Vikan


Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 34

Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 34
Viðtal: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Þórður Ásgeirsson hefur ekki verið við eina fjölina felldur um dagana. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur unnið sem fulltrúi bæjarfógeta í Kópavogi, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, formaður Alþjóða hval- veiðiráðsins og loks forstjón Olíuverslunar fslands hf. í dag vinnur hann við að koma nýju fyrirtæki, Baulu hf., á fætuma. „Að hafa lítið að gera í fjörutiu stiga hita og glampandi sól gerir mann helvíti værukæran." Ferill Þórðar hófst í Skeijafirðinum fyrir 45 árum, þar sem hann ólst upp. Líkt og önnur böm í Skeijafirðinum gekk hann í Melaskólann, síðan í Menntaskólann í Reykjavík. Þar kynntist Þórð- ur raunar konunni sinni, Guðriði Margréti Thorarensen, kallaðri Systu. Því næst lá leið Þórð- ar í lagadeild Háskóla Islands. Hann var formaður Órators, félags laganema, og bryddaði þar ásamt öðmm upp á athyglisverðri nýjung er félagið hófst handa við gerð þáttanna Réttur er settur, sem tuttugu árum síðar em árlegur viðburður í ríkis- sjónvarpinu. Þórður er viðfelldinn maður í viðkynningu, hreinn og beinn, brosir ekki mjög oft en þegar hann brosir nær brosið til augnanna. Drengur góður, sagði einhver. Maður sem hefur gaman af að breyta til og óttast mest af öllu stöðnun. Sjálfur segir hann: „Ég er með þeim ósköpum gerður að ef ég kasta mér út í eitthvað þá sting ég mér á kaf.“ Að loknu embættisprófi í lögfræði gerði Þórður stuttan stans hjá bæjarfógetaembættinu í Kópa- vogi. En hann langaði að víkka sjóndeildarhring- inn og fara utan. Hann sótti um stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum sem hann fékk og hélt ásamt Systu og syninum Ásgeiri á vit New York- borgar. Til að byija með vann hann í lögfræði- deildinni en var síðan sendur til Kýpur og gerðist lögfræðingur gæsluliðsins þar. Starfsvettvangurinn á Kýpur var gjörólíkur því sem Þórður hafði áður fengist við. Þeir sem störfuðu hjá gæsluliðinu höfðu það sem kallað var úrlendisréttur, það þýddi að ekki var hægt að draga þá fyrir almenna dóm- stóla heldur varð að leysa málin utan réttar. Áður en Þórður hóf störf á Kýpur hafði ekki verið starf- andi lögfræðingur gæsluliðsins þar. Hann tók því við miklum tjölda óleystra mála, mismunandi stór- um, allt frá umferðarlagabrotum til ráns og morðmála. Þegar hann hafði unnið sleitulaust í hálft ár hafði gengið verulega á bunkann og starf- ið varð þægilega rólegt. Enda segir hann þegar hér er komið sögu: „Undir lokin var þetta orðið mjög rólegt. Að hafa lítið að gera í fjörutíu stiga hita og glampandi sól gerir mann helvíti værukær- 34 VI KAN 21. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.