Vikan


Vikan - 10.09.1987, Page 27

Vikan - 10.09.1987, Page 27
Það tók sinn tíma að festa skemmtiatriðin á filmu. Hér eru Texas Stars í upptöku. ur hjá henni. Hún sagði að þegar þau ynnu að einhverju verkefni væri hann stundum lengri en þennan fyrsta dag rninn í vinnunni. ,,Svo tökum við okkur góð frí á milli.“ Lisa sagði að næstu dagar yrðu erfiðir fyrir okkur öll og þá sérstaklega stúlkurnar. Það kom líka á daginn. Dagurinn í skemmtigarðinuin og sædýrasafn- inu var leikur miðað við það þegar kvikmyndatökurnar byrjuðu. Þá komu öll smáatriðin til sögunnar og stund- um þurfti að taka atriðin margoft ef mönnum líkaði ekki það sem þeir höfðu fest á filmu. Fyrsti dagurinn minn endaði á fundi með stúlkunum mínum. Þar skýrði ég út fyrir þeiin hvernig starfínu yrði háttað næstu daga. Ég bar ábyrgð á að þær mættu á réttum tíma og á réttum stað og vissu nákvæmlega hvað þær áttu að gera. Þegar ég var komin upp á herbergið mitt um miðnætti hringdi Lisa. „Þú mátt sofa út, við byrjum ekki fyrr en klukkan fimm í fyrramálið. Þú vekur stelpurnar klukkan hálffimm og þær verða að vera koinnar í hárgreiðslu og snyrtingu á slaginu fimm.“ Ég var heppin, gat sofið í rúma fjóra tíma, vekjaraklukkan hringdi klukkan fimmtán mínútur yllr fjögur. Stúlkurnar mínar stóðu sig eins og hetjur. Ég lærði ekki mandarín-kínversku því stúlkan frá Singapoore túlkaði þegar ég útskýrði hlutina fyrir stúlkunni frá Hong Kong. Þær hlökkuðu til að lara í Disney World þegar við komum til Flórída en þegar ég sagði þeim að nú færum við að heilsa upp á Mikka mús og félaga á morgun var spurt í kór: Klukkan hvað? Tilkynning- in um ferðina í Disney World kom um miðnætti eftir erfiðan dag og við áttum að leggja af stað eldsnemma næsta morgun. „Ég vil ekki fara í Disney World,“ sagði sú júgóslavneska. „No, Mikki, no Mikki,“ sagði hún. Það tók dálítinn tíma að sannfæra hana um að Mikki væri þess virði að heilsa upp á hann. Kvikmyndaliðið frá Hollywood var harðsnúið lið og það var heilmikil lífsreynsla að fá að vinna með því. Ég hlakkaði nú samt til að komast aftur til New York og hvíla mig svolítið. Það var búið að ganga frá því að ég mætti hjá NBC sjónvarpsstöðinni daginn eftir að ég kæmi frá Flórída. Ég vissi að fréttamaðurinn, sem ég myndi fylgja, Ben Farnsworth, var á kvöld- vakt. Ég þóttist því geta sofið út allavega einn dag. „Halló, Katrín, þetta er Ben, ég kem við hjá þér eft- ir fimmtán mínútur. Ég er í City Hall (borgarstjórnar- skrifstofur New York borgar) og við förum með löggunni upp í North-West Bronx, þeir eru að hreinsa þar új eiturlyíjabúllu. Farðu í strigaskó og gallabux- ur.“ Ég leit á klukkuna, hún var rúmlega fimm. Ég hafði sofið í fjóra klukkutíma eftir Flórídaförina. Strigaskórnir pössuðu á mig en gallabuxurnar mínar voru orðnar tveimur númerum of stórar. 37. TBL VI KAN 27 L

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.