Vikan


Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 7

Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 7
Fiskvinnslukonur hjó Granda hf. í Vikuviðtali: „Finnst þetta fjandi hart“ Fá fyrirtæki hafa verið eins mikið í sviðsljósinu og Grandi hf. Allt frá því það var stofnað við samruna Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjamarins hefur fyrirtækið þótt fréttnæmt. Samruninn og stofnun Granda þóttu mikil tíðindi og athyglisverð. Þetta hlaut að verða fyrirmynd annarra fyrirtækja í fiskiðnaði að hygg- indum og hagræði, stór og hagkvæm rekstrareining sem væri öðrum betur í stakk búin til að standa af sér brotsjói í fallvöltum rekstri sem fiskiðnaðurinn óneitanlega er. AJlt þótti fara afar vel af stað en það er nokkuð síðan fram kom í fréttaviðtölum að ýmsa erfiðleika væri við að etja í rekstrinum enda varð útkoman nú tap - vemlegt tap. Flest fyrirtæki í fiskvinnslu hafa orðið fyrir tapi vegna lækkunar á erlendum mörkuðum og óhagstæðrar gengis- skráningar, en þó em til undantekningar eins og Útgerð- arfélag Akureyringa. Að sjálfsögðu varð almenningur undrandi á afar slæmri stöðu Granda því það var búið að telja fólki trú um að einmitt hjá Granda væri þannig að málum staðið að það fyrirtæki yrði einna síst til að kikna vegna mótlætis. í ljós hefur komið að hjá þessu fyrirtæki hagræðingarinnar var skrifstofu- og stjómunarkostnaður helmingi hærri en hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, sem er talið hliðstætt til samanburðar. Annað reiðarslagið í kjölfarið var uppsögn 50—60 starfsmanna sem flestir em konur. Reynt var að milda málið með því að setja á laggimar vinnumiðlun til að út- vega þessu fólki önnur störf. Vissulega virðingarverð við- leitni. Við getum rétt ímyndað okkur hvílíkt ramakvein myndi heyrast ef 50-60 bændum yrði gert að bregða búi í einni svipan. Vinnumiðlun þætti vafalaust haldlítil úr- lausn og vesæl. Þegar svo í ljós kom í sömu vikunni að stjómarformað- ur Granda hefði þegið einnar og hálfrar milljón króna bifreið í „þóknun“ ásamt stjómarlaunum, þótti flestum mælirinn fullur. Lái þeim hver sem vill. Auðvitað hefur mikið verið rætt um öll þessi mál og ekki hefur staðið á afsökunum og útskýringum. Einn stjómenda er fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar og hann hefiir að líkindum verið lítils megnugur og vissi aðeins um bílakaupin eftir á, að sögn. Vonandi að öðm leyti röskur þátttakandi í stjómarstörfum. Forstjóri Granda fræddi fjölmiðla, og þar með alþjóð, um að bílakaupin hefðu fýrir löngu verið ákveðin, þá væntanlega áður en fýrirtækið fór að tapa. Ennfremur upplýsti forstjórinn að slík bílakaup fyrir stjómarmenn í fyrirtækjum aJF svipaðri stærð væm algeng. Okkur er spum: Getur það virkilega verið satt og rétt? Við leyfum okkur að spyrja af handa hófi: Gerir til dæmis Landsvirkjun þetta, eða bankamir eða Útgerðarfélag Akureyringa? Hvað sem því líður hefúr stjómarformaðurinn „millifært“ bílinn á sjálfan sig. Öll þessi ósköp hafa valdið talsverðri ringulreið og um- ræðu, eins og nærri má geta, með tlheyrandi bollalegg- ingum og útskýringum. Þeir era flestir af æðra veldinu sem lagt hafa til málanna í þessum vandræða uppákom- um. En hvað segir starfsfólk Granda? Það er þó allavega miklir þolendur í þessum kaldranalegu málum. VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.