Vikan


Vikan - 26.11.1987, Page 17

Vikan - 26.11.1987, Page 17
Laddi ásamt hinni ómissandi Soffiu Vagnsdóttur sem sér um búningana. stuttu samtali við Vikuna. „Þetta hefur samt lagast mikið hjá honum frá því að sýningin var á Hótel Sögu en þá var oft öskrað á mig ef hlutirnir gengu ekki sem skyldi. Edda aftur á móti tekur þessu þveröfugt ef eitthvað fer úrskeiðis, hún yflr- leitt lekur niður í hláturskasti. Eitt sinn á Sögu er Edda var að skipta úr fyllibyttu yfir í Helgu Möller í Æsi-tríóinu náð- um við ekki úr henni tönnun- um, ég hef sennilega notað of mikið tannlím. Hún fékk hlát- urskast sem auðveldaði ekki málið og varð að lokum að fara með falska góminn fram aftur,“ segir Soífía. Þegar hér er komið sögu í sýningunni hefúr Edda misst af sér einn háhælaðan skó út í sal og Soffia segir við Ladda, áður en hann fer aftur inn á sviðið, að reyna að finna skóinn. Skömmu seinna kemur skórinn fljúgandi inn ffá sviðinu og munar minnstu að Soffia fái hann í höfuðið. Lætin baksviðs gefa sýning- unni sjálffi sem sagt lítið eftir hvað grínið varðar en Soffia seg- ir að nú gangi þetta bara nokkuð vel fýrir sig enda fólkið orðið sjóað í því sem það á að gera og sé mesta fúrða hve allt gangi vel upp, jafnvel Laddi hefúr verið óvenju rólegur á þessari sýn- ingu sem við litum inn á... „Það má alveg koma ffam að hann er að taka sig á baksviðs," segir Soffia. —FRI. Edda Björgvinsdóttir djúpt hugsi. Þorleifsson pælir í hlutunum. L VIKAN 17 UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.