Vikan - 03.12.1987, Page 23
Ólafur Eliasson, þekktur
safnari og fræðimaður og
Frank C Moony sem sérhæf-
ir sig í söfnun tölustimpla,
spá í markaðinn. Fyrir aftan
þá stendur Sigtryggur
Eyþórsson, gjaldkeri Lands-
sambands íslenskra
frímerkjasafnara.
beim berst, leysa þau upp,
þurrka og setja inn í möppu.
Fyrir þá er söfnunin tómstunda-
gaman sem veitir þeim afslöpp-
un og jafnvel visst stolt. Hinn
hópurinn er svo alvarlegri safn-
arar sem vinna markvisst að því
að safha einhverjum afmörkuð-
um merkjum og leggja svo allt
up úr því að fúllkomna safnið.
Safnar frímerkjum
og minnispeningum
Einn úr síðari hópnum er Sig-
urður R. Pétursson sem hefur
um árabil verið í fremstu röð
safnara hérlendis. Hann hefúr
gegnt formennsku í Landssamb-
andi íslenskra ffímerkjasafnara,
Skandinavíuklúbbnum og Félagi
ffímerkjasafnara í Reykjavík.
Auk þess hefur hann gegnt ýms-
um öðrum embættum innan
þessara félaga. Sérsvið Sigurðar
eru þrjú, hann safnar íslenskum
og norskum ffímerkjum og auk
þess minningarpeningum. í til-
efni af skiptimarkaðinum gekk
Vikan á hans fúnd til að fræðast
meira um safúarana og Sigurður
var fyrst spurður hvað það væri
að vera safnari.
„Safnarar eru allir sem safna
einhverjum ákveðnum hlutum
og halda þeim til haga á skipu-
legan hátt. Það þarf ekki að vera
í miklum mæli til að menn telj-
ist vera safnarar. Allir sem leika
sér eitthvað að þessu eru safúar-
ar. Ef allir eru taldir, eru þús-
undir safúara á íslandi, en þeir
eru ótrúlega margir sem safna í
alvöru. Til dæmis komu vel yflr
hundrað manns á skiptimarkað-
inn sem sýnir áhugann sem er
fyrir þessu. Þessi markaður var
þó minna auglýstur en venju-
lega og oft hefur verið meira
fjör á mörkuðunum."
Of mikið gert úr
peningahliðinni
Nú er það svo að flestar fréttir
sem almenningur fáer af söfnur-
um heyrast þegar einhverjir
sjaldgæfir munir eru seldir fyrir
stórfé. Um þetta segir Sigurður:
„Mér finnst of mikið gert úr
þessu atriði. Vissulega ganga
gripir kaupum og sölum. Ef ein-
hvern safnara vantar til dæmis
frímerki sem einhver annar vill
láta, en á ekki neitt til að láta í
staðinn, er alltaf til í dæminu að
hann kaupi merkið. Hjá okkur
er verði þó yfirleitt stillt í hóf og
miðað er við verð sem gefið er
upp í verðskrám eða miðað er
við síðustu sölur á sambærilegu
merki.“
„Mér fannst það skjóta skökku
við að í sambandi við sýninguna
í Stokkhólmi fyrr á þessu ári
vakti það meiri athygli að skild-
ingamerki hefði selst fýrir stórfé
en það að safnarar héðan hefðu
náð góðum árangri og hlotið
viðurkenningar fyrir söfn sín.
Fyrir okkur er söfnunarlegt gildi
mikilsverðara en peningalegt.
Menn þurfa alls ekki að Ieggja
mikinn pening í söfú sín til að
hafa ánægju af þessu.“
Ekki henda
gömlum hlutum
Þegar blaðamaður spyr Sig-
urð hvort það sé algengt að fólk
liggi á fjársjóðum án þess að
vita af því brosir hann og segir:
„Það er náttúrlega sjaldgæft, en
þó ætti fólk aJls ekki að henda
gömlum hlutum sem því á-
skotnast umhugsunarlaust. Það
er það mikið af söfúurum hér á
landi að fólki ætti ekki að verða
skotaskuld úr því að fá einhvern
til að meta hluti fyrir sig. Ég vil
hvetja fólk til að láta athuga
þessa hluti vegna þess að þó að
peningarnir séu ekki miklir er
óþarfi að henda munum sem
hafa söfiiunargildi fyrir aðra.“
Söfúurum sem hafa verið að
dunda í einrúmi hingað til er
bent á fyrrnefnd safnarafélög ef
þá langar til að komast í sam-
band við aðra til að deila áhuga-
máli sínu með. Annar vettvang-
ur til þess að ná tengslum er
skiptimarkaðurinn, en tvisvar á
ári eru haldnir stórir markaðir
auk nokkurra minni. —AE.
VIKAN 23