Vikan


Vikan - 26.11.1987, Síða 4

Vikan - 26.11.1987, Síða 4
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON I BYRJUN VIKUNNAR Þessi fjölskylda setti óneitanlega svip á opna Reykjavíkurmeistaramótið í kraftlyffingum. í miðj- unni er Skúli Óskarsson, eða „stálmúsin" eins og hann er kallaður.ásamt systkinum sínum, þeim Nínu og Má. Samtals settu þau 12 íslandsmet á mótinu og geri aðrir betur en Skúli hirti nokkur met af Kára „Ketti“ Eliassyni fyrir norðan, m.a. setti hann nýtt íslandsmet í réttstöðulyftu í sínum þyncdarflokki lyfti 270.5 kg Bubbi fær gull og platínu Fyrir síðustu helgi var gefin út platan Dögun með Bubba Morthens. Það hlýtur að teljast stórviðburður þegar Bubbj sendir frá sér plötu þó að blessunarlega stutt sé á milli platna frá honum, þökk sé frjó- um huga tónskáldsins. Dögun er mjög róleg og fáguö plata meö vönduðum textum og Bubbi tileinkar hana samtökunum Amnesty International. Upptökum stjórnaði Tómas Tómasson en hann sá einnig um bassaleik og hljómborðsleik á plötunni. Aðrir hljóðfæraleikarar með Bubba eru Ásgeir Óskarsson, Þorsteinn Magnússon, Ásgeir Jónsson og' Kristján Edelstein. Upptakan fór fram í Stúdíó Sýrlandi. Við kynninguna á plötunni fékk Bubbi afhenta gullplötu fyrirfram vegna þess að í fyrstu umferð var plötunni dreift í sex þúsund ein- tökum. I leiðinni fékk hann af- henta platínuplötu vegna þess að Frelsi til sölu hefur selst í tæp- Fjöldi Islendinga verður í Mexíkó um jól og áramót - en hvað kostar ferðin? (Sjá nánari umfjöllun um Mexíkó annars staðar í blaðinu) Arctic einnig Blaðamanni urðu á þau mis- tök í fréttinni af Birni Borg að þegar sagt var að hann hefði verið hér á iandi á vegum versl- ananna sem seija föt sem fram- leidd eru undir hans nafni láðist að geta þess að hann var ekki síður að kynna snyrtivörur sínar. Þær eru fluttar inn af heildversluninni Arctic, sem hefúr selt meira af þeim en nokkur annar umboðsaðili í heiminum — miðað við höfða- tölu... Hlutaðeigandi eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Meðfylgjandi mynd var tekin af Birni Borg og unnust hans, Jannike, á vörukynningunni á dögunum. Það verður æ algengara að íslendingar bæti sér upp skammdegið og láti jóla- stressið fram hjá sér fara með því að fara í frí til suð- lægra landa á þessum árs- tíma. Sem dæmi má nefna að nokkuð stór hópur fer til Mexíkó þessi jól, enda hita- stigið mjög ákjósanlegt á þessum árstíma. Ætli það kosti svo mikið meira að fara í þannig frí heldur en allt umstangið í kringum jólin? Við hringdum á söluskrif- stofu Flugleiða og könnuð- um hvað það kostar að fara til Mexíkó, í álíka ferð og fjallað er um í blaðinu. Hjá Flugleiðum fengum við þær upplýsingar að erfitt er að gefa nákvæmar upplýsingar því verðlag er margbreytilegt og ýmsir utanaðkomandi þættir haft þar áhrif, en alla vega er hægt að gefa lesendum nokkra hugmynd um þetta mikilvæga atriði. Apex flug frá íslandi til New York, ffam og tii baka, kostar um kr. 25.040 með flug- vallarsköttum. Flug þaðan til Mexíkóborgar með Aero Mex- íkó og til baka kostar um 12.007. Flug þaðan til Acapulco, og til baka, kostar kr. 3-160, en skemmtilegra er að keyra þang- að og er einnig ódýrara. Alls gerir þetta um 40.207 á mann, eða kr. 80.414 fyrir tvo í ferða- kostnað. Þá er eftir að athuga hvað gistingin kostar, sem auðvitað er afar breytilegt eftir því á hvaða hóteli er gist, en hér eru nokkur dæmi: Á Holiday Inn í Mexíkóborg kostar nóttin um 2.590 í tveggja manna herbergi og við gerum ráð fyrir að gist sé tvær nætur. Ein nótt í Taxco á Hotel de la Borda kostar um 1.665, en í Acapulco á Hyatt Regency hóteli kostar nóttin um 3-330 og þar gerum við ráð fyrir að gist sé í 10 nætur. Gist- ingin reiknast þannig kr. 40.145 fyrir tvo, þannig að ferðir og gisting eru kr. 120.559. Morg- unverður er innifalinn í gist- iverðinu en ofan á þessa tölu kemur síðan allur annar matar- kostnaður. Síðan er bara að reikna út hvað jólin kosta með öllu... - B.K. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.