Vikan


Vikan - 10.09.1987, Page 29

Vikan - 10.09.1987, Page 29
Vikan og tilveran Að vera íslendingur Þegar ég kem heim eftir að hafa brugðið mér utan til sumar- leyfisdvalar er það alveg makalaust hvað margt fer í taugarnar á mér á íslandi. Venjulega er það í fyrsta lagi veðrið. Það er ónotalegt, eftir að hafa notið sólar og veðurblíðu um hríð á erlendri grund, að láta suðvestanstrekkinginn gefa sér væna uppstroku um leið og maður stígur á ný á fósturjörðina. í öðru lagi er það verðlagið. Hér er allt tvisvar, þrisvar, fjórum sinn- um, mörgum sinnum dýrara en þar. Strax í fríhöfninni byrjar það að ergja mann. Af hverju keypti maður nú ekki vínið bara úti þar sem það var miklu ódýrara út úr búð? Og til hvers í ósköpunum er maður yfirleitt að kaupa öll þessi býsn af sæl- gæti, eins og maður ætli að fara að setja sjoppu á laggirnar? Þá er komið að þriðja umkvörtunarefninu sem er ekki það léttvæg- asta; að maður skuli þurfa að láta bjóða sér annað eins og þetta. Bara hægt að kaupa bjór á vellinum og svo þarf maður að sækja hann óravegu á lager eins og maður væri á kaupi. Hvenær ætla þeir eiginlega að leyfa bjórinn? Það verður jafnerf- itt að venja sig af bjórþambi kvölds og morgna eins og það var auðvelt að venja sig á það. Kvörtunarefni af þessu tagi endast venjulega alla leiðina frá flugvellinum í bæinn. Ef það þrýtur of snemma er af nógu öðru að taka. Það má til dæmis taka fyrir umferðarmenn- inguna. Umferðarmenn- ingin á íslandi er á lægsta plani. Maður er dauð- hræddur. Svo koma þeir sér aldrei af stað, gefa aldrei stefnuljós, eru ókurteisir eins og þeir eigi göturnar, svína og flauta og guð má vita hvað. Það er nú einhver munur eða þar. Þar gengur allt svo smurt og létt og enginn vandi. Opnunartimi verslana er sígilt umkvörtunarefni. Önnur sér- hæfðari eru til að mynda skortur á almenningsþvottahúsum. Það eitt og sér er efni í heila bók. Einu sinni kom ég frá meginlandi Evrópu snemma vors. Þar var ekki farið að grænka né hlýna að ráði. Skógar og engjar höfðu á sér brúngráan lit, himinninn var alskýjaður og allt virt- ist renna saman í þungbúna heild. Þcgar til Islands var komið brá svo við að sól skein í heiði. Þá varð mér Ijósara cn nokkru sinni lýrr að hvergi í heiminum er litfcgurra en á íslandi. Hvergi er himinninn skærari, hafið dimmblárra og olíutankarnir gulari og rauðari. Svo er aftur skipt um sviðsmynd og allt málað á nýjan lcik i sömu grámyglulitatónunum. Það lellur vel að hugarástandi þvi sem lýst er hér aö olan. Hvcrgi er Ijótara og ömurlegra lands- lag í heiminum cn leiðin frá Keflavík til Reykjavíkur. F.ða leiðin lil Þingvalla gróðursnauð og litlaus eyðimörk hvert scm aug- að eygir. Aumingja útlendingarnir sem borga ol'tjár til þess að fá að sækja heim þetta kalda og hrjóstruga sker á endimörkum hins byggilega heims. Skyldu þeir hafa verið varaðir við? Eða létu þeir blekkjast af konfektkassaásýnd landsins í ferðapésum, Seljalandsfossi á sólbjörtum degi og þviumlíku? Ekki ætla ég að fara að afsaka landið en hvað fær eiginlega fólk til að hír- ast hér? Af hverju þurfti hann þessi, hvað sem hann heitir, að fínna landið? Gat hann ekki með nokkru móti týnt því aftur? Kannski hefði verið best ef við hefðum verið flutt á Jótlands- heiðar. Guðlast. Ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð. Þá væri, Sjáland, sælla hér sumarið þitt og blómin ef þú gætir gefíð mér gamla fossaróminn. Ég vil elska mitt land. Og svo framvegis. Það er nokkuð til í þessu. Ég elska þetta land - eins og allir landar mínir, hygg ég. Við erum í ástríðufullu ástar-haturs sam- bandi við landið, eins og Pétur Gunnarsson rithöfundur orðaði það einu sinni í útvarpsþætti. Ástin og hatrið lýsa sér meðal annars í minnimáttarkennd okkar og stórmennskubrjálæði, sí- felldum umkvörtunum og ofsalegu þjóðernisstolti. Það er ef til vill þetta með átt hefur og misst hefur og fjarlægðina og fjöllin að íslendingar erlendis þjappa sér saman tengdir óskiljanlega föstum bönd- um þess að vera íslending- ur og vera ekki heima. Þessi tengsl verða oft öllu öðru yfirsterkari í sam- skiptum. Fólk, sem á ekkert sameiginlegt annað en þetta, binst óútskýran- jegum tryggðaböndum. íslendingar þefa hver ann- an uppi með ótrúlega næmu þefskyni og þegar þeir finnast eru þeir eins og brot úr púsluspili sem loks hafa fundið það sem passar á móti. Jafnstoltir og Islendingar eru af þjóðerni sinu og landi þá er þeim óskaplega mikið í mun að vera eins og aðrar þjóðir. Varla er hægt að hugsa sér meira hrós að segja íslendingi en að Flug- stöð Leifs Eiríkssonar sé sú flottasta í Evrópu eða Kringlan sé flottasta verslunarhús á Norðurlöndum og Hart Rokk Kaffi í Rcykjavik sé það íburðarmesta og dýrasta af þeim öllum. Að svona lítil þjóð geti afrekað annað ein.s - það er dásamlegt, hreint og beint stórkostlegt. Við skálum og óskum hvert öðru til hamingju með að vera ekki eftirbátar og öðruvísi. Við höfum svo margar útvarpsstöðvar og meira að segja tvær sjónvarps- stöðvar og svo fina restauranta niðri í bæ. Við byggjum gróðurskála og byrgjum úti vonda veðrið og því fleiri og betri hallir sem við byggjum þeim mun betra; kannski tekst okkur alveg að gleyma því að við séum á íslandi. Þá getum við farið að haga okkur eins og íslendingar í útlöndum, stofnað þjóð- ræknislélög og haldið dásemdum gamla Fróns á lofti og étið prins póló á þorrablóti. Texti: Þórey Einarsdóttir 37. TBL VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.