Vikan - 10.09.1987, Side 46
Vikan — bílar
Breiðþota af gerðinni Boeing 747 er, í lend-
ingu, ógnvekjandi dæmi um hreyfiorku sem
þarf að hemja. Talsverður hluti af átökun-
um, sem því fylgja, kemur í hlut hjólbarð-
anna.
Þotan er nálægt 250 tonnum að þyngd i
lendingu og hraði hennar um það bil 150
mílur á klukkustund (240 km/klst.). Þessi
gríðarstóra eimreið háloftanna er svo stöðv-
uð á flugbrautinni með því að venda kný
hreyflanna og eyða lyftikrafti vængjanna
(með ,,spoilerum“) þannig að þyngd þotunn-
ar leggist á hjólin. Þá er hægt að beita
hjólabremsunum. Álagið á þær er mikið og
hitinn í lok lendingar getur orðið 300-400
gráður á C. Allan þennan hita þarf að losna
við og hluta hans verða hjólbarðar þotunnar
að þola. Að vísu eru 18 hjólbarðar undir
Boeing 747 svo nokkrir eru um hituna.
Það er þó ekki í lendingu heldur í flugtaki
sem mest álag er á hjólbörðum stórra far-
þegaflugvéla. Það getur einnig átt við um
hemlana ef hætta þarf skyndilega við flug-
tak. í flugtaki eru vélarnar fullhlaðnar (B
747 er þá um það bil 360 tonn) og flugtakið
fer oft fram eftir talsvert langan akstur að
flugtaksstöðu á brautarenda. Álagið á hjólin
minnkar ekkert í flugtaki fyrr en þotan hefur
náð flugtakshraða því vængirnir eru venju-
lega þannig lagaðir að lyftikraftur þeirra er
lítill fyrr en þá. Miðflóttakrafturinn, sem
hjólbarðarnir verða fyrir á flugtakshraða,
getur orðið allt að 2000 g (það er tvö þúsund-
faldur þyngdarkraftur jarðar) og þá er, til
að bæta gráu ofan á svart, þotan reist að
framan þannig að allur þungi hennar hvílir
andartak á aðalhjólunum einum. Svo taka
vængirnir til við að fljúga og þá lýkur erf-
iðri vinnustund hjólbarðanna.
Hjólbarðar undir Boeing 747 og fleiri stór-
um farþegaflugvélum (DC-8 til dæmis) geta
við erfiðar aðstæður hitnað upp í 120 gráður
á C og þá er lítið eftir af þoli hjólbarðans
því búast má við að venjulegir flugvélahjól-
barðar rifni við 140 gráður á C. Augljóst er
að eftirlit með ástandi hjólbarða undir flug-
vélum þarf að vera gott og engu má muna
með loftþrýsting. Springi einn hjólbarði
eykst álagið á hina og þar með líkurnar til
þess að þeir bregðist líka. Hjólbarðar á
venjulegum farþegaþotum hafa gjarna „end-
ingartíma“ sem er 100-150 lendingar og
flugtök, en undir sumum herþotum lifa þeir
tæplega af fleiri en 10-15 lendingar og flug-
tök.
Hjólbarðar undir bílum þurfa ef til vill
ekki að þola átök á borð við þau sem á
undan er lýst en þó er nokkuð á þá lagt.
Það verður því ekki of brýnt fyrir bifreiða-
eigendum að líta vel eftir hjólbörðum undir
bílum sínum. Gæta þarf þess að loftþrýsting-
ur sé réttur, slitflöturinn með nægilega djúpu
mynstri og að hjólbarðinn sé óskaddaður
og ekki á honum kúlur eða sprungur. Rétt
er að hlífa hjólbörðunum eftir mætti, til
dæmis gæta þess að aka ekki yfir stóra steina
að óþörfu og ekki yfir gangstéttarbrúnir
nema með ýtrustu aðgát. Hjólbarðarnir eru
eitthvert mikilvægasta öryggistæki bifreiðar-
innar og bregðist þeir, þegar mikið liggur
við, er voðinn vís.
Ástand hjólbarða undir bílum landsmanna
virðist hafa batnað. Auðvitað er skýringin
að hluta til sú að bílaflotinn hefur yngst
verulega á síðustu átján mánuðum og nýjum
bílum fylgja, sem betur fer, nýir hjólbarðar.
Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum var
þriðji hver bíll á hjólbörðum sem minntu
frekar á sautjánda júní blöðrur en almenni-
lega hjólbarða. Þá voru hjólbarðar hlutfalls-
lega dýrir og því vonlegt að bifreiðaeigendur
drægju í lengstu lög að endurnýja þá. Það
verður að teljast hæpið að skattleggja mikil-
væg öryggistæki eins og hjólbarða þannig
að fjölskyldur, sem þurfa að endurnýja þau,
svelti viícum saman af þeim sökum (eða
komist ekki til Mallorca). Eitthvað hefur
dregið úr skattlagningunni og verðlagið er
því skaplegra á hjólbörðum en það var um
tíma.
Hjólbarðakaup eru, að verðlaginu slepptu,
ekkert einfalt mál. Auðvitað má einfaldlega
kaupa sömu tegund, gerð og stærð hjólbarða
og voru upphaflega undir bílnum. Rétt er
þó að athuga handbókina í bílnum því þar
er ávallt að finna upplýsingar um gerð og
stærð hjólbarða, sem henta að mati framleið-
andans, og réttan loftþrýsting í slíkum
hjólbörðum.
Ýmsar tegundir og stærðir hjólbarða, aðr-
ar en þær sem mælt er með í handbókunum,
geta verið nothæfar í mörgum tilvikum.
Rétt er þó að hafa í huga að ef setja á stærri
eða breiðari hjólbarða en þá upprunalegu
undir bíl þarf ef til vill að gefa gaum að felgu-
stærðinni svo hjólbarðinn „sitji“ rétt. Stærri
felgur og hjólbarðar geta ennfremur valdið
óæskilegu álagi á hjóla- og stýrisbúnað svo
rétt er að fara að slíku með nokkurri gát.
Hjólbarðar eru nú aðallega tvenns konar:
1) Skálaga (Cross-Ply eða Diagonal). 2)
Þverlaga (Radial). Hér er verið að greina á
milli mismunandi fyrirkomulags strigalag-
anna í barðanum en það veldur einnig
talsverðum mun á eiginleikum hjólbarðanna.
Strigalögin, sem reyndar eru úr ýmsum efn-
um, svo sem stálþræði, nælonblöndu eða
rayon, eru til að styrkja barðann og halda
formi hans betur en ef hann væri einungis
úr gúmmíblöndu.
í skálaga hjólbörðum liggja strigalögin á
ská i hliðum og yfir slitflötinn.
Þverlaga barðar hafa strigalög sem liggja
þvert í hliðum og þvert yfir slitflötinn en auk
þess eru þverlaga barðar með sérstök striga-
lög (gjarna úr stálþræði) undir slitfletinum.
Reyndar voru skálaga hjólbarðar með sér-
stöku belti undir slitfletinum algengir í
Ameríku og sjást enn á mörgum stærri fólks-
bílum (Belted Diagonal).
Skálaga hjólbarðar eru eldri að uppruna
og einu sinni voru allir bílar á slíkum börð-
um. Fáir framleiðendur afhenda þó bíla sína
nú á skálaga hjólbörðum. Þessir barðar hafa
þó alltaf átt talsverðu fylgi að fagna á ís-
lenskum malarvegum því þeir þykja mjúkir
og ef til vill hljóðlátari en þverlaga barðar.
Veltiviðnám þeirra er þó mun meira en þver-
laga hjólbarða og þar með meiri eldsneytis-
eyðsla og minni ending. Skálaga barða er
hægt að hafa mjög sterka með því að fjölga
strigalögunum en þá verða þeir jafnframt
harðari.
Skálaga barðar með belti eru með öllu
stífari slitflöt sem verpist minna í akstri en
á venjulegum skálaga hjólbörðum. Þessi gerð
hjólbarða náði ekki útbreiðslu nema á
bandarískum bílum.
Radial (þverlaga) hjólbarðar hafa mun
minna veltiviðnám en hinar gerðirnar og slit-
flöt sem aflagast minna í akstri og hefur
betra veggrip við flestar aðstæður en hinar
46 VIKAN 37. TBL