Vikan


Vikan - 18.02.1988, Síða 36

Vikan - 18.02.1988, Síða 36
Litlaust er leiðinlegt Tískan í dag eða gær Það sem ekki á saman Oft eru það fylgihlutirnir sem gera gæfu- muninn. Sú til vinstri er allt of litlaus; í öllu samlitu og þar að auki drapplitu. Þegar svarti liturinn er kominn með verður útlitið allt annað eins og greinilega sést á mynd- inni. Þó kjólar með belti séu í tísku þá er ekki þar með sagt að þú eigir að draga fram gamla kjólinn þinn ffá þeim tíma þegar belt- iskjólar voru síðast í tísku og vera í honum í vinnunni eins og sú til vinstri hefur gert. Beltið fer vel á svarta kjólnum og hann virk- rar grennandi íyrir konuna en fyrir utan að vera of stuttur þá er sá bleiki alltof skær og konan virkar feitlagin í honum. Blússa og pils eru klassískur vinnuklæðn- aður hjá mörgum konum. En það þarf ekki að vera leiðinlegur og óspennandi klæðnað- ur ef hann er rétt samansettur. Blússan þarf að vera vel sniðin og skemmtilegir fylgihlut- ir geta gert gæfumuninn, eins og sést á stúlkunni til vinstri á myndinni. hvað fer illa 4 Prjónaföt sem grenna Það er ekki nauðsynlegt að vera grönn eins og hrífúskaft til að vera í prjónafatnaði. Það þarf bara að velja hann þannig að hann fari vel. Áherslan er lögð á mjaðmirnar í rauða prjónadressinu, sem fer ekki vel á konunni, og þar að auki skiptir þessi klæðnaður líkamanum í marga litla hluta. Síð peysa beinir athyglinni að mjöðmunum á meðan stutt pilsið og samlitar sokkabuxur og skór leggja áherslu á fótleggina. Það getur verið erfitt að velja á sig föt, sérstaklega fyrir þá sem gera það sjaldan og fylgjast lítið sem ekkert með því sem er í tísku hverju sinni. Viljirðu líta eins vel út í fötunum þínum og kostur er þá eru hér nokkrar gagnlegar ábendingar sem eiga jafht við um nýju fötin sem verið er að kaupa og þau eldri sem hanga í fataskápnum heima.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.