Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 64
OSTIÍRINN
VIKAN PÓSTURINN HÁALEITISBRAUT 1, 105 RVÍK
Meiraafsliku
Gunnar hringdi:
„Ég vildi þakka ykkur sérstaklega fyrir
viðtalið við Sólveigu Björk Einarsdóttur í
13. tölublaði Vikunnar, stúlkuna sem
dvaldi eitt ár sem skiptinemi í Bólivíu, þar
sem svo margt er með öðrum hætti en við
íslendingar eigum að venjast.
í þessu stutta viðtali tókst á skýran og
skilmerkilegan hátt að gefa nokkra hug-
mynd um Iand og þjóð, sem við heyrum
oft getið í fréttum án þess að „þekkja"
nokkuð til að öðru leyti.
Ég skora á Vikuna að halda áfram viðtöl-
um við íslendinga sem dvalið hafa um
tíma í fjarlægum löndum eða eru þar bú-
settir og geta lýst landi og þjóð ffá sjónar-
hóli íslendingsins. Slíkar landkynningar
eru afbragðs blaðaefhi.
Þó svo að Vikunni hafi verið breytt í
kvennablað finn ég fjölmargt við mitt hæfi.
Blaðinu tekst að blanda á réttan hátt sam-
an skemmtiefhi og ffóðleik. Ævar R. Kvar-
an mætti gjarnan skrifa í hvert einasta tölu-
blað og spaugarar eins og Ragnar Lár,
Hróbjartur Lúðvíksson og sá er kallar sig
Páfa eru stórskemmtilegir. Húmor er
Gunnar þakkar Vikunni lyrir viðtalið við Sól-
veigu Björk sem lýsti ársdvöl sinni í Bólivíu.
Hér sést hún ásamt nunnu sem kenndi
henni við stúlknaskólann í Sucré. Efri mynd-
in er úr skólastofu Sólveigar.
nokkuð sem er alltof sjaldgæff að sjá í ís-
lenskum blöðum og tímaritum. Það er
aldrei of mikið af slíku.“
SVAR: Vikan þakkar hólið. Lofar að
halda húmoristunum við efinið og
birta alltaf öðru hverju landkynning-
argreinar með þeim hætti sem Gunn-
ar nefhir. Efniðviðurinn er óþrjót-
andi. Það eru fáir staðir á jarðarkringl-
unni sem einhver íslendingurinn
hefur ekki gist um lengri eða
skemmri tíma.
„Ósanngjarnt
gagnvart
fullborgandi“
„Skólastúlka" skrifar:
„Kæra Vika.
Ég vil lýsa óánægju minni með eitt í
sambandi við verðlaunagetraun blaðsins
þar sem vinningurinn er biffeið. Aðeins
áskrifendum er leyfilegt að taka þátt í
henni. Það finnst mér ósanngjarnt.
Það sem Vikan er auðvitað að gera með
þessu er að afla nýrra áskrifenda og það
skilja allir að mikill fjöldi áskrifenda er
hverju blaði nauðsynlegur. En það geta
bara ekki allir leyft sér þann munað að
kaupa öll uppáhaldsblöðin sín í áskrift.
Þannig er það einmitt með mig.
Ég er í skóla og vinn bara fyrir pening-
um á sumrin og hef úr litlu að spila á vet-
urna. Sumarhýran dugir skammt. Ég veit
að Vikan er ódýrasta tímaritið á markaðn-
um og er enn ódýrari í áskrift, kostar sama
og sígarettupakkinn sem mamma lætur sig
ekki muna um að kaupa daglega. Mamma
vill samt ekki taka það í mál að ég gerist
áskrifandi að Vikunni eða öðrum tímarit-
um. Finnst það bruðl. Hún segir þó ekkert
við því þótt ég kaupi blaðið í lausasölu svo
ffamarlega að ég borgi það með mínum
vasapeningum.
Tilfellið er að ég hef nú keypt hverja
einustu Viku eftir breytinguna, sem varð á
henni í mars — að einu blaði undanskildu,
sem var alls staðar uppselt þegar ég ætlaði
að kaupa það.
Það sem ég vil segja er einfaldlega þetta:
Það er ekki sanngjarnt að við sem kaupum
Vikuna alltaf - eða næstum alltaf - í lausa-
sölu og borgum meira fyrir blaðið en
áskrifendurnir skulum ekki fá að vera með
í verðlaunagetraunum blaðsins. Er það
ekki nóg fyrir áskrifendurna að njóta
sparnaðarins af áskriftinni þó þeir sitji ekki
einir að getraunavinningunum líka?“
SVAR: Vikan þakkar „skólastúlku"
bréflð og vonar að hún geti síðar gerst
áskrífandi. Það er rétt sem hún segir,
að áskrifendafjöldi er hverju blaði
afar mikilvægur og það verður alltaf
eitthvað gert meira fyrir áskrifendur
en aðra kaupendur blaðsins. En nú
gefst „skólastúlkunni" tækifæri til að
taka þátt í verðlaunagetraun Vikunn-
ar. í þessu tölublaði er fyrri hluti
sumargetraunar sem allir kaupendur
blaðsins geta tekið þátt í, bæði þeir
sem eru áskrifendur og þeir sem
kaupa blaðið í lausasölu. Og strax og
henni er lokið tekur við önnur get-
raun sem birtist í öðrum tveim tölu-
blöðum. í þeirri getraun er einnig öll-
um heimil þátttaka. Það eina sem þarf
að gera er að kaupa blaðið og senda
inn ,4iom úr síðu“ Vikunnar ásamt
svömm við spurningunum.
Sýnið hryllings-
myndirnar eftir
háttatíma barna
S.O. hringdi:
„Viljið þið nú ekki koma því á ffamfæri
við Stöð 2, af marggefhu tilefni, að hryll-
ingsmyndir sem eru stranglega bannaðar
börnum séu ekki sýndar á miðju kvöldi
þegar ung börn eru oft enn á fótum.
Það hefur alloft gerst að slíkar myndir
séu sýndar fyrir háttatíma barna og tán-
inga en svo gamanmyndir við hæfi allrar
fjölskyldunnar þar á eftir. Sú ráðstöfún er
mér með öllu óskiljanleg.
Glænýtt dæmi: Við hjónin brugðum
okkur í kvöldkaffi til kunningjahjóna sl.
föstudagskvöld og börnin okkar tvö, átta
og tólf ára, voru eftir ein heima þann
stutta tíma. Þegar við komum heim um
klukkan ellefu sátu þau fyrir framan sjón-
varpið skjálfandi eins og hríslur að horfa á
bíómyndina „Milli skinns og hörunds" þar
sem mátti sjá haus fjúka af manni, aftur-
göngu á kreiki, blóð spýtast í allar átti, fólk
engjast sundur og saman af kvölum og
rottur vaða inn og út úr munni líks. Mikill
ófögnuður, sem skelfdi börnin. Þau sátu
stjörf fyrir framan sjónvarpstækið án þess
að slökkva. Á eftir fylgdi svo martröð hjá
yngra barninu.
Við höfðum ekki gætt að því að fyrir
klukkan tíu hæfist sýning þessarar myndar,
sem var stranglega bönnuð börnum. Og
ekki höfðu börnin löngun til að slökkva á
efhi, sem þannig er kynnt í upphafi. Börn
eru bara þannig gerð að það forboðna vek-
ur ávallt mesta forvitni þeirra.
En hvað var svo á dagskránni næst á eftir
hryllingsmyndinni? Jú, frá klukkan hálftólf
til klukkan að verða eitt um nóttina var
sýnd bandarísk gamanmynd um unglinga-
ástir í skóla.“
SVAR: Þessu er hér með komið á fram-
færi.
62 VIKAN