Vikan


Vikan - 18.02.1988, Síða 7

Vikan - 18.02.1988, Síða 7
-» Sovésk sprengjuflugvél, sem vesturveldin kalla Bjöminn, á flugi í Ioftvamarsvæði íslands í fylgd tveggja bandarískra ormstu- véla af gerðinni F-15 Eagle írá varnarliðinu á Keflavíkurvelli. Sov- étmenn nota Bjöminn mikið til eftirlits og njósnaflugs en vélam- ar geta líka borið sprengjur og stýriflaugar. Eric A. McVadon aðmíráll, yflrmaður herafla Bandaríkj- anna og Nató á íslandi. Sovétmenn ná yfir- höndinni á íslandi Rauður stormur fjallar um styrjöld á milli Varsjárbanda- lagsins og NATO, en ísland gegnir afar mikilvægu lykilhlut- verki í þeirri styrjöld. Margir hernaðarfræðingar á Vestur- löndum telja margt í bókinni trúverðugt, þar á meðal árang- ursríka innrás Sovétmanna á ísland. Vandlega undirbúin loftárás Sovétmanna á Keflavíkurvöli með fjölda stýriflauga tók ör- skamma stund og skildi varnir Bandaríkjamanna eftir í molum, svo herstöðin og landið allt var auðveld bráð fyrir sérsveitir sovéska hersins, sem komu sam- tímis af hafl í dulbúnu vöru- flutningaskipi. Yfirtaka Sovét- manna á íslandi skapaði síðan ómælda erfiðleika fyrir heri NATO í Evrópu sem voru háðir aðdráttum yflr hafið frá Banda- ríkjunum. Höftindur Red Storm Rising hefur greinilega mikla þekkingu á nútímahernaði og varnarvið- búnaði Bandaríkjamanna á Keflavíkurvelli. Höfundurinn gefúr sér líka ákveðna forsendu fyrir því að árás Sovétmanna á ísland tókst svo auðveldlega en sú forsenda er sótt í varnar- samning íslands og Bandaríkj- anna og sveiflukennt stjórn- málaástand á íslandi. Varnarsamningurinn gerir ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld verði að taka ákvörðun um og gefa leyfi fyrir viðbótar herstyrk á íslandi. Samkvæmt skáldsögu Tom Clancy var íslenska ríkis- stjórnin svo lengi að taka á- kvörðun um að leyfa aukna liðs- flutninga til íslands að banda- rísku landgönguliðssveitirnar voru enn í hafl þegar Sovét- menn gerðu sínar árangursríku árásir. Ibókinni eru yfiurráð yfir íslandi lykillinn að hernaðarleg- um yfirburðum á Atlantshafi sem er fyllilega í samræmi við skoðanir hernaðarfræðinga aust- antjalds og vestan. Ríkisstjórn íslands tvístígandi Bókin Rauður stormur hefúr vakið mikla athygli víða um

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.