Vikan


Vikan - 10.09.1987, Síða 10

Vikan - 10.09.1987, Síða 10
Fyrsti bíllinn kom til íslcmds 20. júní 1904. Hann var fluttur inn af Dethlev Thomsen kaupmanni og var lítill ,,mann- flutningsvagn", með sex eða sjö hestafla vél. Saga þessa vagns á íslandsgrund var stutt og þymum stráð. Hœm var sendur úr landi 1905 og mun burtfór hans ekki hafa vakið neina eftirsjá. Nœstu ár fluttu nokkrir menn hingað bíla sem reyndust misjafnlega en um 1913 komst skriður á bifreiðamál íslendinga og þaðan í frá óx bílaeign jafnt og þétt. Á fyrstu árunum tíðkaóist ekki að bílar vœm merktir enda örfáir og flestir af gerðinni Ford. Síðla árs 1913flutti Jónat- an Þorsteinsson fyrsta Overlandbílinn til landsins og þar með hófst mikill rígur milli eigenda Ford-bíla annars vegar og eigenda Overland-bíla hins vegar. Þessar deilur urðu til þess að innflytjandi Ford- bifreiðanna tók að merkja þœr einkennis- stöfmum BR. 1915 vom sett bifreiðalög og sam- kvœmt ákvœðum þeirra skyldi setja tölumerki aftan á bifreiðir, ásmit um- dœmisbókstöfum viókomandi midœmis. Til að byrja með létu bílstjórar sjálfir gera spjöldin en þó kom að því að lög- reglustjóri hafði tiltœk skrásetningar- spjöld. Spjöld þessi vom úr sléttu jámi og merkin máluð á þau. 1 fyrstu vom þetta svartir stafir á hvítum grumi en síðar var því snúið gagnstœtt. Umdæmis- stafimir vom tveir og vom Reykjavíkur- bílar til að mynda merktir RE. Þessi skipan mála hélst fram á miðjan flórða áratuginn en þá var seinni stafurim felld- ur burt og bílar þaðan í frá eingöngu merktir einum umdœmisstaf Nokkm fyrr hafði sú regla verið lögleidd að merkja bíla bœði að framan- og aftanverðu. 1918 vom bifreiðanúmer og eigendur þeirra skráó í fyrsta sim. Hér á eftir fer saga þriggja númera sem öll vom ífyrstu bifreiðaskránni. Það var vandaverk að rekja slóð spjald- ama enda gamlar skýrslur og skrár ekki á reiðum höndum og mimi mmna því miður ekki óbrigðult. Bjami Einarsson frá Túni, sem er mmna fróðastur um sögu bíla á íslenskri grund, veitti mér þó dygga aðstoð, fyllti í eyður og leiðrétti misskilning. Ber að þakka honum alla hjálpina. Merkis-spjöld Berthold Benjamín Sæberg var fyrsti eig- andi bíls sem skráður var undir númerinu RE-7. Berthold var Hafnfirðingur að ætt og uppruna en fékk ökuskírteini sitt í Reykjavík árið 1916. Um sömu mundir varð hann bíleig- andi; keypti Ford-T módel árgerð 1915 og hóf skömmu síðar mannflutninga milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Upp frá því var akstur og útgerð bíla hans ævistarf. Hann hafði jafnan bifreiðastöð í Hafnarfirði og einnig við Lækjartorg í Reykjavík. 1920 skipti númerið RE-7 um eiganda en þá fékk það Magnús N. Magnússon ökukenn- ari í Reykjavík. Hann keyrði bíl af Overland- gerð, módel 90. 1921 seldi Magnús Jóhanni Jónssyni bílinn en ekki hélst hann lengi í eigu Jóhanns því þann 30. janúar árið eftir var bifreiðin boðin upp á nauðungarsölu. Og þennan dag skipti bíllinn hvorki meira né minna en þrisvar um eiganda. Að kvöldi stóð Olafur M. ísaksson uppi með bifreiðina en seldi hana skömmu síðar Herulf Clausen for- stjóra. 1928 keypti Þórður Eiríksson, Vegamóta- stíg 5, bílinn en næstu tvö ár skipti bifreiðin þrisvar um eiganda. Síðla árs 1930 var til- kynnt að bíll merktur RE-7 væri niðurlagður og komst spjaldið þar með í eigu ríkissjóð íslands. 1931 var Buick í eigu Bifreiðaeftirlitsins 1918 stofnuðu fjórir ungir athafnamenn, með Magnús Þorsteinsson í fararbroddi, sæl- gætis- og efnagerðina Freyju. Þetta voru stórhugar enda óx fyrirtækið og dafnaði. 1934 festi Freyja kaup á sínum fyrsta vörubíl sem flutti varning til og frá verksmiðjunni á Lind- argötunni. Vörubíllinn var þýskur, Opel árgerð 1932, en hann var áður í eigu Thors Jensens stórkaupmanns. Þessi bifreið var merkt einkennisstöfunum RE-10. 1918, sama ár og Freyja var stofnuð, var númerið RE-10 skráð í fyrsta sinn. Þá bar það Overland-fólksbíll í eigu Gunnars Gunn- arssonar trésmiðs. Gunnar hafði dvalið í Ameríku um nokkurt skeið og þar lærði hann að stýra bifreið. 1914 keypti hann Over- landinn og var annar íslendingurinn sem festi kaup á bifreið af þeirri gerð. Gunnar gegnir mikilvægu hlutverki í sögu Overland-bifreiða á íslandi því að hann mun hafa séð um að kenna öðrum Overland-eigendum að keyra farkostina. En þrátt fyrir kennsluna fékk Gunnar ekki sitt fyrsta ökuskírteini fyrr en 1921 þvi samkvæmt reglugerð um ökuskír- teini, sem gekk fyrst í gildi 1915, bar alvönum bílstjórum ekki skylda til þess að sýna vott- orð. Gunnar seldi Eggert Kristjánssyni söðla- smiði bílinn 1921 en 1925 var hann tekinn úr umferð og númerið RE-10 flutt á yfir- byggðan Chevrolet vörubíl í eigu Kristjáns Elíassonar trésmiðs. Hann seldi Sæmundi 10 VIKAN 37. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.