Vikan


Vikan - 10.09.1987, Side 20

Vikan - 10.09.1987, Side 20
ISIÐSUMARSAMKVÆMIÐ Það getur stundum verið erfitt að velja kræsingar að bera á borð í gestaboðum. Hér koma nokkrir réttir sem glatt hafa og satt margan gestinn. Eggja-ostaréttur I réttinn er hér notað frosið spergilkál (broccoli) en ekkert mælir gegn því að nota ferskt þegar það er fáanlegt. í staðinn fyrir kálið er ekki síðra að nota annað grænmeti, eins og sveppi eða aspas, eða til að mynda rækjur eða kjúklingakjöt með eða án græn- metis. 250 g frosið spergilkál V* bolli majónes 2-4 egg 1 dós sveppasúpa 1 bolli rifinn maribo-ostur 10-15 saltkexkökur Eggin eru þeytt og síðan er öllu blandað saman við þau nema kexinu. Hrærunni er hellt í eldfast fat og bökuð við um 175 gráða hita í um það bil 25 mínútur. Þá er saltkex- kökunum raðað ofan á og rétturinn bakaður í 10 mínútur í viðbót. Litlar vatnsdeigsbollur með kjúklingafyllingu Fylling: 2 bollar smáskorið, soðið kjúklingakjöt 'A bolli majónes I msk. saxaður laukur 1 tsk. engiferduft 2 msk. sítrónusafi 'A tsk. salt 'A tsk. pipar 2 selleríleggir, saxaðir Bollur: 1 bolli vatn 'A bolli smjör eða smjörlíki I bolli hveiti 4 egg Hitið ofninn í 200 gráður. Hitið vatn og smjör í potti og hrærið hveitinu saman við. Hrærið stöðugt í á meðan yfir vægum hita þar til hræran myndar stóra kúlu, um 1 mín- útu. Hrærið eggjunum saman við, einu og einu í senn. Haldið áfram að hræra þar til blandan er mjúk og gljáandi. Setjið með te- skeið á ósmurða bökunarplötu. Bakið þar til bollurnar eru uppblásnar og gullinbrúnar, um 25 mínútur. Ef vill má frysta bollurnar, þó ekki lengur en í viku. Blandið öllu saman sem á að fara í fylling- una og látið standa í ísskáp í nokkra klukku- tíma. Skerið ofan af bollunum og setjið fyllinguna inn í. Geymið í ísskáp þar til bera á fram. Heitt brauð með skinku 1 formbrauð !4 bolli smjör 2 msk. saxaður graslaukur 1 msk. sinnep 16 sneiðar af skinku ostur 2 msk. bráðið smjör I msk. valmúafræ eða sesamfræ Skerið brauðið í 8 sneiðar en þó þannig að þær hangi saman. Blandið saman smjöri, gras- lauk og sinnepi. Smyrjið smjörinu öðrum megin á sneiðarnar og setjið skinku og ost í hvert sár. Penslið brauðið með bræddu smjöri og stráið fræi yfir. Vefjið brauðið í álpappír og bakið við um 200 gráða hita í 20 mínútur. Umsjón: Þórey Einarsdóttir 20 VIKAN 37. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.