Vikan


Vikan - 10.09.1987, Qupperneq 38

Vikan - 10.09.1987, Qupperneq 38
Mér finnst myndskáld alltof stórt orð, eins og Hákot. Það er snobblykt af því. Það er ekki hægt að nefna einn mann þessu heiti í kvikmyndagerð. Er ég það í Foxtrot, eða Jón leikstjóri, eða Karl tökumaður? Maður er að segja sögu með myndum. Kvikmyndin er oft sögð vera röð mynda eins og leikritið samtal per- sóna. Báðar þessar fullyrðingar eru þó rangar í eðli sínu því öll dramatík er fyrst og fremst saga af einstaklingum í átökum við lífið, í átökum við sjálfa sig, aðra einstaklinga eða umhverfi sitt. Þú getur gert mynd tæknilega pottþétta en ef sagan heldur ekki gengur kvik- myndin ekki upp. Mitt hlutverk er að gera söguna þannig að kvikmyndin haldi. Handritið er þannig hryggsúla kvik- myndarinnar. Þegar þú mætir manni sérðu ekki hryggsúluna, þú tekur eftir fasi hans, andliti og ytra útliti. Ef hann væri hins vegar án hryggsúlunnar yrði það örugglega það fyrsta sem þú tækir eftir. LANDSLAGIÐ EKKERT PUNT Stalker eftir Tarkowsky frnnst mér með albestu myndum sem gerðar hafa verið. Hún er sú mynd sem maður myndi taka með sér á eyðieyju. Hún er dæmi um ljóð- ræna mynd sem heldur. Það er dýrt sport að yrkja innhverf Ijóð í kvikmyndar- formi. Þú getur gert hvað sem er á pappír en kvikmynd er annað mál. Sama gildir um sagnagerð. Þú getur líka skrifað „antiróman“ en það les hann enginn nema bókmenntafræðinemar eftir nokk- ur ár. Ég hugsa mér að skrifa margt annað en kvikmyndahandrit. Það er að- eins eitt form af mörgum. Ég hef verið spurður hvort ég sé hættur að skrifa, eins og kvikmyndahandrit sé eitthvað allt annað. Svo er auðvitað ekki, maður er eðlilega barn síns tíma og kvikmynda- formið stendur manni því nærri. Maður var alltaf á bíó sem unglingur og sjón- varpið hefur maður daglega fyrir augunum. Maður á sínar uppáhaldsper- sónur og uppáhaldsatriði úr kvikmynd- um eins og úr bókum til dæmis. Astæðan fyrir því að ég fór út í þetta er þó ekki bara bíóáhugans vegna. Ég hef alla tíð hugsað myndrænt þegar ég skrifa og hef sífellt verið að basla við að koma hug- myndum í letur. Því fannst mér rétt að taka skrefið til fulls og fara að skrifa fyrir kvikmyndaformið. Hvað viltu segja um Foxtrot, fyrsta opin- bera kvikmyndahandrit þitt? Hugmyndin að Foxtrot kviknaði hjá mér fyrir nokkrum árum. Síðan sýndu þeir Frostfilm-félagar hugmyndinni áhuga í fyrrasumar og ég fór út og byrj- aði að skrifa. Fokaútgáfa handritsins var níunda prentunin, á þeim tíma breyttist það mikið, persónur lifnuðu og dóu og aðrar breyttu um nöfn og einkenni. Leik- stjórinn á síðan ætíð síðasta orðið, svo myndin getur enn breyst töluvert frá mínu handriti. Kvikmyndagerð er í eðli sínu hópvinna og ég hlýt fyrst og fremst að leitast við að skila handritinu þannig að ég sé sem ánægðastur með það. Mynd- in verður hugsanlega verri, hugsanlega betri. Alltént öðruvísi. Það má í fljótheitum setja orðið örlaga- þriller á Foxtrot, svona sem stimpil. Þetta er spennusaga með áherslu á persónu- dramatík fremur en náttúruhamfarir og sprengingar. Þó er sterk og mikil at- burðarás í kvikmyndinni. Hugsunin var frá upphafi að gera mynd sem væri gjald- geng utan íslands. Handritið var skrifað á ensku og íslensku og kvikmyndin tekin upp bæði með ensku og íslensku tali. Er hægt að tala um útflutning á íslenskri menningu í Foxtrot? Ekki í túristabæklingaskilningi. Við erum hvorki að fjalla um víkingatímann né fiskverkun. Það gerist ekki eitt atriði við Gullfoss, annað í Ásbyrgi, það þriðja á Látrabjargi, hið fjórða við Geysi og svo framvegis. Myndin gerist á íslandi og lýtur alfarið íslenskum lögmálum, í þeim skilningi er hún auðvitað rammíslensk. En efnið er alþjóðlegt eins og mannleg örlög eru yfirleitt. Mér hefur lengi verið hugstætt örlagaelementið, í hverju fólk getur lent, hversu örlagaþrungnir at- burðir geta verið. Líf fólks getur breyst á andartaki. Manneskjan lifir hversdags- legu lífi en er svo skyndilega stödd í miðju drama þar sem allar spurningar eru stór- ar og allar gerðir upp á líf á dauða. Það má segja að þetta sé útgangspunktur myndarinnar. Lykilpcrsónurnareru þrjár og fjórða aðalpersónan er umhverfið, landið. Sagan gerist öll á ferðalagi. ís- lensk náttúra var hluti hugmyndarinnar frá upphafi. ísland er tjársjóður fyrir kvikmyndagerð. íslenskt landslag er ótrúlega vel til þess fallið að spila með dramatík í kvikmynd en alls ekki sem skraut. Tökum sem dæmi Suðurlandið; fyrst er flatlendi og víðar ekrur, svo tek- ur við blómleg sveit í skjóli tígulegra fjalla og þar á eftir eyðimerkursandar með Atlantshafið opið allt til suður- skautsins á aðra hönd og dauðakaldan ísvegg á hina, þetta er ekkert punt. Þessa þætti vinnur maður með í hand- ritinu. Til dæmis bíll sem ekur i gegnum myndrammann, það er ekki sama hvort hann fyllir út í rammann með smásand umhverfis og jökul í fjarska eða hvort bíllinn sést í mikilli fjarlægð þar sem hann læðist yfir myndflötinn við rönd ægistórs jökuls, eins og skelkaður maur. Þetta er aðeins lítið dæmi um hvernig hægt er að nota landslag til að skapa dramatísk áhrif í kvikmynd. FOXTROT Hefurðu haft fingurna eitthvað í vinnsl- unni sjálfri, fylgistu til dæmis með upptök- um? Ég hef skroppið á tökustaði, það hefur verið fróðlegt og lærdómsríkt. Mér dettur ekki í hug að skipta mér af tökum nema eins og hver annar gestkomandi sem spyr sér til fróðleiks. Með handritinu er mínu starfi lokið. Framkvæmdin er leikstjórans og tökuliðsins. Það er skrýtið að heyra orðin sín hljóma í umhverfi sem er öðru- vísi en maður hafði ímyndað sér við skrifborðið úti i Kaliforníu og orðin hljóma líka öðruvísi en maður heyrði þau fyrir sér sjálfur. Þannig breytist textinn í meðförum leikara og leikstjóra. Hvaðan er þetta nafn, Foxtrot? Hvað þýðir Foxtrot? Foxtrott er dans í fjórskiptum takti. Hann var einu sinni vinsæll. Núna dans- ar enginn foxtrott lengur. Hann er geir- fugl. Foxtrott er líka orð sem notað cr í fjarskiptum. Trúirðu á myndina? Ég trúi því að þetta sé áhrifamikil mynd og komi til með að standa sig vel. Það er mikið í húfi í myndinni, bæði orðstír og fjármunir, annars snertir fjár- hagsdæmið mig ekki nema óbcint. Er þaö kannski nauðsynlegt fyrir hand- ritshöfundinn að vera ekki fjárhagslega bendlaður við væntanlega kvikmynd? Mér finnst ágætt að hafa þetta þannig. 38 VIKAN 37. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.