Vikan


Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 42

Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 42
Gömlu meistararnir Margir vilja halda því fram að Bobby Fischer hafi verið sterkasti skákmaður allra tíma, en svo eru aðrir sem vita enga fremri en gömlu meistarana. Sennilega verð- ur komist næst sannleikan- um með því að segja að Morphy hafi verið frábær skákmaður, Capablanca ennþá snjallari en Fischer bestur. Skáklistinni sjálfri fleyglr fram, því að slyngasti skákmaður síns tíma getur ávallt dregið nokkurn lær- dóm af fyrirrennurum sínum. Á tímum gömlu meistaranna voru örfáir kappar verulega sterkir en þorri skákmanna kunni ósköp lítið fyrir sér. Þeir skákmenn yrðu vart nefhdir annað en „flóðhestar" nú á dögum. Gömlu meistararnir fengu því iðulega litla mót- spymu en á móti kemur að oftar en ekki fengu þeir óáreittir að brugga mótherjanum banaráð. Leikfléttur gömlu meistar- anna eru þar af leiðandi hreinni og tærari heldur en þær sem við eigum að venjast úr nútímaskák. Ég get ekki stillt mig um að sýna ykkur eina slíka. Sjálfúr fléttu- kóngurinn Adolf Anderssen, Jón L. Árnason SKÁK þýskur stærðffæðingur, fæddur 1818, hefúr svart og á leik gegn Rozanes. Teflt í Breslau, feðing- arbæ meistarans: Andersen hefúr fórnað peði og nú leggur hann til atlögu gegn hvíta kónginum: 14. - Bd4 15. c3 Ef 15. b3 þá 15. - Dc5 og hótar máti á c2, auk 16. — Da3+ með máti í 2. leik. 15. — Hab8 16. b3 Aftur eini leikurinn. Við sjáum að eftir 16. Bel, til að valda b2 með drottningunni, kæmi 16. — Be3+! 17. Dxe3 Dxb2 mát. Nú kemur lykil- leikurinn í sókninni. 16. — Hed8!I 17. Rf3 Biskupinn má ekki drepa. Ef 17. cxd4, þá 17. — Dxd4 og máthótunin á al er óviðráðanleg. Ekki bjargar 17. Kb2 heldur málunum, því að svartur á sterkt svar, 17. - Be6! og fórnar næst á b3 með vinningssókn. 17. - Bxb3! 18. axb3 Hxb3 Hótar máti á bl. 19- Bel Be3+! og hvítur gaf. Hrókurinn kemur nú í góðar þarfir á d-línunni. í næsta leik kæmi 19. — Hbl mát. Eitt grand skemmtilegasl Sumir halda að mest spenn- andi spilin sem spiluð eru séu skiptingaspil þar sem mikið stendur á báðar hend- ur, helst slemmur í báðar áttir. Persónulega finnast mér skemmtilegustu spilin þegar spilað er 1 grand, og þá helst doblað og punktam- ir jafnskiptir. Spil vikunnar er einmitt eitt slíkt og var spilað í Bridgefélagi Reykjavíkur fyrir stuttu. Undir- ritaður sat í suður og spilaði 1 grand doblað á móti Jóni Bald- urssyni og Val Sigurðssyni. Það eru sjálfsagt fáir þeim snjallari að bana svona samningum, en enginn er óbrigðull í þessu efni eins og sjá má. Spilið var þannig: K5 K53 K752 10863 DG762 N 103 D82 10764 63 V ' A ÁG108 ÁKD s G72 Á984 ÁG9 D94 954 Sagnir: V N A S pass 1 spaði pass pass 1 nt dobl pass pass pass Útspilið var heldur óheppi- legt fyrir vörnina, laufás, sem gaf sókninni tempó. Næst kom ör- væntingarfúll tilraun, spaða- drottning, sem kóngur í blind- um átti. Úr því fjórir Iaufslagir voru ekki teknir strax var það líklega skipt 3-3, og því kom lauf úr borði næst sem vestur átti á kóng. Næst kom tígulsexa, lítið úr blindum, tían og drottning suðurs átti slaginn. Enn kom Iauf og nú var orðið Ijóst að samningurinn stæði. Tígull frá vestri útvegaði austri slag á tígulgosa og næst kom spaðatía. Hún var drepin á ás og tígulníu spilað. Austur inni á ás og reyndi örvæntingarfúllt lítið hjarta sem kostaði drottningu vesturs þegar suður Iét níuna. Eitt grand doblað og unnin tvö. Sami samningur var spilaður á hinu borðinu doblaður, og einn niður, þannig að vörnin hefúr verið eitthvað nákvæmari. (sak örn Sigurðsson BRIDGE 42 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.