Vikan


Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 50

Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 50
Svarið nálgast í myndaflokknum Paradís skotið á frest Nú þegar líða fer að lokum þáttanna Paradís skotið á frest og ástæðan fyrir erfðaskránni fer að koma i Ijós er ekki úr vegi að Ifta aðeins á atburða- rásina fram að þessu. í upphafi þáttanna lést sveita- presturinn Simeon Simcox og í Ijós kemur þegar erfðaskráin er lesin að hann hefur eftirlátið Leslie Titmuss, ungum þing- manni allar eignir sínar en synir hans, Henry og Fred fá ekkert fremur en móðir þeirra. Henry ákveður að reyna að fá erfða- skrána ógilda en bróðir hans reynir að fá hann ofan af því. f það er látið skína að Fred viti eitthvað sem Henry er ókunnugt um. Sögunni víkur síðan aftur í tím- ann til 1958 þegar Fred og Agnes, dóttir læknisins eru að draga sig saman. Seinna yfirgef- ur hún hann og fer með Henry bróður hans til Bandaríkjanna. Leslie Titmuss kemur til sögunnar og er þegar byrjaður aö klifra upp metorðastigann. Fred er niðurbrotinn eftir að hafa verið svikinn af bæði kær- ustu sinni og bróður en Leslie gift- ist Charlotte, dóttur lafði Grace Fanner og sá ráðahagur virðist vera eitt skerfið í klifri hans upp á við. Eftir að Fred hefur lokið námi i læknisfærði fer hann að vinna hjá Humphrey Salter, föður Agnesar sem hafði áður svikið hann. Salt- er kemst að því að hann er hald- inn ólæknandi sjúkdómi og reynir að fremja sjálfsmorð. Tilraunin misheppnast en hann bæklast al- varlega í staðinn. Leslie tekst að ná kjöri sem þingmaður með aðstoð konu sinnar, en á meðan er hjónaband Henrys og Agnesar að fara í vaskinn. Fred á hinsvegar í frem- ur misheppnuðu ástarævintýri með giftri konu og faðir hans kemur að þeim i rúminu. I þeim þáttum sem eftir eru á margt eftir að koma í Ijós, þar á meðal af hverju presturinn eftirlót Leslie allar eigur sínar. Var hann kúgaður til þess? Er erfðaskráin kannski fölsuð? Eða var -maður- inn orðinn elliær þegar hann skrif- aði hana? Svarið kemur í Ijós á næstu vikum í lokaþáttum flokksins. 50 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.