Vikan


Vikan - 18.02.1988, Page 31

Vikan - 18.02.1988, Page 31
Arthur Tuckerman: Skerðu ó reipið! Þessi frásögn A. Tuckerman styðst við sannsögulegan atburð og segir frá manni sem sýndi hvað með honum bjó begar í nauðimar rak Arlberg-hraðlestin staðnæmdist í fjólubláu vetrarrökkrinu. Dr. Frank Mason stökk út úr lestinni og ók sér í kvöldkuldanum. Andar- taki síðar var ekki laust við að honum brygði í brún því rétt hjá sér á stöðvarpall- inum, sem var þakinn ísi, kom hann auga á Gregory Valio sem var að heilsa einhverjum komumönnum. Dr. Mason flýtti sér frá stöðinni því hon- um varð hálfórótt af að hitta Valio í Kitzhof. Að loknum miðdegisverði á veitingaliús- inu gaf hann sig á tal við gestina í litlu veit- ingastofúnni. Flann kunni sérstaklega vel við tvo þeirra, einu Ameríkumennina í veit- ingahúsinu auk hans. Annar var hár, ungur maður með uppbrett nef og í hvítri prjóna- peysu. Flinn var grannvaxin, ljóshærð ung stúlka. Hún hafði stór blá augu, óvenju fagr- an munn og iðaði af fjöri og kátínu. Dr. Mason féll vel við unga fólkið og því virtist líka falla vel við hann. Það var áfjáð í að gefa honum allar upplýsingar um Kitzhof. Þau sögðu honum hvor skíðabraut- in væri betri og hældu mikið skíðakennara sem hét Leutner. Dr. Mason tók eftir því að ungi maðurinn leit ekki af ungu stúlkunni. Klukkan tæplega níu kom dyravörður veitingahússins inn í veitingastofuna: — Það er síminn til yðar, ungfrú Ellison, sagði hann. Ungfrúin flýtti sér út og ungi maðurinn hleypti brúnum. Þegar hún kom aítur að lítilli stundu lið- inni skein af henni fögnuðurinn og hrifning- in. — Ég ætla upp að skipta um föt, Jasper, sagði hún við unga manninn. — Gregory Valio er að bjóða mér á Tyr- ola-kvöld í Majestic gistihúsinu. Hann kem- ur að sækja mig eftir nokkrar mínútur. Ungi maðurinn sagði stuttaralega: - Jæja þá! Hann hleypti brúnum og sneri ölglasinu sínu ótt og títt, auðsjáanlega æstur í skapi. Dr. Mason hafði tekið eftir nafni Gregory Valios en sagði ekkert. Skömmu síðar fór hann upp að hátta. Hann var þreyttur eftir ferðalagið. Næstu daga gaf hann sig mikið að Jasper Brian. Þeir voru á sömu skíðabraut. Unga stúlkan, Christine Ellison, var í einni byrj- endadeildinni svo þeir sáu hana mjög sjald- an á daginn. Fyrst þegar vika var liðin þorði dr. Mason að spyrja Brian: — Eruð þér trúlofaður ungfrú EUispn? Jasper Brian roðnaði. Hann horfði á dr. Mason og það var eins og hann fengi löngun til að gera hann að trúnaðarmanni sínum. — Ég hef verið skotinn í henni í tvö ár, sagði hann, en við erum enn ekki trúlofuð. Dr. Mason kveikti í pípunni sinni. - Segið mér, spurði hann, hver er hann eiginlega þessi Valio sem býður henni öðru hverju út á kvöldin? — Það er einhver sem hún kynntist síð- astliðið sumar í Deanville. Ég veit ekkert um hann annað en það að hann er forríkur og kvenfólk er alveg vitlaust í honum. Ég þoli hann ekki. Dr. Mason líkaði vel þessi athugasemd en ungi maðurinn bætti allt í einu við vand- ræðalega: — Hann er vonandi ekki vinur yðar? — Nei, hann er ekki vinur minn, svaraði dr. Mason rólega. Hann tók eftir því og kunni því illa að Brian hélt sig oftast á kvöldin í litlu veitinga- VIKAN FYRIR 50 f ÁRUM Sprungan gliðnaði og snjórinn undir hægra skíðinu brakaði og brast undan fæti. \ VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.