Vikan


Vikan - 26.11.1987, Síða 42

Vikan - 26.11.1987, Síða 42
Gildra úr húloftunum Alþjóðaskákkeppni flug- félaga var haldin í Reykjavík um miðjan síðasta mánuð. Það tefldu 24 skáksveltlr frá 16 félögum. Sveit Fluglelða bar sigur úr býtum, sem kom ffáum á óvart. í þau tiu skipti sem keppnin hefúr verið haldin, hefúr sveitin fimm sinnum náð efsta saeti. Skipulagning mótsins þótti fframúrskarandi og erlendu gest- imir hrifúst mjög af landi og þjóð. Boðið var upp á skoðunar- ferðir, m.a. að Gullfossi og Geysi; hvergi var til sparað í veisluhöldum, en þess á milli var barist af hörku við skákborð- ið. Hér gefúr að líta eina snagg- aralega skák. Þar sem umhugs- unartími er svo skorinn við nögl (klukkustund á skák) má ekki búast við óaðfmnanlegri tafl- mennsku en skemmtileg getur hún engu að síður orðið. Þetta er skák milli Pötsche, fffá þýska flugfélaginu Lufthansa, sem hafði hvítt og Peireira, firá brasilíska félaginu Varig. Fyrstu leikir féilu þannig: 1. e4 e5 2. Rfö Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. 0-0 Bg4 6. h3 h5 7. d3 Df6 8. Rbd2 Re7 9. Hel Rg6 10. hxg4 Mannsfóm svarts í þessu uppskiptaafbrigði spænska leiksins er vel þekkt. Hvítur er sagður leika best 10. d4 og láta agnið eiga sig. 10. — hxg4 11. Rh2. abcdefgh 11, — Hxh2! Hvítur ætti að svara þessu með 12. Dxg4 með u.þ.b. jöfnum möguleikum. Það er fireistandi að hirða hrókinn en þar fellur hvítur í gryfju. 12. Kxh2? Dh4+ 13. Kgl g3 14. fxg3 Þvingað. Ef 14. Dfö, þá 14. - Bc5 15. Hdl Rf4 og vinnur. 14. - Bc5+ 15. Kfl? Styttir dauðastríðið. Efitir 15. d4 Bxd4+ 16. Kfl á hvíti kóngur- inn reit á d3 en 16. — Dhl+ 17. Ke2 Dxg2+ 18. Kd3 Dxg3+ 19. Rfö 0-0-0! gefúr svörtum vinn- ingsstöðu. 15. - Dhl+ 16. Ke2 Dxg2 mát! Ab virkja mannskapinn Lítið á eftirfarandi stöðu, sem er úr skák Sterenberg og Ak- hmilovskaju, sem hafði svart og átti leik, fffá alþjóðlegu kvenna- móti í Havana: 42 VIKAN Við fyrstu sýn virðast svörtu mennirnir ekki vinna sérlega vel saman. Riddarinn og svartreita biskupinn stefina reyndar á kóngsvænginn og svartur hefúr þrýsting eftir e-línunni. En biskupinn á h7 er lokaður inni og hrókurinn á c8 virðist heldur ekki hafa nægileg verkefini. Það er snoturt hvernig svörtum tekst, með lítilli fléttu, að virkja allan mannskapinn til sóknar: 22. - Dxel! 23. Hxel Hxel+ 24. Kg2 Hgl+ 25. Kh3 Rf2+ 26. Kh4 Vonlaust er 26. Dxf2 Bxf2 og svartur á hrók til góða. 26. - Be7+! og nú gafct hvítur upp. Hann vildi ekki bíða eftir að svartur lyki fléttunni með 27. Kh5 Bg6+! 28. fxg6 Hc5+ og mátar. Óvirku mennirnir reka smiðshöggið á mátsóknina. „Það skellur allt á samtímis, pabbi. Mig bráðvantar 200 þúsund kall fyrir vélhjóli, tvö þúsund kall fyrir rokkhljómleikum og þúsund kall fyrir hjúskaparvottorði.“ Efnilegir spilarar Nýlega var haldið íslandsmót yngri spilara í tvímenningi. Nokkuð kom á óvart, að það unnu ungir en efinilegir spilarar sem heita Daði Björnsson og Guðjón Bragason. Mestallan tímann leiddu Matthías Þor- valdsson og Júlíus Sigurjónsson mótið, en þeir voru fyrirfffam taldir einna líklegastir til vinnings. í næstsíðustu umferð- inni duttu þeir úr fyrsta sæti í annað og áttu mjög slæma setu í síðustu umferð. Þeir höfiiuðu í fjórða sæti sem er neðsta sætið sem þeir vermdu allan tímann. Hér á eftir birti ég eitt spil sem þeir spiluðu í keppninni. Þeir fengu topp fyrir spilið, enda kannski ekki undarlegt þegar spilin eru skoðuð og sagnirnar hjá þeim: Isak örn Sigurðsson K KQXXX AKXX QXX N N S AQXX J98X igi09x S N 2 hjörtu (1) 2 NT (2) 3 lauf (3) 3 tíglar(4) 4 Iauf(5) 4 NT(6) 5 hjörtu (7) (1) Flannery sagnvenja, lofiar stuttum tígU og opnun. (2) spyr nánar um hendina. (3) Er annað hvort með 4-4-1 -4 eða 4-4-0-5. (4) Spyr nánar. (5) 4-4-0-5. (6) Ásaspurning. (7) Tveir Ásar! Spilið spilaðist þannig: útspil tíguldrottning, drepin á Ás og liflu laufl spilað. Vestur hleypti og laufkóngur sagnhafa átti slaginn. Lítill spaði á kóng og tígull trompaður. Spaða Ás og drottning sáu um laufin tvö í blindum og síðan varð trompás- inn eini slagur varnarinnar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.