Vikan


Vikan - 03.12.1987, Page 22

Vikan - 03.12.1987, Page 22
UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Einn safnarinn spáir í verð á áhugaverðu merki. Hér eru nokkrir þungaviktarmenn sarnan komnir. Næstur á vinstri hönd er Páll Ásgeirsson sem hlaut silfurverðlaun á sýn- ingunni í Stokkhólmi fyrir flugsafnið sitt. Aðrir á myndinni eru: Sigfus Gunnarsson, Árni Gunnarsson, Hlöðver Jónsson og við- mælandi vikunnar, Sigurður Pétursson, sem er með verðskrá. Saf narar á markaði Menn virðast hafa mikinn áhuga á því hvað fer á milli þeirra Ben- edikts Antonssonar, formanns Félags frímerkjasafnara í Reykja- vík, sem er lengst til hægri á myndinni og Sigurðar P. Gestssonar, eins af elstu og virtustu söfhurum landsins sem situr á móti honum. Það er ekki æsingnum fyr- ir að fara, menn skoða gaumgæfilega það sem aðrir hafa að bjóða, stinga saman nefjuni og semja í rólegheit- um. Sumir ráfa um á milli borða og skoða það sem er í boði en aðrir virðast vita ná- kvæmlega eftir hverju þeir eru að sækjast. Á einu borði eru menn niður- sokknir yflr fallegri ffímerkja- seríu og aðdáunin leynir sér ekki í svip þeirra. Á öðru borði eru menn að semja um kaup og sölur á myntum og minnispen- ingum. Enn annars staðar í saln- um eru það póstkort sem ganga kaupum cg sölum í skiptum fyr- ir aðra safhmuni. Á skiptimarkaðnum sem frarn fór í Síðumúla um næst síðustu helgi skiptu margir athygl- isverðir munir um eigendur, enda leikurinn til þess gerður. Skiptimarkaðurinn er vettvang- ur fyrir safnara, þar sem þeir geta komið og falboðið gripi úr eigin safhi og jaínframt því at- hugað hvort aðrir safnarar vilji ekki losna við eitthvað sem þeir girnast. Þúsund safnarar hérlendis Söfnunaráráttan er partur af mannlegu eðli og fyrirfinnst í öllum þjóðfélögum, þróuðum jafnt sem vanþróðum. Hver hef- ur svo sem ekki einhverntíma á ævinni safnað einhverju þó í litl- um mæli sé? Krakkar safna myndum úr tyggjópökkum, Andrésblöðum, servíettum og spilum svo eitthvað sé nefnt. Sumir láta þar við sitja, en aðrir fá delluna og gerast safharar af lífi og sál. í dag er talið að hér á landi séu fleiri þúsund einstakl- ingar sem safni frímerkjum í einhverri mynd. Þar við bætist fólk sem safhar einhverju öðru eins og spilum, myntum, vindla- böndum og minnispeningum. Menn taka söfnunina misjafn- lega alvarlega. Sumir safna sarh- an frímerkjum af pósti sem 22 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.