Vikan


Vikan - 10.09.1987, Page 26

Vikan - 10.09.1987, Page 26
Mikiö svið var sett upp í Sea World þar sem lokakvöldið var haldið og úrslit kynnt. Hér er Andrea á sviðinu á lokakvöldinu en hún var valin ein af sex bestu tyrirsætunum i þessari keppni. Ég náði ekki nema broti af nöfnunum, Lisa, Bil, Al, Mary hárgreiðslumeistari, Christofer snyrtisérfræðing- ur, Gen Ijósmyndari, Hektor kvikmyndatökuinaður og svo framvegis. A1 Schwartz skýrði út verkefni hvers og eins. Verkefnið var að taka sjónvarpsþátt í sam- vinnu við Ford Models í New York, Supermodel ’87. Aðalhlutverkin voru í höndum tuttugu og fimm stúlkna sem komu frá jafnmörgum löndum til að taka þátt í fyrirsætukeppni Ford Models. Ég fékk það verkefni að sjá um átta þeirra, skýra út fyrir þeim gang mála og undirbúa þær fyrir vinnuna með kvikmyndafólkinu, hárgreiðslumeisturum, snyrtifræðingum og fatahönn- uðum. ,,Þú sérð um stúlkurnar sem tala Norðurlanda- málin og þýsku en líka Yau Oi Wah frá Hong Kong og Ruzicu Juretic frá Júgóslaviu,“ sagði Al. ,,Talarðu annars ekki mandarín-kínversku og júgóslavnesku?“ bætti hann við. „Ef ekki þá verður þú að finna út úr því.“ „Við förum svona snemma af stað til að sleppa við mesta hitann,“ sagði Lisa Weinstein á leiðinni i Cypress Gardens sem er fallegur skemmtigarður í Llórída. Daginn áður hafði hitinn farið upp í 35 stig. Ég þóttist því heppin að sleppa við hitann. Érá Stouff- er, hótelinu þar sem við bjuggum, var nærri klukkutíma keyrsla í skemmtigarðinn. Þegar þangað var komið hófst langur göngutúr um garðinn. Græjurnar voru meira að segja settar upp og prófaðar á ýmsum stöð- um. „Katrín, viltu standa þarna í sandinum við vatnið.“ Það var A1 sem skipaði fyrir verkum. Sólin var komin hátt á loft og skein beint ofan á höfuðið á mér og ég var hryllilega svöng, hafði ekki borðað neinn morgun- mat. „Larðu út í vatnið,“ skipaði Al. Þarna stóð ég ýmist i sandinum eða í vatni upp að hnjám í klukku- tíma á meðan kvikmyndaliðið frá Hollywood velti fyrir sér alls konar sjónarhornum í gegnum myndavélar og tók ákvarðanir um hvernig tökum skyldi háttað næsta dag. A leiðinni var upplagt að koma við í Sea World, það fannst kvikmyndafólkinu að minnsta kosti. Það tekur marga klukkutíma að ganga um þetta stóra og fallega sædýrasafn. Aftur voru græjurnar teknar fram og sett- ar upp á ýmsum stöðum, hjá hvölunum sem skvettu yfir okkur hundruðum lítra af vatni og hjá höfrungun- um og mörgæsunum. „Katrín, gáðu hvort höfrungarnir stökkva upp ef þú stendur alveg þarna á brúninni." A1 var kominn í stuð aftur. „Reyndu að taka utan um höfrunginn þegar hann stekkur upp.“ A1 var ánægður með tilraunirnar og ætlaði að láta norsku stúlkuna smella kossi á höfrunginn daginn eftir til viðbótar við þær æfingar sem ég gerði. Ég var dauðhrædd um að dctta ofan í pollinn og verða þar eftir. En hvað leggur maður ekki á sig til að standa sig í vinnu hjá kvik- myndaliði frá Hollywood? Aður en ég vissi af vorum við búin að vera á ferðinni í tólf tíma. Kvikmyndafólk- ið hafði aðeins gefið sér tíma til að fá sér grænmetissalat í hádeginu. Eftir fundinn um kvöldið hafði ég á orði við Lisu Weinstein hvort vinnudagurinn væri alltaf svona lang- \ 26 VIKAN 37. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.