Vikan


Vikan - 03.12.1987, Page 14

Vikan - 03.12.1987, Page 14
UOSM.: M. HJÖRLEIFSSON „Lánum ekki fólki fyrir víni“ - segir Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, þegar hann var spurður hversvegna ÁTVR samþykki ekki kreditkort sem greiðslu fyrir áfengi. Áfengi innan um annan varning í framtíð- inni? Margir hafa velt því fyrir sér hvort það fari ekki að koma að því að hægt verði að kaupa áfengi með kredit- korti á útsölustöðum ÁTVR. Vikan sló á þráðinn til Höskuldar Jónssonar for- stjóra Áfengisverslunarinnar og spurði hann að þessu: „Nei, það eru ekki áform okkar,“ segir Höskuldur. — Hvers vegna ekki? „Eg hef mikið verið spurður að þessu, en áfengi er ekki selt nema gegn staðgreiðslu og við teljum að greiðsla með kredit- kortum séu lánsviðskipti sem ekki samræmast starfsreglum okkar. Mín persónulega skoðun er sú að fólk eigi að eiga fyrir víninu sem það er að kaupa, sem auðvitað kemur málinu ekkert við.“ — Hafið þið einhver áform uppi um að opna áfengissölu- deildir í stórmörkuðum? „Ekkert frekar í stórmörkuð- um en öðrum verslunum. Við erum þegar farnir inn á þessa braut því nýverið var opnuð þannig deild í Ólafsvík. Þetta er reyndar í vefnaðarvöruverslun „Áfengi má aðeins selja gegn staðgreiðslu,“ segir forstjóri ÁTVR. Því koma greiðslukorta- viðskipti ekki til greina þar sem þau eru ekkert annað en lánsviðskipti. og þar inni er rekstur á okkar vegum þar sem sumir kaupa á- fengi af okkur á meðan aðrir versla vefnaðarvöru." Góðar fréttir — Nú eru mörg bæjarfélög þar sem íbúarnir hafa þegar gegnið til atkvæðagreiðslu um það hvort þeir vilji hafa áfengisút- sölu á staðnum og þar sem út- koman hefúr verið sú að meiri- hluti íbúa er meðmæltur útsöl- unni; ég nefiii Hafharfjörð sem dæmi. Væri þá hægt að opna á- fengissöludeild í einhverri versluninni þar? „•Nágrannabæjarfélög okkar Hafharíjörður, Garðabær, Kópa- vogur og Seltjarnarnes hafa öll óskað eftir áfengisútsölum og það er alls ekkert ótrúlegt að við stofnum þar til svipaðrar samvinnu og í Ólafsvík. Þannig ættum við að geta mætt óskum allra þessara íbúa. Þetta yrðu þá deildir innan verslunar, þar sem við ættum deildina og sæjum um stjórn hennar og rekstur, en þessi lausn er hagkvæmari en opnun sérstakra útsölustaða. — Að lokum: flestir halda að forstjórar ÁTVR séu bindindis- menn, en bragðar þú áfengi? ,Já, ég bragða áfengi." Ekki alltaf víst að ódýrasti kosturinn sé valinn Þar með var viðtalinu við Höskuld Jónsson lokið og má segja að þarna hafi fengist góð svör við spurningum sem neyt- endur spyrja gjarnan; annað svarið neikvætt, hitt jákvætt, en það þarf meira til en að forstjóra ÁTVR lítist vel á þennan kost: í fjármálaráðuneytinu eru ákvarð- anir teknar varðandi stofhun nýrra útibúa því stofhkostnaður við opnun nýs útibús af sæmi- legri stærð er um 10 milljónir króna samkvæmt upplýsingum Snorra Olsen í fjármálaráðu- neytinu. Snorri var spurður að því hvort hann héldi að von væri til þess að hægt væri að opna útsöl- ur í þeim bæjarfélögum sem þess óska fyrr en ella, ef útibúin væru staðsett innan verslunar sem þegar er til staðar. „Málið er ekki alveg svo ein- falt að það nægi að húsnæði standi til boða, jafhvel ekki þó það sé boðið endurgjaldslaust eins og ég heyrði í fréttunum að Garðakaup hefðu boðið, enda held ég að það teljist vafasamt fyrir ríkissjóð að byggja á slíkum boðum. Reyndar höfúm við ekki tekið neina afstöðu til þessa máls því okkur hefúr enn ekki „Það er alls ekkert ótrúlegt að við stofimm til svipaðrar samvinnu og í Ólafsvík við önnur bæjar- félög,“ segir Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, í viðtali við Vikuna. Myndin hér fyrir ofan sýnir Garðakaup í Garðabæ. Þá verslun keypti nýverið Hrafn Backman, eigandi Kjötmiðstöðvarinnar í Reykjavík. Hann hefiir nú boðið ÁTVR aðstöðu fyrir útsölu í húsakynnum Garðakaupa endur- gjaldslaust í 10 ár. 14 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.