Vikan


Vikan - 26.11.1987, Page 36

Vikan - 26.11.1987, Page 36
Égerkona kinnar heilögu þrenningar Rætt viö Ágústu Gunnarsdóttur myndlistakonu í Bloomington í Bandaríkjunum um áhugamálin þrjú, börnin þrjú og eiginmennina þrjá. Texti og myndir: Sigríöur S. Gunnarsdóttir Alúö og ákveðni ein- kennir allt sem Ágústa Gunnarsdóttir tekur sér fyrir hendur; aö skipta á bleiu og gefa brjóst virö- ist henni jafn eðlilegt og aö búa til pappírsskúlpt- úra eöa mála málverk. Það er auðséð aö hér fer kona sem veit hvaö hún vill og hefur hæfileikana til aö ná því takmarki. Sem minnir mig á brúðkaups- veislu hennar fyrir rúmum 5 árum. Ég kom akandi 120 mílur til að vera viðstödd, á yndislegu miðvestursvori. Á leiðinni sprakk hjá mér dekk og ég varð að svifta mér út á hraðbrautinni og skipta snarlega um, íklædd hvítu frá toppi til táar. En mér tókst nú samt að ná í skottið á brauðkaupsveislunni, og þó að ég hafi verið íklædd „brúðarlit", þá var ekki það sama að segja um brúðina, sú var í rauðum síðum silkikjól sem hún hafði saumað sér í til- efiii dagsins, með hnepptri klauf frá faldi og upp á mitt læri. Þetta brúðarskart vakti athygli íhalds- samra miðvesturbúa, en þeir leystu málið með því að skrifa búninginn á reikning Skandin- ava, að þetta hlyti að vera ein- hver Skandinaviskur brúðkaups- siður.... Það gustaði af henni Ágústu þá og það gustar ekki minna af henni núna. Oft öfunda ég hana af orkulindinni sem hún hefur yfir að ráða og ég reyni stund- um að standa nálægt henni, í þeirri von að ég smitist. Núna, þessum árum seinna er Ágústa pappírslistamaður á upp- leið, hefur nú þegar hlotið viðurkenningar og haldið sýn- ingar m.a. í Chicago, aukþess að hafa tekið þátt í samsýningum. Verk hennar hafa hlotið mikla eftirtekt og mjög góða dóma, enda vinnur hún pappír á afar sérstakan hátt, í skulptúra sem eru flestir undir áhrifum af ís- lensku landslagi. Aðferðin er sú að taka blautan pappírsmassa eftir að búið er að berja hann í þar til gerðu apparati, og móta siðan með höndum, pressu eða öðrum hjálpartækjum, þar til að maður nær því ffam sem maður vill. Þá þarf þetta að þorna við æskilegar kringumstæður. Við hittumst á ný, og mig langar til að forvitnast um list hennar og líf, hvað á daga henn- ar hefur drifið, og hún gefur ný- fæddri dóttur sinni brjóst af þeirri alúð og ákveðni er áður var nefind á meðan við röbbum saman. 36 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.