum um þær mundir tók hún sig til og fór heim með börnin. Ég var einn að rolast í húsinu níu mánuði í við- bót og flutti loks heim í mars ’85. Þá höfðum við verið erlendis i rétt tæp ellefu ár samfieytt, en alls búið úli í um fimmtán ár. Ég gerðist deildarstjóri almennrar deildar í utanríkisráðuneytinu, í minni gömlu deild. Starfssvið hafði lítið eitt breyst því nú var aðstoð við íslendinga erlendis ekki jafnstór þáttur. í mínu starfi fólst innri rekstur utanríkisþjónustunnar. fjármál, starfsmannamálefni og annað slíkt sem og alls kyns félags- og samgöngu- mál. Þetta var mjög annasamur tími, ekki síst síðasta ár, en þá stóð ég meðal ann- ars fyrir ráðstefnu kjörræðismanna íslands sem haldin var hér síðastliðið haust. Um hundrað og þrjátíu kjörræðismenn alls staðar að úr heiminum komu og margir ásamt mökum og börnum. Þetta fólk, sem er ólaunað og starfar yfirleitt af miklum áhuga fyrir Island, kom hingað á eigin kostnað til að endurnýja tengsl við land og þjóð. Þetta var þvi mjög spennandi verkefni. Að því loknu hélt ég að mér gæfist tími til að lækka bunkann á skrif- borðinu og kasta mæðinni örlítið en þá kom skyndilega ákvörðun um leiðtoga- fundinn í Reykjavík. Ég starfaði mikið að undirbúningi þess fundar með Ingva Ing- varssyni ráðuneytisstjóra og það voru vægast sagt mjög spennandi tíu dagar sem í hönd fóru og unnið var myrkranna á milli. Þarna lögðust allir á eitt og engir samvinnu- eða sambandsörðugleikar komu upp eins og oft vill verða þegar fólk í ólíkum greinum starfar saman. A sjálfum fundi leiðtoganna í Höfða hafði ég það hlutverk að vera tengiliður innanhúss milli Bandaríkjamanna og Rússa annars vegar og íslendinga hins vegar. Þetta var mjög skemmtilegt og konr ýmislegt upp á sem ég skrifa sennilega um í ævisögunni ef þar að kemur... í lok síðasta árs varð svo úr að ég kæmi til starfa hér sem forsetaritari. Halldór Reynisson hafði þá náð kosningu sem sóknarprestur í Hruna en við störfuðum hér saman um skeið meðan ég var enn að hluta til í utanrikisráðuneytinu. Það má kannski segja að Hruni sé farinn að tengjast forsetaembættinu dálítið því Halldór tekur við prestsembætti af Svein- birni Sveinbjörnssyni frænda mínum sem var prestur í Hruna í fjörutíu og tvö ár. Þar var ég í sveit í nokkur suinur sem krakki og á þaðan mjög góðar minning- ar. En hér byrjaði ég svo alfarið 1. mars. Starf forsetaritara er að sjá um daglegan rekstur forsetaskrifstofunnar, skipuleggja fyrir forseta og aðstoða við hvaðeina sem fyrir liggur. Hingað er mikið komið, hringt og skrifað, bæði utanlands frá sem innan- lands, og hin ótrúlegustu erindi berast sem þarf að afgreiða. Þetta er fjölbreytt starf, áhugavert og mjög lifandi, raunar gjör- ólíkt því sem ég var í áður, en ég uni mér injög vel. Hér í Stjórnarráðshúsinu er gott fólk og bæði góður andi og góðir andar. Ég er hér í láni ótilgreindan tíma og þegar ég læt af störfum fer ég aftur í utanríkis- þjónustuna en hvenær það svo verður er ómögulegt að segja.“ 26 VIKAN 21. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.