Vikan - 03.12.1987, Síða 32
firam gangstígnum að útidyrum
húsanna, sem gjarnan eru nokk-
uð Iangir þannig að oft mátti sjá
allt að 10 potta með jólastjörn-
unni fyrir utan húsin.
Á íslandi er þetta því miður
ekki mögulegt — og meira að
segja getur verið dálítið erfitt að
kaupa jólastjörnu því ef mjög
kalt er í veðri þá getur blómið
hreinlega dáið úr kulda á leið-
inni úr blómabúðinni og heim
ef ekki er sérlega vel að henni
búið, enda er hún afar fjarri
heimkynnum sínum hér hjá
okkur. Talið er að jólastjarna
hafl fúndist í Mexíkó um 1830
og á löngum tíma tókst að rækta
upp af henni afbrigði sem hent-
aði í heimahúsum. Plöntur sem
hafa fengið faglegt uppeldi þríf-
ast vel við stofuhita, þurfa ekki
mjög mikla vökvun og eiga að
hafa fengið það mikið magn af
áburði í gróðrastöðinni að hann
á að nægja plöntunni á meðan á
blómgun stendur.
Auk rauðu jólastjörnunnar,
sem er algengust, er hægt að fá
jólastjörnur með hvítum eða
bleikum blöðum og eru öll af-
brigðin mjög falleg. Þegar lituðu
laufin fara að visna þá eru þau fjar-
lægð en plantan heldur áfiram að
dafna fyrir því og getur orðið að
stærðarinnar fallegri og laufrnik-
illi plöntu, en erfltt er að fá hana
til að verða litskrúðuga aftur og
til þess að fá úr því skorið hvort
það sé hægt þá er best að leyta
ráða hjá fagmanni. S.E./B.K.
Á Kanaríeyjum vex þetta jólastjörnu „tré“ og Krlstín Jónsdóttir sem var þarna í fríi gat ekki stillt sig
um að láta taka mynd af sér hjá því.
32 VIKAN
Euphorbia
putcherrima
Jólastjama er að verða ó-
missandi skraut á heimilinu
um jólin. Þegar þær birtast í
blómaverslunum í allri sinni
litadýrð þá eru fáir sem
standast það að kaupa ekki
að minnsta kosti eina til að
lífga upp á skammdegið,
ekki síst vegna þess að flest
önnur heimilsblóm em
heldur í lægð á þessum árs-
tíma.
Það er ekki einungis á íslandi
þar sem jólastjörnurnar eru stór
þáttur í skreytingum fyrir jólin; í
mörgum suðlægum löndum
vaxa þær úti í garði og verða svo
hávaxnar að þær blasa við sjón-
um þeirra sem líta út um glugga
af annarri hæð húsa. Þannig
planta óx úti í garði hjá greinar-
höfundi í Kaliforníu og gladdi
augað um jólaleytið, auk þess að
vera nokkuð algeng í görðum
þar á slóðum þá var hún mikið
notuð til að skreyta aðkomu að
húsum yfir jólin. Þá var pottum
með jólastjörnum í raðað með-