Vikan - 03.12.1987, Síða 15
Ámi Sveinbjöm Mathiesen stendur hér á Strandgötunni í Hafharfirði með Bókaverslun Olivers Steins í baksýn. Þar var áður áfengis-
útsala. Það var fyrir stríð og bannár. í febrúar í fyrra var hmndið af stað undirskriftasöfnun í Firðinum þar sem skorað var á bæjar-
yfirvöld að efna til atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði um það, hvort opna ætti áfengisútsölu að nýju í bænum. Bæjaryfirvöld urðu við
áskoruninni og í skoðanakönnun bæjarins í mars tóku þátt hátt í jafti margir bæjarbúar og tekið höfðu þátt í bæjarstjómarkosning-
unum næst á undan. Úrslit vom ótvíræð: 82 prósent þeirra sem atkvæði greiddu vildu fá áfengisútsölu. Fleiri bæjarfélög fylgdu í kjöl-
farið og efndu til atkvæðagreiðslu af sama toga. Úrslitin urðu alls staðar hin sömu, yfirgnæfandi meirihluti vildi íá áfengisútsölu í
eigið bæjarfélag. Hér á ámm áður var meirihlutinn hins vegar langoftast andsnúinn því en breytt viðhorf til áfengismála ráða nú
ferðinni.
borist það bréf sem mér skilst
að sé á leiðinni til okkar varð-
andi þetta. En varðandi verslun-
ina á Ólafsvík þá Ieituðum við
eftir samstarfl við verslun á
staðnum. Aftur á móti á alveg
eftir að marka stefhu varðandi
hvers konar verslanir koma
helst til greina sem samstarfsað-
ilar og þá sérstaklega hvort
þetta eigi að vera matvöruversl-
anir eða aðrar verslanir."
Þykja matvöru-
verslanir ekki
ákjósanlegar?
„Heilbrigðisráðuneytið vill
helst hafa áfengisverslanir alveg
einangraðar ffá öðrum verslun-
arrekstri. Síðan er sú skoðun í
gangi að áfengi eigi ekki að vera
til sölu í verslunum sem menn
koma í daglega og undir þær
flokkast matvöruverslanir."
— í mörgum öðrum löndum
þykir sjálfsagt að hafa vín til sölu
á sama stað og menn versla í
matinn, er okkur íslendingum
sem sagt ekki treystandi fyrir
þannig verslunarmáta?
„Ég vil nú ekki tjá mig um á-
fengisstefhuna sem hér ríkir, en
eins og þú veist er okkur ekki
treyst til að kaupa bjór. Byggt er
á afar gömlum lögum sem ef-
laust eiga eftir að breytast tölu-
vert í framtíðinni."
— Hvað með útibú fyrir ná-
grannabæjarfélögin, eru þau á
næsta leyti?
„Það þarf að gera áætlun um
það hvernig áfengisútsölur eigi
að dreifast á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu og verið er að vinna í
þessu. Komið hefur til tals að
hafa tvær stórar útsölur þar sem
seldar verða allar þær tegundir
sem ÁTVR hefúr á boðstólnum
og síðan væru nokkarar minni
sem seldu allar algengustu
gerðir. Á meðan þessi áætlun
liggur ekki fyrir verða ákvarðan-
ir um opnun nýrra útibúa ekki
teknar. Síðan er það Alþingi sem
ákveður fjárlögin og þegar verið
er að skera allt niður er erfitt að
réttlæta miklar fjárveitingar til
opnunar áfengisútibúa. Jafnvel
þó ódýr og hagkvæmur kostur
bjóðist í húsnæðismálum þá
geta komið upp sjónarmið þar
sem peningasjónarmiðin eru
ekki ráðandi og þá komum við
aftur inn á það hvort auðvelt
eigi að vera að nálgast áfengi
eða ekki; heilbrigðismálaráðu-
neytið vill fá að hafa skoðun á
málinu. Ódýrasti kosturinn er
aftur á móti að gera þetta
frjálst."
Umboðsmönnum veitt
leyfi fyrir útsölu-
stöðum áfengis
Þessu síðasta er Árni Sv. -
Mathiesen í Hafnarfirði sam-
mála, en á tímum fyrri ríkis-
stjórnar ritaði hann Þorsteini
Pálssyni bréf þar sem hann bauð
upp á umræðu um breytingar á
afgreiðslu á áfengi. Þar gerði
hann ráð fyrir að ríkið afsalaði
sér einkaleyfinu á sölu á áfengi
og gæfi hana frjálsa. Þá yrði veitt
leyfi fyrir útsölustaði og menn
seldu áfengið í umboðssölu, líkt
og tóbak er selt nú, og þægju
umboðslaun fyrir. Ríkið væri
eftir sem áður innflytjandinn, en
sparaði sér með þessu allan út-
lagðan kostnað við sölu á áfeng-
inu, s.s. laun starfsmanna og
húsnæðiskostnað. Árni hafði
áhuga á að gerast þannig um-
boðsmaður og að opna áfeng-
isverslun á einhverjum hentug-
um stað í Hafnarfirði.
Þorsteinn svaraði í bréfinu og
sagði að ekki væri hægt að
selja áfengi á þann hátt sem Árni
legði til þar sem það væri ó-
heimilt samkvæmt lögum. Árni
sagði að aðal ástæðan fyrir bréf-
inu hefði verið sú að hann hafi
viljað opna þessa umræðu til
þess að reyna að stuðla að því
að lögunum um þessi mál yrði
breytt. Hann sagðist vera
ánægður með að heyra að ein-
hverjar breytingar væru farnar
af stað, en sagði að sú lausn sem
hann hafi talað um væri tví-
mælalaust hagkvæmust fyrir
ríkið, en alla vega væri gott ef
nú væri eitthvað að gerast sem
gæti orðið til þess að Hafnfirð-
ingar fengju áfengisútsölu í
bæinn.
Ljóst er að margir hafa
skoðanir á þessu máli og einnig
að margir eru á móti því að fólki
verði gert hægara um vik með
að versla áfengi, en þegar
hafa örlitlar breytingar átt sér
stað og nú er bara að sjá hvort
aðrar og stærri fylgja ekki þar á
eftir...var einhver að nefha
bjórinn? —B.K
VIKAN 15
UÖSM.: M. HJÖRLEIF!