Vikan


Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 39

Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 39
jákvætt eða neikvætt. Ef þú ert hamingju- söm þá eru miklar líkur á því að eiginmað- urinn og börnin séu það einnig. Flestir karlmenn fylgjast með tjáningar- formum líkamans og misskilningur getur komið upp án þess að nokkuð sé sagt; höfðinu snúið á vissan hátt, augnsvipur- inn, munnsvipurinn. Alit þetta getur gefið til kynna hvað þú ert um það bil að fara að segja. Hvers vegna hættir fólk að tjá sig? Hversu oft hefur eiginmaðurinn ekki stungið upp á einhverju sem honum hefur fúndist skemmtilegt og þú svarað: „Jú, jú, en ... Þetta getur verið einföld tillaga eins og: „Fáum okkur bíltúr eftir matinn" og þú svarað: „Já, en...“ Og hvers vegna er hann núna kominn úr jafnvægi? Vegna þess að þú sagðir „nei“ jafnvel þó þú hafir samþykkt tillöguna. Þú drekktir tillögunni. Þú veist eflaust ekki hversu oft hann hefúr gert þetta og það getur vel verið að hann hafi hætt að nenna að tala við þig fyr- ir mörgum árum út af þessu. Þannig að í næsta skipti sem hann stingur upp á ein- hverju, segðu þá: Já. Gerum það.“ Eða: „Það hljómar vel.“ Skila gjöfinni sem hann var lengi að velja Um leið og verslanir opna eftir jólin þá fyllast þær af konum sem eru að skila gjöfúnum frá eiginmönnunum; gjöfúm sem þeir eyddu mörgum klukkustundum í að velja. Eða þær hafa sagt við þá eitthvað á þessa leið: „Hvað borgaðirðu eiginlega fyrir þetta? Ég hefði getað fengið þetta miklu ódýrar. Þetta er alltof dýrt. Ég þurfti ekkert á þessu að halda." Hvað ertu að segja? Það minnsta sem þú hefðir getað gert er að sýna að þér þyki vænt um um- hyggjusemina. Taktu utan um manninn þinn Værirðu kærastan hans, í staðinn fyrir eiginkonan þá myndirðu ekki hafa orð á því að þú værir ekki gjafarinnar virði og þú myndir njóta hennar og sýna að þú mætir hana. Rifjaðu upp tímana þegar ástin var ung og þið voruð alltaf í fanginu á hvort öðru. Hvernig væri að taka þetta upp aftur? Áður en þú veist af er þetta orðinn nauðsynlegur þáttur í daglega lífinu. Þegar þið gangið ffamhjá hvort öðru, taktu þá utan um manninn þinn, kysstu hann eða í það minnsta gefðu honum hlýlegt klapp. Haldist í hendur í bíó eða þegar þið farið í göngu saman. Hugsaðu um það að því minni tilfinningar sem þú sýnir því minna verður um þær með tímanum. Farðu því vel með það sem þú hefur, haldið ástinni við með því að vera náin og snertast oft. Rómantík er ákvörðun. Að eiga róman- tískt ástarsamband og gera rómantíska hluti. Borðiði kvöldverð saman við kerta- ljós og notið sparidiskana, kristalglösin, gott vín með matnum og góða tónlist undir; bara þið tvö. Farðu í heitt og nota- fegt freyðibað og fáðu þér kokkteil á með- an þú lætur umstang dagsins líða úr þér. Farið saman í morgungöngu til að tala saman um það sem þarf að gera, á meðan aðrir eru enn sofandi. Fáið ykkur morgun- verð saman í rúminu. Útbúðu og berðu ffam kvöldmatinn íklædd engu öðru en gegnsærri plastsvuntu ... notaðu ímynd- unaraflið! Sóðaleg og löt... hann elskar hana samt Besta leiðin til að vera ekki í leiðinlegu sambandi er að vera ekki leiðinleg sjálf. Karlmenn vilja vera með konum sem eru léttar í skapi og til í ýmislegt. Við getum tekið vinkonu mína, Pálínu, sem dæmi. Hún er sóðaleg, óskipulögð, eldar aldrei máltíð, kaupir bara það sem tilbúið er í dósum eða frosið, eða þá að hún lætur senda tilbúinn mat heim, samt elskar eig- inmaðurinn hana útaf líflnu og kemur fram við hana eins og drottningu. Hann kallar hana krúttið sitt, ástina sína og elsku. Hann setur þykkt teppi yfir símann þegar hann fer í vinnuna á morgnana svo hún geti sof- ið lengur. Um helgar þvær hann þvottinn og fer að versla. Svo er það nágrannakonan mín hún Sara. Hún fer á fætur klukkan 6 á morgn- ana til að útbúa morgunmatinn fýrir eigin- manninn; beikon, egg og steiktar kartöflur. Hún saumar á hann skyrturnar því honum líka ekki þær sem fást í búðunum. Hún bakar allt brauð og hefur kvöldmatinn til- búinn þegar eiginmaðurinn kemur heim. Heimili hennar er svo hreint að það mætti borða af gólfinu. Samt er vitað til þess að eiginmaður hennar hafl haldið ffamhjá. HVERS VEGNA? Vegna þess að eitthvað vantar í hjónabandið og Sara er fremur köld, neikvæð og leiðinleg kona. Enginn maður hefúr elskað konu eingöngu vegna þess að hún heldur heimilinu tandur- hreinu og bakar fyrir hann brauð. Við höf- um öll heyrt máltækið: „Leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann". Þetta er svosem gott og gilt, en karlmaður vill meira út úr líflnu en mat. Spennandi óvæntar uppákomur Ég held að Pálína hafi fúndið stuttu leið- ina. Hún lætur manninum sínum líða eins og maimi sem er elskaður og einhver þarfnast. Hún sýnir einnig vinnu hans mik- inn áhuga. Hringir í hann í vinnuna til að heyra hvernig allt gengur, eða bara til að segja honum að hún hafi verið að hugsa til hans. Hún hælir honum einnig oft; fýrir það hversu vel hann lítur út og hversu vel honum hafi tekist upp í vinnunni. Hól gerir mikið. Karlmenn fá alltof sjaldan að heyra hól, svo hvernig væri að þú hældir mannin- um þínum. Það er gaman að vera með og umgangast Pálínu. Hún bíður ekki effir því að maður- inn hennar fari með hana eitthvert. Hún skipuleggur það sem þau taka sér fýrir hendur, um helgar, á kvöldin og í fríinu. Hann veit sjaldnast við hverju hann á að búast. Einu sinni fór hún með hann í nestis- ferð upp í sveit, ekki klædd öðru en regn- kápu. Hann hafði dreymt um að fara með skemmtiferðaskipi til Hawaii á fertugs- afimælinu og hún kom honum á óvart með tveim farseðlum í þannig ferð. Lífið er stutt, gerðu strax það sem þig hefúr dreymt um að gera. Við eigum að- eins daginn í dag, gærdagurinn er liðinn og við vitum ekkert hvað verður með morg- undaginn.D Hvað segir þú? Já, hvað segir þú, lesandi góður? Ert þú í hjónabandi sem ógnað hefur verið með framhjáhaldi þínu eða maka þíns? Eða hefur þú kannski aðeins rétt leitt huggann að því að halda framhjá maka þínum en ekki látið verða af því - ennþá að minnsta kosti? Ert þú sammála þeim viðhorfum sem koma fram í pistli Svölu Björgvinsdóttur hér í opnunni? Hvað er líklegast til að valda fram- hjáhaldi? Vikan vill heyra þínar skoðanir. Sendu blaðinu línu fyrir 15. júlí næstkomandi og láttu skoðanir þín- ar í Ijós. Hvort sem þú lætur þér nægja eina eða tvær setningar til að lýsa þeim eða tvö til þrjú blöð. Láttu umfram allt frá þér heyra. Orð þín gætu orðið öðrum til umhugsunar og haft gott í för með sér. Utanáskriftin er: VIKAN Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík Pósthólf 5344 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.