Vikan


Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 45

Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 45
Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir Já, já, þið hafið auðvitað oft heyrt um svoleiðis skötu- hjú, en þessi voru allt öðruvísi. Þessi konungur og drottning voru nefnilega hreyfmgarlausar postulínsbrúður á daginn en á næturnar, þegar allir í húsinu voru sofandi, lifnuðu brúðumar við og voru þá svo sannarlega í ríki sínu. Lítil stelpa, sem hét Gulla, átti þessar finu brúður. Áður átti mamma hennar brúðurnar, þar áður amma hennar og þannig koll af kolli langt aftur í ættir. Kóngur og drottning voru mjög fin og alltaf var farið með þau eins og dýrgripi. Gulla lék sér ekki að þeim held- ur hafði þau upp á punt á hillu við rúmið sitt. Gulla, sem var mjög þæg stelpa, fór alltaf að sofa klukkan níu á kvöld- in. Þremur tímum síðar, eða á mínútunni tólf, rumskaði drottningin og deplaði augunum. Síðan teygði hún úr sér og vakti kónginn. Þegar kóngurinn var almennilega vaknaður færðist al- deilis líf í tuskurnar. Þau stukku niður af hillunni og lentu hverja nótt í nýjum ævintýrum. Stundum fóru þau út um gluggann og renndu sér niður tréð í garðinum, en alltaf skiluðu þau sér aftur á sinn stað á hillunni rétt fyrir sólar- upprás. Þannig hafði það gengið nótt eftir nótt, ár eftir ár. Og nú ætlum við að segja ykkur frá einu af ævintýrunum sem þau lentu í. Gulla var steinsofnuð og þegar klukkan sló tólf vöknuðu kóngur og drottning. Þau voru ekkert að flýta sér og gáfu sér góðan tíma til að rétta úr sér og teygja sig og tóku nokkrar leikfimiæfingar. Drottningin sléttaði úr pilsi sínu og lagaði kórónuna á höfði kóngsins. Síðan renndu þau sér af hillunni, stukku fimlega á milli stólfóta, smeygðu sér framhjá skólatöskunni hennar Gullu og fieiru sem lá á víð og dreif um gólfið. í hinum enda herbergisins var gluggi sem þau komust út um og síðan renndu þau sér niður tréð sem stóð við húsið. Er þau voru komin út á gangstétt litu þau í kringum sig og um stund veltu þau fyrir sér hvert þau ættu nú að fara. Að lokum tóku þau stefnuna niður í bæ til að líta á mann- fólkið. Ferðin í bæinn gekk bærilega. Kóngur og drottning lauin- uðu sér inn í strætisvagn án þess að nokkur tæki eftir þeim. Þau höfðu margoft ferðast með strætisvögnum og alltaf sloppið við að eftir þeim væri tekið. Fullorðna fólk- ið var alltaf svo upptekið af sjálfu sér að það tók ekki eftir svona litlum dúkkuin en einu sinni voru þau hætt komin þegar lítið stúlka, sem sat í kerrunni sinni, tók eft- ir þeim og vildi ólm ná í þau. Sem betur fer gat sú stutta ekki gert sig skiljanlega, bablaði bara einhverja vitleysu eins og smábörnum er lagið og kóngur og drottning tróðu sér ennþá lengra undir sætið hjá mömmu stúlkunnar. En þetta var nú einsdæmi því litil börn eru ekki oft á ferðinni eftir miðnætti. í þetta skiptið voru fáir í strætisvagninum, bílstjórinn var í síðustu ferð sinni og geispaði ógurlega. Þegar vagninn nam staðar í Lækjargötunni stukku kóngur og drottning út. Síðan hlupu þau af stað að leita nýrra ævintýra. Fiwnhald í nœsta hlaði. Skrýtiur Maður kom inn í fangelsið: Get ég fengið að tala við þjóf- inn sem braust inn til mín síðustu nótt? Fangelsisvörðurinn: Hvers vegna viltu fá að tala við hann? Maðurinn: Eg vil fá að vita hvernig hann komst inn án þess að vekja konuna mína því að mér tekst það aldrei! Sigga litla: Kalli, skilur þú af hverju mamma var svona hrædd við að fara á baðvigtina? Það er alls ekki sárt. Kata: Mikið ert þú í fallegri kápu. Jóna: Maðurinn minn gaf mér hana þegar ég varð fertug. Kata: Sú hefur aldeilis dugað lengi. - Halló, halló, ert þetta þú, elskan? - Já, elskan, hver ert þú? Svo var það Hafnfirðingurinn sem kom í búð og sagði: Ég ætla að skila þessu bindi, endarnir eru mislangir. Gömul kona var á ferð með asna í taumi þegar hún mætti nokkrum ærslafullum strákum. - Góðan daginn, asnamamma, kölluðu þeir. - Góðan daginn, börnin mín, svaraði sú gamla. - Læknir, læknir, ég kom vegna þess að það hlustar aldrei neinn á mig. - Næsti. Kópavogsbúinn spurði Hafnfirðinginn: Hvað eru 4 + 6 mik- ið? Hafnfirðingurinn hugsaði sig Iengi um en gafst loks upp. - Það eru auðvitað 10 sagði Kópavogsbúinn. - Ertu vitlaus, maður, sagði Hafnfirðingurinn, það eru 5 + 5 sem eru 10. 37. TBL VIKAN 45 0.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.