Vikan


Vikan - 26.11.1987, Page 32

Vikan - 26.11.1987, Page 32
Þú hefðir átt aÚ hlusta á mömmu þína Sylvester! Engin kona er nógu góö fyrir hann - segir mamma Sylvester Stallone Mikið hefur verið skrifað og skrafað um skilnað Stall- one og dönsku konunnar hans Gitte; bæði um ástæð- una og hversu mikla pen- inga hún fai. Hún fær þó nokkuð, en samt ekki jafh mikið og fyrri konan hans, Sasha. Sylvester hefði verið nær að hiusta á mömmu sína er núna sagt, en hún var allt- af á móti giftingunni. í við- tali sem átt var við hana rétt fyrir skilnaðinn kemur álit hennar berlega í ljós. — Þú áttir von á því að illa feri alveg frá upphafi. Hvers vegna? Vegna þess að Birgitte sagði mér áður en þau giftu sig að það sem væri mikilvægast í hennar lífi væri frami hennar. Hana langaði ekki að eignast börn; sagðist vera of ung til að vera móðir. Ég sá í stjörnunum að hjónabandið myndi enda með skilnaði, þau eru í sama stjörnu- merki og fólk í sömu merkjum ættu ekki að giftast. — Hvað fannst Sylvester um spádóminn? Honum var alveg sama, en þetta var í eina skiptið sem hann hefur ekki hlustað á mig. Hann kann lítið inn á samskipti við konur og hann hefur alltaf verið alltof góðhjartaður. Þegar hann var sautján ára var hann æðisleg- ur, .en hann bauð ljótum stúlk- um með sér á ball. Hann vor- kenndi þeim af því þær voru ljótar. Eg sagði við hann að hann ætti að sofa hjá eins mörgum stúlkum og hann kæmist yfir áður en hann gifti sig en passa bara að þær yrðu ekki ófrískar. Birgitte er svo miklu lífs- reyndari og gáfaðri í þessum málum, en hann. Ég skyldi við föður Sylvesters þegar Sylvester var 10 ára og hef passað vel upp á hann allt hans líf. Ég sá til þess að hann kynntist bókum og listum, en ekki götulífinu. Ég kenndi honum á píanó með því að standa yfir honum og neyddi hann til að spila. Honum finnst jafnvel að ég hefði átt að vera enn harðari við hann og sjá til þess að hann héldi sér við pían- óið. — Hvernig heldurðu að hann taki skilnaðinum? Hann kemst vel ffá þessu, það eina sem gerist er að hégóma- girnd hans fer skell. Og auðvit- að mun hann gifta sig aftur. Best væri fyrir hann að giftast á ítalska vísu. Hann þarf að eiga fallegt hús í sveitinni og eiga 10 börn, sem öll líkjast honum. Hann þyrfti að eignast evrópska konu sem væri honum undirgef- in og hlustaði á allt veikindatal hans. Hennar hlutverk ætti að vera að eignast börn og sérhæfa sig í svæðanuddi. Hún þyrfti að æfa líkamsrækt með honum og tala um vítamín við hann, það þykir honum áhugavert umræð- uefhi. Vildi hún læra eitthvert starf þá ætti það að vera nudd. 32 VIKAN Þarna væri hans hreiður, en hann ætti að eiga hjákonur um allan bæ frá mörgum löndum: Eina ungfrú Ítalíu hér, ungfrú Svíþjóð þar og ungffú Danmörku einhvers staðar annars staðar. Sylvester tekur konur ekki al- varlega og í mínum augum er engin kona nógu góð fyrir hann. — Heldurðu að hann giftist fyrri konu sinni, Sasha, aftur? Aldrei. Hann fer aðeins til hennar til að heimsækja son sinn. Hvers vegna ætti hann að vilja hana í annað sinn? Hefur hún breyst? Það eina sem hún hefur gert er að eldas.t. Þú hefur- átt í útistöðum við Sly vegna þess að þú hefur gagnrýnt hjónabandið. Hvernig er sam- band ykkar nú? Ég vorkenni honum. Þetta hjónaband var algjörlega óþarft fyrir hann. Þetta eina og háífa ár hefur verið honum mjög dýrt, bæði andlega og peningalega séð. Hún hefur vanvirt hann, en það sem hún hefur sagt hefur gert henni illt út á við. Hún sagði að hann væri leiðinlegur. Er það rétt að þau skrifuðu undir kaupmála áður en þau giftu sig? Já og hún fer ekki rík ffá þessu hjónabandi. — Ef þú gætir óskað Sylvester einhvers, hvað væri það þá? Að hann ætti 10 börn og engar eiginkonur. Hvað fer Birgitte? Hún fékk dágóðan hluta af tekjum hans á meðan þau voru gift. Fyrir COBRA er talið að hann hafi fengið 16 milljónir dollara. Hún fer hluta af því sem hann þénaði á ROCKY IV og RAMBO, sem eru um 30 millj- ónir dollara. Talið er að alls hafi hann þénað um 60 milljónir dollara á þessum átján mánuð- um sem þau voru gift, en samn- ingurinn sem þau skrifuðu und- ir gerir það að verkum að eftir skilnaðinn fær hún alls ekki mik- ið samkvæmt amerískum skilnaðar „standard".

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.