Vikan


Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 5

Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 5
Líður best á sviðinu og í rúminu Viðtal við Cock Robin Hljómsveitin Cock Robin hélt tónleika hér á landi um síðustu helgi. Blaðamaður Vikunnar hitti söngvara hljómsveitarinnar Peter Kingsbury og Ann LaCazio að máli efitir tónleikana í Reiðhöllinni í Víðidal. Peter og Ann eru mjög sér- stæðir söngvarar með ein- stakan hljóm, eins og einn aðdáenda hljómsveitarinnar orðaði það við blaðamann Vikunnar. En hvemig skyldu söng- vararnir líta sjálfa sig og hvert annað? — Nú eruð þið bæði mjög sér- stæðir söngvarar með einstakan hljóm. Hvernig lítið þið á ykkur sjálf og hvort annað? Peter: Ég lít á sjálfan mig sem söngvara fyrst og fremst. Vissu- lega spila ég á bassa á tónleik- um, en aðalhljóðfæri mitt er píanó. Ég byrjaði að spila á það fimm ára og lærði klassíska tón- list lengi. Samt lít ég aðallega á mig sem söngvara og ég vil að mín verði minnst fyrir söng minn. Og kannski líka fyrir lögin sem ég hef samið. söngurinn er mesta ábyrgð mín gagnvart hljómsveitinni og ég verð að gæta vel að röddinni. Ef ég hita ekki röddina upp í u.þ.b. 40 mín- útur fyrir tónleika get ég ekki ffamleitt neitt hljóð daginn eftir. Mér finnst Anna alveg stór- kostleg og þegar ég heyrði út- komuna fyrst þegar við sungum saman vissi ég að við vorum með rétta hljóminn. Anna: Ég er engin söngkona. í alvöru. Ég lít ekki á mig sem söngkonu, enda átti ég ekki að verða það í upphafi Cock Robin. Ég spilaði á hljómborð og söng bakraddir. Svo vildi Peter fá mig til að syngja meira og þannig er ég orðin söngkona. Eg er firekar takmörkuð og get ekki sungið hvað sem er. Ef Iögin henta mér ekki hljóma ég ömurlega. Peter getur hinsvegar sungið hvað sem er, allt hljómar dásamlega þegar hann syngur það. Ég hef dáð hann sem söngvara í mörg ár, miklu lengur en við höfúm starfað saman. Nú er sviðsframkoman sér- staklega hressileg hjá þér, Anna. Hvernig líður þér þegar þú er á sviðinu? Anna: Alveg stórkostlega. Mér líður best á sviðinu eða í rúminu — sofandi (hlær). Þetta er það stórkostlegasta sem mað- ur gerir. Það að ná góðu sam- bandi við áhorfendur gefúr manni „kikk“ sem maður fær hvergi annarsstaðar. En maður getur líka lent í því að líta á vit- lausan áhorfanda og séð andúð- ina í svipnum. Þá horfi ég stíft á móti eins og ég vildi segja: Hvern andskotann ert þú að gera hérna? Ekki bað ég þig að koma. — Hvernig lítið þið á tónlist- ina ykkar? Peter: Margir hafa kallað tónlist okkar „Californiulega", en mér finnst það kjaftæði. Við erum ekki lík neinni hljómsveit þaðan sem ég hef heyrt i. Ég held að ég hafi orðið fyrir meiri áhrifúm ffá Kanada sem krakki. Svo á klassíkin alltaf mikið í mér og ég held að áhrif frá henni séu greinanleg í tónlist okkar. Ég vil bara að tónlistin sé melódísk og seiðandi, enda nota ég hljóm- borðið mikið til að ná fram þeim áhrifúm. Anna: Tónlistin okkar er furðulegt samsafn. Mér finnast lögin hans Peters mjög góð og textarnir ekki síðri. Ég kem yfir- leitt ekki mikið við sögu við samningu laganna, en ég hef mitt að segja og ég held að hann virði álit mitt og ef ég segi að mér Iíki ekki eitthvað breytir hann því. Það mikilvægasta fyrir mig er að hann semur lög sem henta vel fyrir rödd mína. — Að lokum? Peter: Við komum örugglega hingað aftur, og ég vona að við fáum fleiri áheyrendur þá, vegna þess að ég veit að tón- leikarnir í dag voru ágætir og það er alltaf auðveldara að spila einhversstaðar í annað sinn. Þá vil ég líka hafa meiri tíma og leigja bíl til að geta ferðast um og skoðað landi. Ég eyddi morgninum í að lesa bókina „ís og eldur“ og mig langar virki- lega til að sjá þessa fegurð með eigin augum. Anna: Mig langar bara til að þakka öllum sem komu á tón- leikana. Það var virkilega gaman að spila fyrir ykkur og eins og Peter langar mig til að koma aftur. AE. máli nn frÍSögn Vikunnar í ndur Cock Robin mun Vikan hins vegar birfa spjall blaða- ™r,nnaSr. SÖn9vara hliómsveit- VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.