Vikan


Vikan - 03.12.1987, Side 37

Vikan - 03.12.1987, Side 37
Jólaföndur Önnu litlu Fyrsta merki þess að jólin eru í nánd á heimili önnu litlu er fallegi aðventukransinn sem hengdur var upp í stofunni fyrsta sunnudag í aðventu og þá var kveikt á fyrsta kertinu. 2. sunnudagur í aðventu... Anna litla bjó til jólaskreytingu úr pfnu- litlum leirblómsturpottum, sem hún festi falleg bönd í og hengdi þá síðan á trjágrein. Fyrir klukkukólfa notaði hún tréperlu. Eftir jólin plantar hún litl- um kaktusum í pottana. Og í dag má kveikja á öðru kertinu á aðventukrans- inum. Sælgætis- jólasveinn - hangir við útidyrnar og býður gesti velkomna. Anna bjó hann til úr hálfum pappahólk innan úr eld- húsrúllu. Botn er búinn til á rúll- una úr þunnum pappa og utan á hana er límdur rauður glanspapp- ír. Skeggið er úr bómull. Húfan er úr rauðum silkipappír og hana er hægt að taka af og setja á aftur. bandið sem jólasvfeinninn hangir í er fest á pappahólkinn, en inni f jólasveininum er fullt af sælgæti. Ljósakórónur Þessar fallegu Ijósakórónur eru klipptar út úr gylltum ál- pappír og eru þær tákn fyrir vitringana þrjá sem komu til Jesúbarnsins. Til að klippa kórónurnar út eru notuð lítil oddhvöss skæri sem þarf að passa sig vel á og líka á ál- pappfrnum því hann hefur hvassar brúnir. Á botninum standa sprittkerti sem lýsa fallega út um öll útklipptu götin. 3. sunnudag í aðventu... bakar og byggir Anna litla piparköku jólabæ... hús, tré og dýr skorin út úr piparkökudeigi, puntuð með lituðum glassúr og límd saman með sykurbráð. Hér er uppskriftin af pipar- kökudeigi Önnu: 200 gr. sykur, 1 egg, 2 tsk. kardimommur, 1/2 tsk. negull, 2 tsk. kanill, 1 msk. síróp, 1 1/2 tsk. lyftiduft, 250 gr. smjör, 250 gr. hveiti. Hrærið saman sykri, eggi, lyftidufti, sírópi, og kryddi. Bræðið smjörið og látið kólna, hellið síðan saman við deigið. Að lokum er hveitið hnoðað saman við og deigið látið bíða í ís- skáp í nokkra tíma. Deigið flatt út þar til það er um 3-4 mm á þykkt. Skerið út með beittum hníf eða eftir mótum. Sett á bökunarpappír á ofnplötu og bakað í ca. 7 mínútur f 200 °C heitum ofni. Þegar búið er að skreyta kökurnar með glassúr þá er húsið sett saman. Bræðið sykur á þurri pönnu við vægan hita. Köntunum á stykkjunum er dýft varlega ofan í sykurbráð- ina og stykkjunum þrýst saman. Haldið þar til sykurinn hefur stífnað. 4. sunnudagur í aðventu v 0g nú er örstutt til jóla Gleðilegjól Kveikt er á fjórða kertinu á aðventukrans- inum og Anna litla er að útbúa jólaskraut fyrir matarborðið. Hún teiknar og málar skemmtileg jólasveinaandlit á karton- pappír - eitt fyrir hverja húfu. Andlitin er hægt að nota mörgum sinnum en nýtt skegg er sett á jólasveinana við hverja máltíð - en skeggið er hvít servíetta. Henni er stungið f gegnum rifu sem klippt er umhverfis andlitið á jólasveininum. VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.