Vikan


Vikan - 18.02.1988, Page 22

Vikan - 18.02.1988, Page 22
Ævar R. Kvaran: Hin óskiljanlega Þau þrjú hundruð ár sem það hefur tekið að þróa nútímavísindi Vesturlanda hefur hraði framfaranna aukist með hverju ári. Vita menn það til dæmis að 90% allra þeirra vísindamanna sem tekið hafa þátt í þessari framþróun vísindanna eru á lífl í dag? Þetta telja flestir mikið tilefni fagnaðar því þetta séu raunverulegar framfarir. Og hver fagnar ekki firamförum? Fróðir menn telja að þekking mannkynsins hafi tvöfald- ast á tveim síðustu áratug- um. En því miður hefiir hið illa og hvers konar vandamál einn- ig tvöfaldast á sama tíma. Þetta sýnir takmarkað gildi framfara vísindanna fyrir mannkynið. Þótt hinn mikli þekkingarauki hafi að vísu ekki valdið hörm- ungum einum þá hefur hann heldur ekki komið í veg fyrir þær. Þetta stafar af því að vís- indin hafa ósjálfrátt leitt til aukinnar efnishyggju sem ekki hefur í för með sér að menn átti sig á því að einu gildin í líf- inu sem verulegu máli skipta eru andlcgs eðlis, svo sem friður, hamingja, gleði og vel- líðan almennt. jjHið illa hefur tvöfaldast á tveim síðustu áratugumÍS Vísindamenn eru þeir sem mest eru dáðir í hinum vest- ræna heimi. Það er skiljanlegt því margir þeirra eru stórgáf- aðir menn og snjallir og hafa margt afrekað. En oftrú sumra þeirra á svokallaðri „skynsemi" og heilastarfsemi hefur leitt þá til vanmats á hinum andlega hluta mannsins; því það er misskilningur að halda að maðurinn sé einungis efnis- vera. Hann er einnig andleg vera. Á þróunarferli vísindanna hafa fræknir vísindamenn skapað margs konar lögmál sem þeir síðan hafa stuðst við í rannsóknum sínum og af flest- um hafa verið talin óskeikul. Að vísu hafa menn verið til ffá aldaöðli er hafa búið yfir hæfileikum sem telja má að brjóti í bága við ýmis þessara lögmála. Slíkt hafa flestir vís- indamenn afgreitt með þeirn hætti að allar frásagnir af slíku væru einber þvættingur og hjátrú. Hér væri því um ævin- týri ein og þjóðsögur að ræða. Og þeir sem mest dýrka vís- indamennina og skoðanir þeirra hafa tekið undir þetta. En nú lifum við á tímum þegar hvers konar fxéttir ber- ast með ótrúlegum hraða um allan hnöttinn, hvers eðlis sem þær eru. Það er því ekki lengur hægt að leyna neinu sem gerist, hvort sem mönnum er það ljúft eða leitt. Þetta hefúr haft það í för með sér meðal annars að ekki er lengur hægt að þræta fyrir að ákveðnir atburðir gerist þótt ýmsum þætti þægilegra að segja slíkt skrök og þjóð- sögu. Lifandi ófreskigáfa, sem ýmsir eru gæddir, hefur því skapað vísindamönnum veru- leg vandamál því ef taka má mark á lögmálum þeirra getur hún ekki átt sér stað! Það getur stundum verið broslegt að fýlgjast með því hve vandlega sumir vísindamenn hafa gætt þess að taka ekki mark á því sem virðist brjóta gegn þekk- ingu þeirra. Shafica Caragulla er heila- sérfræðingur og hámenntaður læknir. Hún var önnum kafin við störf sín sem hún var afar mikils metin fyrir af starfe- bræðrum sínum og vann með sumum af ffægustu heilasér- lfæðingum heimsins í Kanada. Hún fékk næga styrki til hvers konar rannsóknastarfa og sennilega beið hennar heims- firægð. En svo braut hún alvar- lega af sér. Gömul og kær vin- kona hennar, sem hún hafði þekkt frá barnæsku, bað hana að gera sér greiða. Hann var sá að lesa án allra fordóma til- tekna bók, sem hún sendi þessum fræga lækni, þótt hún væri vafalaust önnum kafin. Dr. Shaficu þótti þetta nú ekki sérstaklega mikill greiði. Skrif- aði vinkonu sinni og sagðist gera þetta með ánægju fyrir hana. En því miður, þetta var ekki rétt bók fyrir frægan lækni að lesa. Hún fjallaði nefnilega um ómenntaðan mann, Edgar Cayce, og hina stórkostlegu jjVísindin hafa ósjálfrátt leift til aukinnar efnis- hyggju11 hæfileika hans til þess að lækna fólk sem hann jafnvel þurfti ekki að skoða. Hin hámennt- aða dr. Shafica Caragulla hafði aldrei lesið um þennan furðu- lega mann og las bókina með undrun og ánægju. En hún lét ekki þar við sitja heldur tók að velta því fyrir sér hvort ekki fyndist fleira fólk gætt slíkum dásemdar- hæfileikum. Og hún tók að leita og fann ófreskar mann- eskjur. Þar á meðal var henni bent á iækni nokkurn í New York sem frægur var orðinn fýrir nákvæmni í sjúkdóms- greiningum. Henni tókst að 22 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.